<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 18, 2008

Burn out..?

Held að ég sé á góðri leið með að drepa sjálfa mig með of mikilli vinnu...

Agnar bjargaði þó deginum í dag með því að bjóða mér í köfun í Silfru á sunnudaginn. Vá hvað ég get ekki beðið...

Eyddi s.s. 7 klst og 40 mín í að taka backup af vinnutölvunni minni í dag og koma svo upp lánstölvunni sem ég verð með á meðan mín er í viðgerð. Náði því að klára 2 verkefni af c.a. 70 verkefnum í dag... kannski ekki skrýtið að ég sé að fara yfirum...

Köfun er mikið tilhlökkunarefni fyrir mig þessa dagana. Fer með Agnari í Silfru á sunnudaginn og svo ætlum við líka að kafa á Alicante í maí. Held að ég sé orðin alveg hooked á köfun.

Ég hef nákvæmlega ekkert skemmtilegt að segja. Er að reyna að láta síðustu mínútur vinnudagsins líða þar sem ég get ekki meir í dag og er því að forðast verklistana síðustu mínúturnar. Ekki gott, ég veit...

Heyrumst,
Helga.

|

sunnudagur, apríl 06, 2008

Snillingur!

Eitthvað er búið að kvarta undan bloggleysi á þessum bænum undanfarið, en það á sér allt góða skýringu...

Á páskadag tókst mér að skera mig í staðinn fyrir sætu kartöflurnar sem áttu að fara á grillið. Eyddi því kvöldinu á slysó og fékk samloku og franskar í páskamat í staðinn fyrir grillaðar kótelettur og grænmetispinna...

Toppaði svo sjálfa mig með því að taka verkjatöflur sem reyndust blóðþynnandi. Þurfti því að fara aftur uppá slysó þegar blóðið fór að frussast í gegnum saumana og umbúðirnar...

Hef því ekki getað pikkað mikið undanfarið. Hef sleppt öllu ónauðsynlegu pikki undanfarið.

Það er mikið búið að gera grín að þessu og athugasemdir eins og "þó það sé gaman í eldhúsinu, þá er óþarfi að nota eigin hráefni" búnar að fá að fjúka. En það er líka ekki annað hægt en að hlæja bara að þessu.

Á fimmtudagskvöldið settumst við Ósk svo niður í eldhúsinu heima, ég vopnuð rauðvíni og sígó en hún vopnuð skurðarhníf, naglaklippum, flísatöng, spritti og pappír... Jú, jú, doktor Ósk fjarlægði saumana á meðan ég sturtaði í mig rauðvíni og reykti eins og enginn væri morgundagurinn... Puttinn er nefnilega enn fullur af blóði og þetta er því allt rosalega aumt og sárt og litla, viðkvæma Helga var því dálítið stressuð yfir þessu... vægast sagt... hehe ;)

Ég er því búin að vera frekar róleg undanfarið en ég hef trú á að um næstu helgi verði tekið vel á því. Lionel kom til landsins á fimmtudaginn síðasta, Indy kemur til landsins næsta fimmtudag, Óskin á afmæli á fimmtudaginn... Förum því að sjálfsögðu með strákana út á lífið og að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað fyrir Óskina. Og svo er einnig búið að plana ferð í Bláa Lónið.

Get ekki hætt að hlusta á Nina Simone þessa dagana...

Heyrumst,
Helga.

|

föstudagur, apríl 04, 2008


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com