<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 25, 2007


Beware of the crazy techie...

Eigum við eitthvað að ræða það hvað var gaman að skjóta leirdúfur í gær? Það var svo gaman að ég talaði við pabba í dag til að kanna möguleikann á að fara með honum á skytterí. Ég reyndar hélt að hann ætti bæði haglabyssu og riffil í lagi, en það er víst bara riffillinn sem er í lagi. Haglarinn er víst orðinn antik og eitthvað bilaður. En þá er spurning hvort maður fái ekki bara að æfa sig með riffilinn... :p

Það voru ýmsar skemmtilegar umræður í gangi í gær á tækniborðsdjamminu, meðal annars kom enn og aftur upp umræðan um neyslusamfélagið. Við vinkonurnar erum búnar að taka þá ákvörðun að gera okkar besta til að sniðganga stórar keðjur. Það er erfitt og hreinlega ekki alltaf hægt, en við gerum okkar besta. Það eru allt of margir sem eru til í að láta allt yfir sig ganga. Það eru kannski ekki stórir hlutir sem ein manneskja getur gert, en því fleiri sem ákveða með sjálfum sér að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er með því að sniðganga ákveðnar vörur, ákveðin fyrirtæki eða taka þátt í mótmælum, því meiri áhrif hefur það. Ég á erfitt með að skilja fólk sem er alveg sama. Skil ekki hvernig nokkurri manneskju getur verið sama og leyft risunum að vaða yfir sig á skítugum skónum.

Jæja, siðferðispistli dagsins lokið hehehe.

Fékk loksins einn dag í slökun. Ætlaði að nota hann til að fara í Hveró en þar sem það var svo vond spáin fyrir kvöldið, þá hætti ég við og fór í mat til ömmu í staðinn. Á morgun hefst svo geðveikin enn á ný þannig að ekki láta ykkur bregða þó það verði ekki annað blogg alveg strax ;o)

Luv, Helga.

|

laugardagur, nóvember 24, 2007


Já, já, ég er á lífi.

Langt síðan síðast og allt það. Ef ég ætti að skrifa um allt sem ég er búin að vera að gera undanfarið, þá held ég að það yrði svona 7 blaðsíðna ritgerð. Ætla því að taka bara út smá lista:

Skipulagsnefnd fyrir bústaðarferð
Skemmtinefnd fyrir milljónasta símtalið
Aukavinna í nethjálp
Fór til London í staðinn fyrir bústað
Airvawes
Nokkrir aðrir tónleikar
Afmæli
Karla- og konukvöld
Meiri aukavinna
Og eitthvað fullt meira sem ég man ekki akkúrat núna...

Fer ekki á neitt jólahlaðborð í ár. Það verður mjög skrýtið. Er búin að fara á jólahlaðborð árlega í, vá, hvað, c.a. 8 ár +/-. Það verður þó jólagleði sem verður eflaust mjög skemmtileg. Jólahlaðborðið hefur bara einhvernveginn verið upphafið að jólastemmningunni undandfarin ár þannig að já, þetta verður skrýtið og skemmtilegt :)

Er að fara á morgun að höndla skotvopn. Leirdúfur verða skotmörkin. Hver veit nema þetta verði til þess að maður plati pabba í að fara með mig að skjóta, eitthvað sem átti víst að gerast þegar ég var, já, töluvert yngri :) Sumir eru nú þegar með miklar sigur yfirlýsingar. Enda nokkrir í hópnum töluvert vanari en aðrir.

Búið er að ákveða að það verði áramótapartý á Hverfisgötunni. Grímuþema er algjörlega málið. Fancy fólk með fancy grímur og fancy kokkteila. Enda búið að bæta töluvert í kokkteiluppskriftasafnið. Einhvernveginn bættist t.d. kokkteila-menu af flottum stað í London í safnið. Hmmm... hvernig skyldi það hafa gerst...?

Ég lét á endanum undan þrýstingi og stofnaði "síðu" á facebook. Þegar Helga Dögg var farin að pressa á mig, þá gat ég ekki lengur sagt nei :D

Mamma var eitthvað að hræða mig með vondri veðurspá fyrir sunnudaginn, sem væri nú eftir öllu. Mig langar svo í Hveró. Alltof langt síðan ég hef haft tíma til að stoppa almennilega í Hveró. Maður er bara farinn að sakna Hvergerðinganna sinna. Alltaf einhver stutt stopp í gangi. Voða leiðinlegt.

Þetta er voða asnalegt blogg eitthvað. Held að ég sé ekki með nógu mikilli rænu í augnablikinu til að skrifa eitthvað af viti eða í einhverju samhengi. Er bara of þreytt. Þarf líka að vakna snemma á morgun. Þannig að...

koss og knúsar til ykkar allra :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com