<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 28, 2007

Shiny Shiny

Ég er búin að finna Vefsíðuna, með stóru vaffi, fyrir mig og aðrar nördagellur (já, já, leyfi mér bara að búa til nýtt orð). Þetta er síða þar sem auðvelt er að nálgast þægilegar, auðskiljanlegar upplýsingar um "stelpu-græjur". Tékkið bara á síðunni ;)

Smá sýnishorn:



Heyrumst, Helga.

|

mánudagur, mars 26, 2007


Keppni!

Já, nú skal tekið á því í ræktinni (já Thelma, ég stal hugmyndinni ykkar, hehe ;) og losað sig við síðustu kílóin með keppnisskapinu. Við Guðný ákváðum í gær að gera keppni úr þessu. Við erum báðar búnar að standa okkur nokkuð vel, en langar að "kick it up a notch". Það er strax fólk farið að sýna keppninni áhuga og vilja vera með. Ef þú vilt vera með, bjallaðu þá bara í mig.

Við erum ekki alveg komin með leikreglur á hreint en allir munu þurfa að setja sér x markmið innan x tímaramma og leggja 5000 kr. í púkk. Sá/sú sem vinnur fær svo peninginn.

Góð helgi búin. Fór í Hveró á föstudaginn. Horfði á X-Factor með Thelmu á Pizza og að sjálfsögðu komust Hildur og Rakel áfram :) Fór síðan til Thelmu eftir það og kom henni aftur á msn (jei) og svo tókum við smá flashback syrpu á radio.blog.club.

Í gær fór ég í afmæli hjá Lilju Rún, borðaði rosa góðan kvöldmat hjá pabba og mömmu, fór til Atla í spjall og rauðvín og fór svo til Guðnýjar í bjór og að sjálfsögðu enduðum við svo á djammi niðrí bæ hehe. Við vorum ansi hressar og vel steiktar. Held að drykkurinn á 11-unni hafi alveg gert útslagið. Ég er allavegana búin að vera hálf þunn eitthvað í dag, ég sem verð aldrei þunn. Enda var KFC í hádeginu algjörlega til að bjarga deginum :)

Annars er lag sem ómar í hausnum á mér eftir gærkvöldið, aftur og aftur. Ætlaði að henda því hérna inn sem lagi helgarinnar en finn það hvergi á netinu :-/ Ég hlýt því að vera að fara rangt með textann eða eitthvað... veit ekki alveg en það sem ómar í hausnum á mér er "I wanna hold you, in my arms..." Ég er að gera sjálfa mig geðveika hehe ;)

En jæja, ég ætla að halda áfram að glápa á TV aðeins lengur áður en ég fer að sofa. Svo er það bara ræktin á morgun :) Myndirnar sem fylgja eru af afmælisbarninu, Lilju Rún, og svo ein af djamminu ;)

Ciao, Helga.


|

miðvikudagur, mars 21, 2007

SHIT samtökin

Já við vorum að hugsa um að stofna SHIT samtökin í dag. Samtök heimskra Íslendinga, takk. Merkilegt hvað suma daga er eins og bara heimskt fólk hafi samband við okkur. Dagurinn í dag var klárlega dagur heimska fólksins hehe. Ég allavegana hló mikið í vinnunni í dag, sem er bara gott mál, allavegana fyrir mig. ;o)

Mér finnst það ótrúlegt þegar fólk fær sér blogg á mbl.is og bloggar um fréttir. Er svo að fullyrða allskonar vitleysu um mál sem það er greinilega ekki búið að kynna sér, vitandi að það birtist linkur á bloggið við hliðina á fréttinni á einni mest lesnu vefsíðu landsins. Skil ekki alveg í fólki að auglýsa heimsku sína.

Annars var ég að koma heim af kaffihúsi. Við Ósk ákváðum að kíkja aðeins út, ekki að hanga heima fyrir framan tölvuna enn eitt kvöldið. Að sjálfsögðu var rætt um heima og geima og komst ég að þeirri niðurstöðu að ég ætla að reyna að skreppa til London í apríl að heimsækja Sólveigu. Get samt ekki alveg tekið ákvörðunina fyrr en ég fæ útborgað, en held að ég reyni bara að kýla á þetta. Skítt með það þó ég hafi þá ekki efni á að versla í Köben. Versla þá bara einhverntímann seinna ;o) Er eiginlega afar spennt yfir tilhugsuninni núna :o) Vona að þetta gangi upp...

Thelma sendi á mig stjörnuspána mína í gær þar sem henni fannst hún eiga svo furðu vel við mig. Verð að birta hana: "Þú átt marga aðdáendur um þessar mundir en það er einn einstaklingur sem fær þig til að taka eftir sér. Jafnvel þó hann sé ekki þín vejulega týpa skaltu vera með opinn huga. Lífið er fullt af yndislegum og óvæntum atburðarrásum." Já, kannski eitthvað til í þessu. Allavegana aldrei slæmt að vera með opinn huga, ekki satt?

