<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 02, 2007


Helga Techie

Á morgun byrja ég á tækniborði. Get ekki sagt annað en að síðasti dagurinn í þjónustuverinu hafi verið góður en mjög skrýtin. Mjög skrýtin tilhugsun að vera að fara allt í einu að gera eitthvað allt annað á morgun heldur en það sem ég er búin að lifa og hrærast í síðastliðin þrjú ár.

Í gær fór ég í grill hjá Palla bróðir í Hveragerði. Fengum besta lambalæri sem ég hef smakkað (bara fyrir þig Palli ;o) og allskonar dýrðlegar kræsingar.

Ég held að ég sé mjög heppin með fjölskyldu. Allavegana veit ég ekki um mjög marga sem öskra og grenja úr hlátri þegar fjölskyldan kemur saman. Það fengu að fjúka nokkrir brandarar í gær og ég bara hef ekki hlegið svona mikið lengi.

Eftir matinn var brunað í bæinn. Skutlaði ömmu fyrst heim og að sjálfsögðu héldum við áfram að kjafta og hlæja, fór svo niðrí bæ í kveðjupartý hjá Ómari Diego, Jón Bjarna og Pétri. Ég ætlaði nú bara rétt að kíkja en af einhverri ástæðu var alltaf verið að splæsa á mig á barnum þannig að þetta endaði í skotum og vitleysu. Skemmti mér mjög vel í gær. Endaði ein með Árdísi á djamminu og hún er bara einn sá mesti snillingur sem ég veit um.

Það er ekki oft sem ég verð þunn en í dag var ég þunn. Fór því út í búð og keypti mat fyrir svona 7-8 manns (geri þetta alltaf í þynnku, veit ekki af hverju) og eldaði súper þynnku-brunch. Vissi svo ekki alveg hvað ég ætti að gera við afgangana. Kom síðan á daginn að ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur af afgöngum. Sigurhjörtur fór létt með að torga þessu haha :o)

Best að fara og fá sér kvöldmat og pönnukökur. Það er enn nóg eftir af snarli þó að maturinn hafi klárast hehehe

Adios amigos.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com