þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Allt að gerast
Kíkti í partý til Atla á laugardaginn. Var ekkert alltof hress þannig að ég var bara edrú. Skutlaði svo fólkinu niðrí bæ en fór sjálf heim að sofa. Vann síðan fyrir Ósk á sunnudaginn og í staðinn verð ég í fríi núna á sunnudaginn, enda að fara að flytja.
Já, ég er að flytja á Hverfisgötuna um helgina. Er að fara að kaupa mér nýtt rúm og loksins að ná í restina af dótinu mínu til Jónka. Það verður gott að klára þetta :o)
Er núna í vaktafríi. Búin að gera eitthvað smá hérna heima í dag, t.d. elda afar góðan kjúkling (þó ég segi sjálf frá) en annars bara búin að chilla. Þarf þó að vera duglegri á morgun. Er líka búin að sofa geðveikt mikið þannig að ég ætti loksins að vera komin með orku í framkvæmdir :o)
Ciao, Helga.
|
Kíkti í partý til Atla á laugardaginn. Var ekkert alltof hress þannig að ég var bara edrú. Skutlaði svo fólkinu niðrí bæ en fór sjálf heim að sofa. Vann síðan fyrir Ósk á sunnudaginn og í staðinn verð ég í fríi núna á sunnudaginn, enda að fara að flytja.
Já, ég er að flytja á Hverfisgötuna um helgina. Er að fara að kaupa mér nýtt rúm og loksins að ná í restina af dótinu mínu til Jónka. Það verður gott að klára þetta :o)
Er núna í vaktafríi. Búin að gera eitthvað smá hérna heima í dag, t.d. elda afar góðan kjúkling (þó ég segi sjálf frá) en annars bara búin að chilla. Þarf þó að vera duglegri á morgun. Er líka búin að sofa geðveikt mikið þannig að ég ætti loksins að vera komin með orku í framkvæmdir :o)
Ciao, Helga.