<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Þá er komið að prófum! Næstu dagar verða mjög strembnir hjá mér en þetta hlýtur allt að hafast. Vonandi án þess þó að vaka í rúmlega 40 tíma, eins og síðast.

Skuggi týndist á miðvikudaginn. Þegar við vorum nokkru sinnum búin að kalla á hann inn um kvöldið án árangurs og komin nótt, ákvað ég að fara að leita. Þar sem við Jónki vorum bæði búin að hátta, skelltum við okkur í joggingbuxur og klossa og þræddum allar götur og göngustíga í hverfinu. Þegar Skuggi fannst ekki fórum við aftur heim og ákváðum að ekki væri hægt að gera meira í bili. Um morguninn var ég semsagt komin með tvöfaldan rembihnút í magann, yfir prófunum og Skugga. Jónki ákvað að koma heim í hádeginu að hjálpa mér að leita betur. Jónki fór að kalla og allt í einu heyrðist sárt mjálm úr bílskúrnum hjá Jóni Páli og Björk! Sem betur fer var skúrinn ekki læstur og varð því björgunarleiðangurinn fullkomnaður. Skuggi greyið var nú reyndar dáldið fúll yfir því hvað við vorum lengi að finna hann. Mikið skil ég hann vel. Allavegana, allt er gott sem endar vel =)

Mér skilst að það sé ekki hægt að setja comment á síðuna mína, það verður bara að bíða að ég lagi það þangað til eftir próf :l

Ég er búin að vera svo ótrúlega dugleg í morgun, best að halda því áfram. :o)

Kjaftatíkin kveður.

|

sunnudagur, apríl 25, 2004

Góða kvöldið og velkomin á bloggið mitt þér auðtrúa, villuráfandi sál. Bwahahahahaa..bwwaahahahahaha......

The Dante's Inferno Test has banished you to the Eigth Level of Hell - the Malebolge!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)High
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Moderate
Level 2 (Lustful)High
Level 3 (Gluttonous)Moderate
Level 4 (Prodigal and Avaricious)High
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Low
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Very Low
Level 7 (Violent)High
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Very Low

Take the Dante's Inferno Hell Test

Endilega takið prófið og finnið ykkar stað í helvíti !?!

Jæja, ég verð víst að fara að sofa svo ég geti vaknað í fyrramálið. Verð víst að halda áfram að læra ;o)

Góða nótt litlu púkarnir mínir.

|

sunnudagur, apríl 18, 2004

Jæja, þá eru páskarnir búnir og skólinn byrjaður. Ég er reyndar búin að vera eitthvað hálf veik í vikunni og búin að sofa mjög svo óeðlilega mikið. Mér tókst til dæmis að sofa yfir mig og missa af mikilvægum tíma á miðvikudaginn, sem þyrfti ekkert endilega að vera neitt rosalega skrýtið, nema þá fyrir það að tíminn byrjaði kl. 13:30!!!!

Páskafríið var frábært, alltaf jafn gott að vera í Hveró hjá pabba og mömmu. Að sjálfsögðu borðuðum við fullt af góðum mat eins og venjulega og svo tókst pabba meira að segja að plata mig til að borða gráðostasósu (sem ég verð að viðurkenna að var bara nokkuð góð). Ég var að sjálfsögðu fljót að fyrirgefa honum það þegar hann gaf okkur Jónka páskaegg, meira að segja sitthvort eggið. :þ

Best að horfa pínu meira á sjónvarpið og fara svo að sofa. Ég ætla að skoða sýninguna í vetrargarðinum í Smáralind á morgun og má því ekki sofa allan daginn.

Kjaftatíkin kveður, góða nótt.

P.S. Bara svona "off the record", til að hafa staðreyndirnar á hreinu, þá var það nú líka mamma sem gaf okkur páskaeggin. :)

|

laugardagur, apríl 10, 2004

Jibbí, það er páskadagur á morgun. Mmmm... góður matur hjá pabba og mömmu :p Ég er að deyja úr hungri og er að hugsa um mat, very clever.

By the way, var að skoða ýmislegt um heilsu og hreyfingu á netinu og rakst þá á einhverskonar self-motivation lista sem er reyndar ekkert svo vitlaus. Auðvitað finnur maður eitthvað svona hvergi annarsstaðar en á Oprah.com!

Jæja, ætli ég verði ekki að fara að eta eitthvað áður en ég dey úr hungri.

Hungruð tík ;)

|
Ég botna ekkert í þessari helv#%?# síðu. Ég eyddi ótrúlega löngum tíma í gærkvöldi í að finna út hvernig ætti að setja inn linka og comment á þetta blessaða blogg mitt (by the way ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér að gera þetta allt sjálf :) og svo þegar ég prófaði að kíkja á síðuna mína áðan, þá var ekkert af þessu inni!!!!

Búin að tékka betur á þessu og þegar ég signa mig inn þá er þetta allt hérna. Hvað er í gangi? Er ég þá ein um að geta séð þessar fínu breytingar mínar?

Næst er ég að spá í að finna út hvernig ég fer að því að setja myndir hérna inn, held samt að ég hafi rekist á einhverjar upplýsingar um það í gær. Kíki betur á það á morgun eða hinn.

Ég var að horfa á Malibu´s most wanted áðan og við Jónki hlógum brjálæðislega mikið. Þetta er ótrúlega steikt mynd ;þ

Á morgun fer ég í Hveró og þar sem Hjalti og Jónki verða uppteknir í tölvuleikjum, þá fæ ég nægan tíma til að kíkja í heimsóknir :o)

Au revoir, tíkin.

|

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Jæja, þá er tölvan loksins komin í lag. Er þetta ekki nákvæmlega lýsandi dæmi um heppni okkar Jónka ;þ Svo lengi sem maður getur hlegið að svona óförum þá er allt í gúddi.

Í kvöld var ég að vinna hjá Domino´s á tónleikum Sugababes í höllinni. Fannst mjög skemmtilegt að sjá svona tónleika frá öðru sjónarhorni en vanalega. Verð að viðurkenna að mér fannst þær standa sig nokkuð vel miðað við það litla sem ég sá og heyrði. Meira um tónleika; hlakka mikið til Pixies tónleikanna í maí. Ég er búin að vera downloada slatta af diskum frá þeim á dc, bara til að komast í fílinginn:)

Smá confession: ég er dáldið farin að hafa áhyggjur af því að vera ekki farin að fá nein viðbrögð við atvinnuumsóknum, hvorki jákvæð né neikvæð!

Ætli maður þurfi ekki að fara að drífa sig í háttinn, það er víst nóg eftir að læra í páskafríinu svo ekki þýðir að sofa allann daginn.

Over and out, Tíkin ;D

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com