<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 31, 2008


Enn að selja bílinn...

Ef einhver veit um einhvern sem er að leita sér að góðum bíl, endilega látið mig vita eða bendið viðkomandi á mig. Verð að fara að selja bílinn en vil ekki fara í gegnum bílasölu og borga morðfjár fyrir það (veit að ég er nísk, en ég verð líka atvinnulaus eftir 2 mánuði!)...

Knús og kossar,
Helga.

|

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Ekki sátt!

Verð bara að koma því á framfæri að ég var ekki sátt við að sjá þetta! Var því miður einmitt búin að segja að ég hefði áhyggjur af því að núverandi eigindur myndu ekki kunna, né ráða við, að reka Eden. Urrrr...



Out,
Helga

|

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Væmið blogg...?

Þá er sumarfríinu lokið. Veit ekki hvort ég get lýst þessu sumarfríi einhvernveginn öðruvísi en mjög tilfinningaríku.

Alex kom til mín 2. ágúst og fór í dag. Þessir 10 dagar liðu eins og hendi væri veifað. Hafði planað að sýna honum hina og þessa staði á Íslandi, en einhvernveginn enduðum við með að eyða mestu af tímanum hér í Reykjavík, og þá yfirleitt 2 í íbúðinni að tala og hlusta á tónlist. Við virðumst geta talað út í hið óendanlega og skemmt okkur konunglega bara við tvö. Enda get ég ekki sagt að dagurinn í dag hafi verið auðveldur. En lífið heldur víst áfram, það er víst ekki hægt að lifa endalaust í ævintýraheimi.

Ég elska fjölskyldu mína og vini svo ólýsanlega mikið að oft á ég ekki til orð yfir það hvað ég á góða að. Ég verð því að segja að mér fannst ekki leiðinlegt að Alex tók strax eftir því og talaði sérstaklega um hvað ég væri heppin, bæði með að eiga svona góða fjölskyldu og svona góða vini. Það eru víst ekki allir svo heppnir, því miður.

Mér finnst ég búin að vera ansi týnd í lífinu og þessvegna ætla ég að fara að ferðast og reyna að koma mér í skóla. Er að vona að ég finni mig þarna einhversstaðar á leiðinni. Verð þó að segja að það að kynnast Alex ruglaði mig enn meira í ríminu. Þegar manni finnst maður vera svona týndur, þá finnst manni maður vera svo einn i heiminum. Að hitta síðan einhvern með nákvæmlega sömu pælingar um lífið og tilveruna og svona ótrúlega líkur sjálfum manni, þá fer maður að átta sig á að maður er ekki einn. En það ruglar líka hlutina enn meira. Hvernig getur maður þá verið svona týndur ef fleiri eru í sömu pælingum? Hvernig er hægt að finnast maður vera svo einn þegar fleiri eru á nákvæmlega sama stað í lífinu?

Trúi varla að ég sé að fara að vinna á morgun. Það þýðir líka að ég verð að fara að vinna í málum eins og flugmiða, visa, verð og þá meina ég verð að selja bílinn o.fl. Sjæse, kreisí tímar framundan. Veit samt að það verður allt þess virði þegar ég er komin með flugmiðann minn og er að leggja í hann.

Á meðan ég man, fólk er farið að spyrja mig hvað ég vil í afmælisgjöf þar sem það er jú farið að styttast í það. Ef einhver ætlar að gefa mér afmælisgjöf, þá mun ég auglýsa númer sparireikningsins míns fyrir afmælið mitt. Neita að taka við gjöfum í ár en ef einhver heimtar að fá að gefa mér eitthvað, þá er það bara að styrkja mig fyrir ferðina :)

Jæja, held að þetta blogg sé orðið ansi þungt og langt. Ætla því að láta þetta nægja í bili.

Elska ykkur öll,
Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com