<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 26, 2007


>10.000!

Stórum áfanga náð í dag. Búið að lesa bloggið mitt oftar en 10.000 sinnum! Vó. Er reyndar líka búin að blogga í 3 ár núna, sjæse.

Síðasta bloggfærsla meikaði örugglega ekkert sens fyrir þá sem ekki vissu hvað ég var að gera á föstudaginn. Það var ss þrifadagur hjá Vodafone með 80's þema. Þjónustuverið var svo með spandex-/íþrótta- 80's þema. Að sjálfsögðu var svo tekið vel á því á djamminu um kvöldið. Var ekki alveg sátt samt við að vera komin svona snemma heim, ennþá eiturhress og ákvað því að skella inn smá bloggi, hehe.

Fékk svo á laugardaginn símtal frá mr. Kongó. Sagðist bara vera alltof busy til að hitta hann (alltaf að reyna að vera svo kurteis) og er allavegana ekki búin að heyra aftur í honum. Vona innilega að ég muni ekki heyra meira í honum, hehe.

Ósk hringdi svo í mig á laugardaginn, já laugarDAGINN, einhverntímann milli kl 6 og 7, ss fyrir kvöldmat og bauð mér í partý til sín og Hörpu. Ákvað að skella mér þangað. Þar var svo dælt í mann skotum og gini svo ég myndi nú ná þeim þar sem þau voru víst byrjuð í skotunum um 6 leytið! hehe... Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, hitti Daða þarna, fór svo í afmælispartý til Guðnýjar Láru og já. Við Ósk gáfum henni afar skemmtilega afmælisgjöf; Plast staup, sinnep, latex hanska, smokkapakka og banana. Settum bananann í smokk og skildum rifna smokkabréfið eftir, ásamt leiðbeiningunum, í skrjáfupokonaum sem við gáfum henni þetta í :o)

Fór svo aftur aðeins heim til Óskar, fannst Ósk og Harpa eitthvað slappar og fór því ein niðrí bæ að hitta Óla, vin Óskar og Hörpu. Ákvað svo reyndar að koma mér heim þegar var orðið full súrt að sitja í litlu herbergi á Dillon með 10 drukknum karlmönnum, hehe.

Fannst þetta samt enn vera full stutt djamm. Kom því við á einhverjum 3 stöðum á leiðinni niðrí bæ til að tékka hvort ég þekkti einhvern á djamminu, en nei, það var enginn. Það var því tekinn Hlölli á þetta annað kvöldið í röð.

Ósk, við ræðum ekkert hér hvað klukkan var hehe ;o)

Held ég hafi staðið mig nokkuð vel bæði kvöldin í að skemmta Jogga á næturvaktinni. Allavegana hlógum við helvíti mikið. Var sko oft búin að lofa að hringja í hann á næturvaktinni þegar ég væri að djamma. Stóð loksins við það og hringdi meira að segja bæði kvöldin.

Var svo vöknuð eiturhress milli 10 og 11 í gærmorgun þannig að við Ósk skelltum okkur á Vegamót í lúxus brunch. Úfff hvað það var gott. Mæli algjörlega með lúxus brunchinum, nammmm..... Sátum þar dáldinn tíma og kjöftuðum. Restin af deginum fór svo í leti, hanga við tölvuna og glápa á dvd. Afrekaði reyndar að setja í eina þvottavél en það var líka allt og sumt hehe :o)

Þessa dagana er nokkuð tight scheduele hjá mér þar sem ég er á 8-16 vakt, er að kenna á CRM í þessari viku og ætla að reyna að taka meira af crosstraining í nethjálpinni. Þetta er samt alveg allt í góðu af því að þetta er allt svo skemmtilegt, væri ekki að meika þetta ef þetta væri ekki skemmtilegt :o)

En jæja, held að þetta sé orðin ágætis langloka hehe.