Jæja, nenni ekki að bulla meira núna. Er að hugsa um að halda áfram að vera dugleg að fara "snemma að sofa", ss snemma á minn mælikvarða hehe ;o)

ciao, Helga.

|

sunnudagur, mars 18, 2007

Og svo daglega lífið :)

Nóg að gera í vinnunni, búin að bóka sal fyrir reunion þannig að nú er að senda út boð á fólkið, bóka DJ og setja saman dagskrá, vinkonuhittingur verður vonandi í apríl ásamt árshátíð í Köben og hver veit nema ég endi uppí Biskupstungum um páskana. Já nóg búið að vera að gera og nóg framundan.

Í gær elduðu strákarnir fyrir okkur rosa góðan mat. Við fengum tómata með mozarella og basilliku í forrétt, pastarétt, salat og hvítlauksbrauð í aðalrétt og súkkulaðiköku og ís í dessert. Fengum svo rosa gott kaffi lagað af Unnsteini, sem er kaffibarþjónn :) Ég sem drekk venjulega ekki kaffi, hehe ;)

Fór síðan aðeins niðrí bæ með Berglindi og Írisi eftir þetta en var nú ekkert allt of lengi. Fór síðan með pabba og mömmu til afa og ömmu í dag í dýrindis pönnukökur og eplaköku. Mmmm... Náði síðan aðeins að taka til og meira að segja að steinsofna í alltof langann tíma og svo kíkti Ósk til mín rétt áðan í smá spjall. Mjög chillaður dagur sem sagt.

Á fimmtudaginn fór ég á sviðsfund hjá einstaklings- og þjónustusviði hjá Vodafone. Þar var boðið uppá bjór, rautt og hvítt þannig að eftir fundinn kíkti ég á Dillon með Atla, Steina, Danna og Gunna. Annað skipti á stuttum tíma sem ég fer bara með strákum út og ég verð að segja að umræðurnar geta orðið skemmtilega áhugaverðar, haha :)

Já, ekki má svo gleyma því fyndnasta. Tók leigubíl í gær og þegar ég var að bíða eftir leigubíl þá kemur hr. Kongó labbandi og hann actually þekkti mig án '80s looksins! Damn. En allavegana, ég sagði honum bara að ég væri að hitta annan og losaði mig þannig við hann hehe ;)

Jæja, nenni ekki meira bulli. Ætla að glápa á eitthvað eða lesa og reyna að sofna. Er víst að fara í fermingarveislu á morgun.

Góða nótt, Helga.

|
Lífið er skrítið

...og við fólkið líka. Verð bara að segja að það er frekar óþolandi þegar manni líður allt í einu eins og maður sé eitthvað tregur eða vitlaus af því að maður skilur ekki einhverjar aðstæður eða einhvern annan aðila.

Ég var einmitt að hugsa dáldið um þetta í gær. Ég er t.d. búin að ganga í gegnum ansi miklar breytingar á mínu lífi síðan í júlí í fyrra. Í þessu ferli er ég búin að uppgötva að það er ýmislegt sem ég hef aldrei áður þurft að velta fyrir mér þannig að ég þekkti sjálfa mig ekki jafn vel og ég hélt. Mér fannst það bara ágætt, aldrei slæmt að taka sjálfan sig í smá naflaskoðun. Það er samt hægt að eyða endalausum tíma í að pæla í af hverju þetta er svona en ekki hinsveginn o.sv.frv. en ég ákvað að ég nennti því ekki. Er því búin að halda bara áfram ótrauð staðráðin í að læra af því að reka mig á veggi. Vil frekar lifa lífinu og mistakast öðru hvoru frekar en að vera í endalausum pælingum um hver ég er og hver ég vil vera.

Mér er strax búið að takast að reka mig á þó nokkra veggi og það getur verið sárt, svekkjandi og/eða óþægilegt en það skiptir ekki máli. Eftirá er ég reynslunni ríkari og ég verð bara að segja að það er margt búið að koma upp á yfirborðið sem hefur komið mér mikið á óvart og ýmsir hlutir sem er greinilegt að ég þarf að laga. Stundum vildi ég því óska þess að ég hefði meiri tíma. Heilabrot mitt þessa dagana er því, hvernig fer ég að því að laga þessa hluti án þess að taka tíma frá einhverju öðru sem ég geri? Fyrsta sem ég hugsaði var; vinnutörnin verður bráðum búin, get pælt í þessu þá. Gerði mér svo strax grein fyrir að ef ég geri þetta ekki núna, þá geri ég það aldrei.

Einu sinni fór ég alltaf með bænir fyrir svefninn, meira af umhyggju minni fyrir velferð fjölskyldu minnar en af kristilegri rækni, og yfirleitt endaði ég á að biðja "góður Guð, gefðu mér að vera betri manneskja á morgun en ég var í dag." Held að þetta sé í raun bara önnur útgáfa af því að reka sig á veggi og læra, kannski saklausari og fallegri útgáfa, en ég held í alvörunni að þetta sé málið.

