<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Jæja, þá er tölvan loksins komin í lag. Er þetta ekki nákvæmlega lýsandi dæmi um heppni okkar Jónka ;þ Svo lengi sem maður getur hlegið að svona óförum þá er allt í gúddi.

Í kvöld var ég að vinna hjá Domino´s á tónleikum Sugababes í höllinni. Fannst mjög skemmtilegt að sjá svona tónleika frá öðru sjónarhorni en vanalega. Verð að viðurkenna að mér fannst þær standa sig nokkuð vel miðað við það litla sem ég sá og heyrði. Meira um tónleika; hlakka mikið til Pixies tónleikanna í maí. Ég er búin að vera downloada slatta af diskum frá þeim á dc, bara til að komast í fílinginn:)

Smá confession: ég er dáldið farin að hafa áhyggjur af því að vera ekki farin að fá nein viðbrögð við atvinnuumsóknum, hvorki jákvæð né neikvæð!

Ætli maður þurfi ekki að fara að drífa sig í háttinn, það er víst nóg eftir að læra í páskafríinu svo ekki þýðir að sofa allann daginn.

Over and out, Tíkin ;D

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com