Ciao, Helga.

|

laugardagur, febrúar 24, 2007

So 80's

Þó svo að ég hafi verið litli 80's lúðinn þegar við Guðný vorum að kasta uppá hvor ætti að hringja út leiðinlegt yfirmannamál fyrr í kvöld, þá er ég samt þokkaleg 80's skutla, hehe ;o)

Ok, var að koma heim af djamminu (Ósk og Svandís, þið eruð virkilega lélegar litlu lúðar, hehe) og þetta er í annað skipti sem ég fer að spjalla við útlending á leiðinni heim. Síðast var það Portúgali og nú var það bara svarta Kongó hehe. Við erum að tala um að ég get ekki verið vond og læt gaurana fá númerið mitt. Ok, er búin að losa mig við Portúgalannn með því að láta aðra svara í símann minn, en ég á von á símtali frá mr. Kongó á morgun. Shit!

Well, verð að finna einhverja leið út úr því. Þó svo hann sé einhver viðskiptafræðingur sem lærði í Belgíu. Æi, nenni einhvernveginn ekki að standa í þessu.

Ok, er fo**ing full, Atla tókst samt ekki að láta mig enda bara á sundbolnum, þannig að ég ætla að klára Hlöllann minn og glápa á eitthvað og sofna undurvel í nýja rúminu mínu sem ég, massinn, setti ein saman í gær, hehe ;o)

Góða nótt, Helga.

|

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Deep Purple

Ok, er að spá í að leyfa mér að fara á Deep Purple tónleikana í maí. Er reyndar alltaf að reyna að spara og það er að ganga svona misvel en allavegana, er búin að hugsa mikið um þetta og ég held ég verði bara að fara.



Fattaði áðan að ég gleymdi alveg að minnast á að ég held ég eigi bestu pabba og mömmu í heimi. Ekki nóg með að þau hjálpi mér alltaf að flytja (fyrir þá sem ekki vita þá er ég alltaf að flytja hehe) og hjálpuðu mér líka núna á sunnudaginn, þá veittu þau mér bara svo ómetanlega aðstoð í alla staði. Takk pabbi og mamma fyrir að vera til :o)

Er annars alltaf að muna seint á kvöldin eftir einhverju sem ég hef gleymt að gera. Gleymdi t.d. púðunum mínum. Þeir fóru í Hveró. Gleymdi græna stólnum. Var næstum búin að gleyma aftur sænginni minni í kvöld, munaði ekki miklu. Gleymi alltaf að panta mér tíma í nudd. Veit að ég á eftir að þurfa að redda outfitti fyrir föstudaginn á síðustu stundu af því að ég gleymi alltaf að tékka á legghlífum, leggings, grifflum, víðum bol og breiðu mittisbelti á skynsamlegum tíma. S.s. þegar annað fólk er vakandi, hehe ;o)

Það er s.s. þrifadagur í vinnunni á föstudaginn með tilheyrandi skemmtilegheitum og djammi. Allar deildir koma sér saman um eitthvað ákveðið look og allir þurfa að mæta þannig í vinnuna.

Verð svona að lokum að óska Guðný minni til hamingju með afmælið. Hún átti afmæli í dag (20. feb). Læt fylgja mynd af afmælisbarninu :o)

Ciao bella.


|

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Flutt

Ég er flutt á Hverfisgötuna. Reyndar fæ ég ekki rúm fyrr en á morgun-fimmtudag en Helga Dögg reddaði mér bedda þannig að það reddast. En þar sem ég er snillingur og búin að vera aðeins utan við mig þá fattaði ég áðan að ég gleymdi stólnum mínum og sænginni og koddanum. Þannig að núna sit ég á gólfinu með lappann á beddanum og er að fara að sofa með sæng sem er búin að vera niðrí geymslu í nokkra mánuði, ss skítug, og nota handklæði fyrir kodda. Já, klárlega snillingur hehe ;o)

Byrjaði í dag í crosstraining yfir í nethjálp þannig að fljótlega get ég svarað fyrir símaver Vodafone, 365 og nethjálp. Held að það sé bara nokkuð kúl. Enda er ég í þjálfun hjá Steina, sem er bara snillingur og hress gaur :o)

Er ekki alveg búin að koma mér fyrir þannig að það er ennþá smá bið í myndir.

En jæja. Kannski maður fari bráðum að reyna að sofa. Held ég þurfi að reyna að vakna snemma á morgun, ss um tíu leytið hehe ;o)

Au revoir, Helga.

|

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Sorgardagur

Verð reyndar að byrja á að segja að þetta var geðveikt partý hjá okkur í gær. Takk þið öll sem komuð. Vegna flutninga set ég myndirnar inn seinna.