Ég ætla því að halda áfram að vera steikt, klikkuð, Scary boss, Nasistinn, óákveðin, hress, djammari, með límheila á skrýtnar upplýsingar, vinur vina minna, vinnualki, óljós og hvaða lýsingarorð og viðurnefni, góð eða slæm, sem gætu átt við mig því það er allt í lagi. Þetta er ég og ég sætti mig við það. Ég sætti mig við að læra af mistökunum og vona bara að ég verði betri manneskja með hverjum deginum fyrir vikið :)

Kveðja, Helga.

|

miðvikudagur, mars 14, 2007

Nóg að gera...

Já, er að reyna að plana reunion þessa dagana, plana vinkonuhitting, hitta Hafnýju í lunch, fundur á fimmtudagskvöld, matarboð á föstudagskvöld, þjálfun á verkstæði og ég bara veit ekki hvað og hvað. Get ekki annað sagt en að ég skemmti mér vel þessa dagana en verð að viðurkenna að ég á líklega eftir að þurfa að sofa slatta um helgina. Veit ekki alveg hvenær ég á að squeeza inn hlutum eins og að þrífa herbergið mitt, þvo þvott, þrífa bílinn o.sv.frv... hehe. Ætla samt að reyna að komast um helgina til Elísabetar frænku og ætlaði í Hveró en veit ekki hvort ég nenni í Hveró ef pabbi og mamma eru ekki heima. Sé til. Nenni heldur ekki að plana of mikið hehe ;o)

En jæja, ný færsla komin á reunion bloggið :o)

That's all folks...
Helga.

|

fimmtudagur, mars 08, 2007

Reunion blog

Var að búa til blog-síðu fyrir reunion-ið. Setjum fréttir þar inn og hægt að commenta, koma með hugmyndir :o)

Kv. Helga.

|

þriðjudagur, mars 06, 2007

Mikið að gera.

Já, síðasta helgi var ansi cosy. Útlit er fyrir að sú næsta verði strembnari. Strax planað út að borða með hinum yfirmönnunum í símaverinu á fimmtudaginn, yfirmenn nethjálpar bjóða yfirmönnum símavers í mat á föstudaginn þar sem við unnum þá í QCC keppni (gæðamat símtala) og á laugardaginn er kveðjupartý hjá starfsmanni úr símaverinu og innflutningspartý hjá öðrum. Og þetta allt á vinnuhelginni minni, sjæse.

Man af einhverri ástæðu alltaf svona seint að ég ætlaði að vera búin að hringja í pabba. Hann er víst búinn að kaupa fyrir mig miða á Deep Purple, vúhú :o)

Annars er það helsta í fréttum að ég og Bára erum byrjaðar að skipuleggja reunion fyrir '81 árganginn úr Hveró. Planið er að hafa þetta um miðjan maí. Ég er að vinna í að óska eftir tilboðum og Bára er að vinna í að senda boð á liðið. Erum að pæla í hvort það væri ekki sniðugt að hitta gömlu kennarana niðrí skóla fyrr um daginn og jafnvel bjóða þeim að vera með um kvöldið, allavegana hitta þau um daginn. Fá síðan einhvern DJ til að halda uppi góðri 90's stemmningu um kvöldið. Líst ykkur ekki bara vel á þetta?

Hvernig væri nú að fá einhver comment á þessa færslu...? Slatti af fólki sem skoðar bloggið en alltaf sömu fáu sem commenta ;o)

Ciao, Helga.

|

laugardagur, mars 03, 2007

La vita est bella...

Mmmm... var að koma heim eftir góða opnun listasýningar með afar góðu hvítvínu og mögnuðum trufflum. Er svo búin að fá mér smá að borða en er að fara með Ósk út að borða á Ítalíu í kvöld. Mmmm...

Ok, er að hlusta á danstónlist og er komin í brjálaðann djammfíling! Hvar er djammið í kvöld...?

P.S. Joggi, til hamingju með árangurinn! Hehe... ;o)

|
Helgi

Enn og aftur komin helgi. Ætlaði svo að plana ekki neitt þessa helgi en að sjálfsögðu er alltaf nóg um að vera. Kíkti aðeins í 365 teiti í gær, reyndar mjög stutt stopp og svo er ég að fara núna niðrí vinnu að massa QCC keppnina sem við stelpurnar erum í við strákana. Þeir munu fá að elda fyrir okkur, hehe ;o) Svo er ég að fara að hitta mömmu, Hlíf og Sigrúnu. Ætlum að taka smá miðbæjarrölt og fara svo á opnun listasýningar Fríðu frænku á Sólon.

Reyndar er ekkert planað fyrir kvöldið en það kemur mér ekkert á óvart ef það breytist í dag ;o)

Ætla að drífa mig niðrí vinnu. Skelli inn einu lagi í tilefni helgarinnar.



Au revoir, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com