mánudagur, mars 26, 2007
Keppni!
Já, nú skal tekið á því í ræktinni (já Thelma, ég stal hugmyndinni ykkar, hehe ;) og losað sig við síðustu kílóin með keppnisskapinu. Við Guðný ákváðum í gær að gera keppni úr þessu. Við erum báðar búnar að standa okkur nokkuð vel, en langar að "kick it up a notch". Það er strax fólk farið að sýna keppninni áhuga og vilja vera með. Ef þú vilt vera með, bjallaðu þá bara í mig.
Við erum ekki alveg komin með leikreglur á hreint en allir munu þurfa að setja sér x markmið innan x tímaramma og leggja 5000 kr. í púkk. Sá/sú sem vinnur fær svo peninginn.
Góð helgi búin. Fór í Hveró á föstudaginn. Horfði á X-Factor með Thelmu á Pizza og að sjálfsögðu komust Hildur og Rakel áfram :) Fór síðan til Thelmu eftir það og kom henni aftur á msn (jei) og svo tókum við smá flashback syrpu á radio.blog.club.
Í gær fór ég í afmæli hjá Lilju Rún, borðaði rosa góðan kvöldmat hjá pabba og mömmu, fór til Atla í spjall og rauðvín og fór svo til Guðnýjar í bjór og að sjálfsögðu enduðum við svo á djammi niðrí bæ hehe. Við vorum ansi hressar og vel steiktar. Held að drykkurinn á 11-unni hafi alveg gert útslagið. Ég er allavegana búin að vera hálf þunn eitthvað í dag, ég sem verð aldrei þunn. Enda var KFC í hádeginu algjörlega til að bjarga deginum :)
Annars er lag sem ómar í hausnum á mér eftir gærkvöldið, aftur og aftur. Ætlaði að henda því hérna inn sem lagi helgarinnar en finn það hvergi á netinu :-/ Ég hlýt því að vera að fara rangt með textann eða eitthvað... veit ekki alveg en það sem ómar í hausnum á mér er "I wanna hold you, in my arms..." Ég er að gera sjálfa mig geðveika hehe ;)
En jæja, ég ætla að halda áfram að glápa á TV aðeins lengur áður en ég fer að sofa. Svo er það bara ræktin á morgun :) Myndirnar sem fylgja eru af afmælisbarninu, Lilju Rún, og svo ein af djamminu ;)
Ciao, Helga.