föstudagur, apríl 18, 2008
Burn out..?
Held að ég sé á góðri leið með að drepa sjálfa mig með of mikilli vinnu...
Agnar bjargaði þó deginum í dag með því að bjóða mér í köfun í Silfru á sunnudaginn. Vá hvað ég get ekki beðið...
Eyddi s.s. 7 klst og 40 mín í að taka backup af vinnutölvunni minni í dag og koma svo upp lánstölvunni sem ég verð með á meðan mín er í viðgerð. Náði því að klára 2 verkefni af c.a. 70 verkefnum í dag... kannski ekki skrýtið að ég sé að fara yfirum...
Köfun er mikið tilhlökkunarefni fyrir mig þessa dagana. Fer með Agnari í Silfru á sunnudaginn og svo ætlum við líka að kafa á Alicante í maí. Held að ég sé orðin alveg hooked á köfun.
Ég hef nákvæmlega ekkert skemmtilegt að segja. Er að reyna að láta síðustu mínútur vinnudagsins líða þar sem ég get ekki meir í dag og er því að forðast verklistana síðustu mínúturnar. Ekki gott, ég veit...
Heyrumst,
Helga.
|
Held að ég sé á góðri leið með að drepa sjálfa mig með of mikilli vinnu...
Agnar bjargaði þó deginum í dag með því að bjóða mér í köfun í Silfru á sunnudaginn. Vá hvað ég get ekki beðið...
Eyddi s.s. 7 klst og 40 mín í að taka backup af vinnutölvunni minni í dag og koma svo upp lánstölvunni sem ég verð með á meðan mín er í viðgerð. Náði því að klára 2 verkefni af c.a. 70 verkefnum í dag... kannski ekki skrýtið að ég sé að fara yfirum...
Köfun er mikið tilhlökkunarefni fyrir mig þessa dagana. Fer með Agnari í Silfru á sunnudaginn og svo ætlum við líka að kafa á Alicante í maí. Held að ég sé orðin alveg hooked á köfun.
Ég hef nákvæmlega ekkert skemmtilegt að segja. Er að reyna að láta síðustu mínútur vinnudagsins líða þar sem ég get ekki meir í dag og er því að forðast verklistana síðustu mínúturnar. Ekki gott, ég veit...
Heyrumst,
Helga.