<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 12, 2004

Þá er ég stödd hjá pabba og mömmu og er búin að vera hér síðan á miðvikudag. Miðvikudaginn byrjaði ég á að sofa yfir mig og þurfti bókstaflega að hlaupa út til að fara að ná í Thelmu. Við Thelma fórum í Hveró og Thelma var bara nokkuð hress eftir vel heppnaða aðgerð. Þar sem ég þurfti að hlaupa út heima um morguninn, þá þurfti ég að fara aftur í bæinn að sækja auka föt og aðrar nauðsynjar. Á fimmtudagsmorgun fór ég aftur til Thelmu sem var lítið sem ekkert búin að sofa fyrir uppköstum. Á föstudeginum þurfti ég að fara í bankann og í Eden og var Thelma orðin það hress að hún ákvað að koma með mér í bíltúr. Útúr Edenferðinni fékk ég frábært atvinnutilboð og var alsæl það sem eftir var dags. Svo ákvað ég að kíkja á Thelmu aftur um 9 leytið um kvöldið. Þá var Thelma mín búin að æla og kúgast stanslaust frá 4 eða 5. Þá var ekkert annað að gera en að hringja á lækni. Þetta endaði allt svo með að við brunuðum með Thelmu á Selfoss, ég, Kristinn, Dúfa, Addi og Eyrún. Thelma var svo látin vera þar í nótt með næringu í æð, en fékk svo að fara heim núna rétt áðan. Hún á svo að mæta aftur á morgun til að láta fjarlægja umbúðirnar og ég veit að hún er orðin mjög spennt :)

Ok, nú er ég búin að skrifa alla sjúkrasöguna og þarf þá vonandi ekki að segja hana oftar í símann ;)

Núna sit ég veik við tölvuna hjá pabba og mömmu og bíð eftir að Jónki komi að sækja mig. Því miður kemst ég ekki í "sumarbústaðaútskriftarveislugrilliðogheitapottinn" hjá Sigrúnu frænku, en hjartanlega til hamingju með daginn ef þú lest þetta Sigrún.

Ég er semsagt búin að fá tímabundna vinnu í Eden, eða þangað til ég fæ eitthvað annað í bænum. Þetta verður örugglega rosa fínt, 12-20 og aðra hverja helgi. Svo ætla ég líka að reyna að fá 1 auka frídag á hverja vinnutörn :)

Vinnutíkin kveður ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com