<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 26, 2009

Hið margslungna ljón...

LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Þú veist hvað þú sættir þig við, hvað er rétt og hvað þú líður alls ekki. Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en ljónið er margslungið.


Stjörnuspá dagsins á mbl.is. Finnst hún mjög fyndin af því að bara fyrir um það bil viku síðan var ég að tala við Ósk um hvernig það virðist oft vera erfitt fyrir fólk sem er búið að þekkja mann lengi, að átta sig á því ef maður breytist. Það er gert ráð fyrir að gamlir vanar breytist ekki, og að ákveðnar skoðanir breytist aldrei. Ég held að við föllum öll í þessa gryfju, og þá ekkert síður ég en aðrir. Ég held þó að við höfum öll gott af breytingum, eða eins og máltækið segir; Batnandi mönnum er best að lifa...

Vona að þið eigið öll góðan dag og leyfið ykkur að njóta lífsins!

Kveðja,
Helga

|

föstudagur, nóvember 13, 2009

Bitra Helga, eða Bitra Ísland..?

Af hverju á ég svona auðvelt með að verða reið og bitur þegar ég er á Íslandi? Verð ég of meðvirk af umhverfinu, eða er einfaldlega erfitt fyrir mig að "fitta inn" hérna..? Er ég á villigötum, eða eru Íslendingar almennt í ruglinu? Hvað varð um að vera Shanti og Zen..? Það ergir mig að finna ekki minn rythma hér. Minn rythma á ég að finna hvar sem ég er í heiminum, af því að það er alltaf á mínu valdi að skapa mínar eigin aðstæður. Ég er ringluð og skil ekki hvað ég þarf að gera til að finna jafnvægið... Er ég ekki Íslendingur? Er eitthvað erfiðara að lifa hér en annarsstaðar? Erum við orðin of samstillt til að það megi vera öðruvísi? Þurfa allir að hafa sömu skoðun og falla í sama rammann?

Æi, þvílík vitleysa... Held ég sé alltof "djúp" þessa dagana...

Over and out,
Helga

|

miðvikudagur, nóvember 11, 2009

Heimilislega Helga

Það er dálítið undarlegt að upplifa það að vera komin aftur í skóla. Að sitja heima og læra daginn inn og út, það er skrýtið... Enda hef ég misgott úthald í það. Merkilegt hvað suma daga þarf maður endilega að skreppa í búðina, þvo þvott, þrífa, elda mat og jafnvel baka... En svo þegar lærdómsúthaldið er gott, þá vill íbúðin einhvernveginn verða á hvolfi. Magnað hvað hægt er að óhreinka mikið leirtau bara við það að sitja inní stofu að læra...

Nú er bara rúmur mánuður eftir af þessari önn og er ég hrædd um að hlutirnir verði eitthvað aðeins breyttir eftir áramót. Þar sem ég vil ekki taka námslán, þá verð ég að vinna aðeins meira. Svo vil ég líka taka mér tíma í reikið og aðra hluti sem falla betur undir mitt áhugasvið, þannig að ég mun að minnsta kosti minnka við mig í Háskólanum. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir mánuðir (erfiðir á köflum, en skemmtilegir samt), en ég bíð spennt að sjá hvað bíður mín handan við hornið. Það eru ansi margar hugmyndir sem ég geng með í maganum þessa dagana.

Ég gaf mér tíma um daginn til að fara að skoða dýnur fyrir reiki/yoga hornið í stofunni og er nú komin með enn betri mynd á hvernig ég vil hafa þetta. Stefnan er því sett á að í janúar verði reikihornið tilbúið og það verði þá aftur hægt að fara að bóka tíma hjá mér. Svo er ég líka búin að lofa einni að halda reiki námskeið á nýju ári. Það verður gaman að sjá hvort fleiri muni bætast í hópinn. Já, það eru spennandi tímar framundan!

Góða nótt,
Helga x

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com