Í dag er ég svo búin að vera að taka dótið sem var ennþá hjá Jónka og flytja á Hverfisgötuna.

Því miður fór þetta eitthvað illa í Skottu mína og þurftum við að taka þá hrikalega erfiðu ákvörðun að leyfa henni að fara. Skotta er því vonandi komin á betri stað og líður vonandi betur núna.

Elsku dúllan mín, ég elska þig svo mikið og á eftir að sakna þín hrikalega. Þú verður samt alltaf með þitt örugga pláss í hjarta mínu.



Helga sorgmædda.

|

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Partý á laugardaginn!

Ég og Guðný ætlum að vera með partý á laugardaginn. Þetta verður kveðju-/afmælispartý. Kveðjupartý fyrir mig þar sem ég er að flytja og afmælispartý fyrir Guðnýju.

Við erum ekki búnar að ákveða hvort það verði eitthvað þema eða eitthvað þannig, en allavegana, það verður partý og þér er boðið...

Ég lofa að vera svona hress...

Au revoir, Helga.

|

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Allt að gerast

Kíkti í partý til Atla á laugardaginn. Var ekkert alltof hress þannig að ég var bara edrú. Skutlaði svo fólkinu niðrí bæ en fór sjálf heim að sofa. Vann síðan fyrir Ósk á sunnudaginn og í staðinn verð ég í fríi núna á sunnudaginn, enda að fara að flytja.

Já, ég er að flytja á Hverfisgötuna um helgina. Er að fara að kaupa mér nýtt rúm og loksins að ná í restina af dótinu mínu til Jónka. Það verður gott að klára þetta :o)

Er núna í vaktafríi. Búin að gera eitthvað smá hérna heima í dag, t.d. elda afar góðan kjúkling (þó ég segi sjálf frá) en annars bara búin að chilla. Þarf þó að vera duglegri á morgun. Er líka búin að sofa geðveikt mikið þannig að ég ætti loksins að vera komin með orku í framkvæmdir :o)

Ciao, Helga.

|

föstudagur, febrúar 09, 2007

Það er kominn föstudagur

og heilsan loksins byrjuð að skila sér. Reyndar ekki orðin alveg nógu góð en vona að það verði fljótt að lagast.

Búin að vera í þvílíku dekri hjá pabba og mömmu í veikindunum. Eiginlega sem betur fer. Held ég hefði ekki meikað þessi veikindi ein heima með engan mat, búin með verkjatöflurnar og alles. Veit reyndar að Ósk hefði farið í búð og apótek fyrir mig en það er líka ágætt að nota pabba og mömmu, hehe.

Einhver pæling er í gangi með að kíkja í partý á morgun en mamma lét mig lofa að sjá til hvernig heilsan verður hehe ;o)

En svona í tilefni þess að það er komin helgi þá ætla ég að bjóða upp á einn klassíker:



Njótið vel og eigið góða helgi :o)

Heyrumst, Helga.

|

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

And the party goes on...

Já, það var ekki við öðru að búast en Vodafone liðið kynni að skemmta sér vel. Bústaðarferðin var snilldin ein... fullt af fleygum setningum... og momentum... sem standa uppúr eftir helgina. T.d. var ég kölluð Scary Boss. Já, Sykurpúði sagði að um leið og ég mætti á svæðið væri svona "ó, nei... Helga er mætt, allir í símana..!" Hahahahhaa... bara fyndið ;o)

Annars var eitthvað um "nefndir", rokkdjamm, Jack Daniels, nóg af heitum potti og að sjálfsögðu nóg af áfengi... hehe

Allavegana held ég að ég sé orðin sú eina sem á eftir að setja inn myndir. Lofa að gera það fljótlega, er bara ekki að meika það núna... :o)

Meira seinna.

Ciao, Helga.

|

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Það er alveg að koma helgi...

Og það er þokkalega BÚSTAÐUR UM HELGINA BABY!!! ;o)

Í tilefni þessa ætla ég að bjóða uppá smá flashback, voilà:



Njótið vel.

Au revoir, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com