<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 25, 2004

Jæja, nóg að gera hjá mér. Rosa fínt að vera byrjuð að vinna og þéna smá peninga fyrir spánarferðina :o) Í dag fékk ég frí í vinnunni til að fara í dekurdag í Baðhúsinu. Þetta var sjúklega gott og mæli ég með þessu fyrir alla, dekurfíkla eða ekki dekurfíkla. Ég var mætt þarna klukkan 9 í morgun og var til 4! Fyrsta klukkutímann var ég í heitapottinum og gufunni. Klukkan 10 fór ég í nudd, 50 mínútur af himneskri slökun. Verð að viðurkenna að mér fannst dáldið skrýtið að vera nudduð af bláókunnugum karlmanni á innanverðum lærum og rasskinnum :o) Klukkan 11 fór ég á snyrtistofuna og var þar til 4. Fyrst fékk ég lúxusandlitsbað (og steinsofnaði), litun á augnhárum og augabrúnum og vax á augabrúnir. Svo fór ég í handsnyrtingu, fótsnyrtingu og vax að hnjám, sem var btw alls ekki jafn vont og ég hafði ímyndað mér.

Þegar ég kom út úr Baðhúsinu biðu mín skilaboð á talhólfinu um að ég væri boðuð í atvinnuviðtal hjá Skjá 1 á mánudaginn! Þetta starf snýst semsagt um að horfa á og skrá allt efni sem kemur í hús hjá Skjá 1, ekki slæmt það ;o) Allavegana, wish me luck :o)

Á morgun fer ég svo að versla mér skó í vinnuna og svo er það útskriftarveislan hjá Erlu, já og ekki má gleyma forsetakosningunum :o)

Sjáumst, Tíkin :o)

|

laugardagur, júní 12, 2004

Þá er ég stödd hjá pabba og mömmu og er búin að vera hér síðan á miðvikudag. Miðvikudaginn byrjaði ég á að sofa yfir mig og þurfti bókstaflega að hlaupa út til að fara að ná í Thelmu. Við Thelma fórum í Hveró og Thelma var bara nokkuð hress eftir vel heppnaða aðgerð. Þar sem ég þurfti að hlaupa út heima um morguninn, þá þurfti ég að fara aftur í bæinn að sækja auka föt og aðrar nauðsynjar. Á fimmtudagsmorgun fór ég aftur til Thelmu sem var lítið sem ekkert búin að sofa fyrir uppköstum. Á föstudeginum þurfti ég að fara í bankann og í Eden og var Thelma orðin það hress að hún ákvað að koma með mér í bíltúr. Útúr Edenferðinni fékk ég frábært atvinnutilboð og var alsæl það sem eftir var dags. Svo ákvað ég að kíkja á Thelmu aftur um 9 leytið um kvöldið. Þá var Thelma mín búin að æla og kúgast stanslaust frá 4 eða 5. Þá var ekkert annað að gera en að hringja á lækni. Þetta endaði allt svo með að við brunuðum með Thelmu á Selfoss, ég, Kristinn, Dúfa, Addi og Eyrún. Thelma var svo látin vera þar í nótt með næringu í æð, en fékk svo að fara heim núna rétt áðan. Hún á svo að mæta aftur á morgun til að láta fjarlægja umbúðirnar og ég veit að hún er orðin mjög spennt :)

Ok, nú er ég búin að skrifa alla sjúkrasöguna og þarf þá vonandi ekki að segja hana oftar í símann ;)

Núna sit ég veik við tölvuna hjá pabba og mömmu og bíð eftir að Jónki komi að sækja mig. Því miður kemst ég ekki í "sumarbústaðaútskriftarveislugrilliðogheitapottinn" hjá Sigrúnu frænku, en hjartanlega til hamingju með daginn ef þú lest þetta Sigrún.

Ég er semsagt búin að fá tímabundna vinnu í Eden, eða þangað til ég fæ eitthvað annað í bænum. Þetta verður örugglega rosa fínt, 12-20 og aðra hverja helgi. Svo ætla ég líka að reyna að fá 1 auka frídag á hverja vinnutörn :)

Vinnutíkin kveður ;)

|

miðvikudagur, júní 09, 2004

Þá er komið að því að hún Thelma mín fari í brjóstastækkun. Eftir hádegi á morgun (miðvikudag) verður Thelma orðin ms. boobylicyous. Eftir aðgerðina ætla ég að sækja hana og fara með hana í Hveró og hjúkra henni í nokkra daga. Ég held að við eigum eftir að hafa það mjög gott bara við vinkonurnar að chilla. Það gæti verið að Skuggi komi með mér í Hveró þar sem það er möguleiki á að Jónki byrji að vinna í Kárahnjúkum á fimmtudag. Ef svo verður, getum við Skuggi kíkt á Sigrúnu frænku sem ætlar að vera varamamma hans í ágúst þegar við Jónki förum til Spánar.

Ef að einhverjum finnst linkurinn á bloggið mitt vera of óþjáll, þá er núna hægt að skoða bloggið mitt á www.kjaftatik.tk .

Ég var loksins að koma inn í tölvuna myndunum sem Jónki tók í Búdapest. Það er eitthvað #$%/%$##"$%# í gangi í tölvunni minni þannig að ég þurfti að setja þær inn í gömlu tölvunni og flytja þær svo yfir í hina tölvuna!!!?! Ég var líka að flytja myndir úr 70ugs afmælinu hans afa Sigga úr gömlu yfir í hina. Ég mun fljótlega setja þær á netið og link á þær hérna, svo keep posted :o)

Annars er ég ekki ennþá komin með vinnu og ef ég fæ einhverjar atvinnuleysisbætur, þá verður það í fyrsta lagi eftir 3 vikur :o( Reyndar var Jónki að segja mér að það er verið að fara bæta manneskju á skrifstofuna hjá Suðurverk og ég ætla að kynna mér það aðeins betur. Það væri ekki slæmt að fá 9-5 starf hérna í hafnarfirðinum. Wish me luck ;o)

Tíkin kveður.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com