<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 29, 2007

Lítill nörd.

Í viðbót við að vera farin að vinna á tækniborði er ég farin að taka aukavinnu í nethjálp. Finnst þetta furðulega skemmtilegt :p

Verð að setja inn stjörnuspá dagsins. Finnst hún of fyndin þar sem hún er of rétt:

Ljón: Meiriháttar loftkastalar eru einir virði orku þinnar. Ef hlutirnir eru ekki nógu klikkaðir, hefurðu engan drifkraft. Viltu þetta af öllu hjarta? Þá færðu það.

Dreymdi líka svo sterkan draum sem snerist allur um nýja bílinn minn. Sullaði niður í hann, lenti í massa hópárekstri sem var samt tengdur einhverju massa slysi eða hamförum, er ekki alveg viss hvort, en það var allt í steik við afleggjarann uppá Nesjavelli, á alveg margra kílómetra leið. Svo var ég allan drauminn að hugsa um bílinn eða að keyra.

Varð að fletta þesssu upp, fann reyndar bara ótrúlega einfalda skýringu á þessu og merkilegt nokk, hún meikaði dáldið sens. En ef þessi skýring er rétt á draumnum, þá er ég greinilega að velta mér meira uppúr ákveðnu máli en ég hélt.

En jæja, best að halda áfram að vinna. Var að stelast til að blogga í matnum ;o)

Ciao, Helga.

|

miðvikudagur, september 26, 2007


Langt síðan síðast

Ansi langt síðan ég hef bloggað. Margt búið að gerast. Er byrjuð í sjúkraþjálfun, fór á reunion, fór á Ho Down (hlöðuball) á föstudaginn (tækniborð vann bikar fyrir best klæddu deildina), vorum með matarboð á laugardaginn, erum að fá uppþvottavél, búin að kaupa miða til Thailands...

Fer 14. febrúar til Thailands. Hitti Ósk og Hörpu í Bangkok og svo höldum við suður á leið. Kem svo aftur heim 14. mars. Er orðin fáránlega spennt fyrir þessari ferð :)

Um helgina ætla ég svo loksins að klára þjálfunina í nethjálp. Ætla að taka aukavinnu hjá nethjálpinni í vetur til að safna fyrir Thailands ferðinni. Verð orðin gegnsýrður lúði þegar ég er farin að vinna á tækniborði og í nethjálp hehehe.

Er líka búin að kaupa mér nýjan bíl þar sem minn var úrskurðaður látinn eftir bílslysið :( Nýji bíllinn er samt æði. Keypti mér Subaru Legacy, 2005 árg. sjálfskiptan.

Við erum búin að panta bústaði í Úthlíð aðra helgina í nóv þannig að það styttist í fjórðu bústaðarferð þjónustuversins.

Það er búið að vera nóg að gera þannig að ég er engan veginn búin að hitta Sólveigu jafn mikið og ég hafði vonast til að gera, en hún fer aftur út á sunnudaginn.

Nenni ekki að fara nánar út neitt núna. Búin að taka fullt af myndum en er að vinna í myndasíðunni. Get vonandi sett mjög fljótlega inn allar myndirnar.

Eigum við að ræða'etta..?

|

þriðjudagur, september 04, 2007

Bíllaus slasarus

Ég og Guðný Lára lentum í bílslysi í gærkvöldi. Erum tognaðar, marðar og bólgnar en engin alvarleg meiðsli.

Bíllinn minn er að minnsta kosti óökuhæfur. Ég er eiginlega að vona að hann sé bara ónýtur svo ég þurfi ekki að eiga tjónabíl.

Er enn dofin af parkódíninu, get ekki skrifað meira.

Ciao, Helga.

|

sunnudagur, september 02, 2007


Helga Techie

Á morgun byrja ég á tækniborði. Get ekki sagt annað en að síðasti dagurinn í þjónustuverinu hafi verið góður en mjög skrýtin. Mjög skrýtin tilhugsun að vera að fara allt í einu að gera eitthvað allt annað á morgun heldur en það sem ég er búin að lifa og hrærast í síðastliðin þrjú ár.

Í gær fór ég í grill hjá Palla bróðir í Hveragerði. Fengum besta lambalæri sem ég hef smakkað (bara fyrir þig Palli ;o) og allskonar dýrðlegar kræsingar.

Ég held að ég sé mjög heppin með fjölskyldu. Allavegana veit ég ekki um mjög marga sem öskra og grenja úr hlátri þegar fjölskyldan kemur saman. Það fengu að fjúka nokkrir brandarar í gær og ég bara hef ekki hlegið svona mikið lengi.

Eftir matinn var brunað í bæinn. Skutlaði ömmu fyrst heim og að sjálfsögðu héldum við áfram að kjafta og hlæja, fór svo niðrí bæ í kveðjupartý hjá Ómari Diego, Jón Bjarna og Pétri. Ég ætlaði nú bara rétt að kíkja en af einhverri ástæðu var alltaf verið að splæsa á mig á barnum þannig að þetta endaði í skotum og vitleysu. Skemmti mér mjög vel í gær. Endaði ein með Árdísi á djamminu og hún er bara einn sá mesti snillingur sem ég veit um.

Það er ekki oft sem ég verð þunn en í dag var ég þunn. Fór því út í búð og keypti mat fyrir svona 7-8 manns (geri þetta alltaf í þynnku, veit ekki af hverju) og eldaði súper þynnku-brunch. Vissi svo ekki alveg hvað ég ætti að gera við afgangana. Kom síðan á daginn að ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur af afgöngum. Sigurhjörtur fór létt með að torga þessu haha :o)

Best að fara og fá sér kvöldmat og pönnukökur. Það er enn nóg eftir af snarli þó að maturinn hafi klárast hehehe

Adios amigos.

|
I wanna...
I wanna...
I wanna...

Af hverju vill maður alltaf það sem ekki er í boði eða er af einhverri ástæðu ekki hægt að framkvæma..?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com