<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

www.helgasveins.com

Hversu cool er það?! Hehe, er að breyta fríaðgangnum mínum að myndasvæði í áskrift og keypti aðgang með slóðina www.helgasveins.com. Finnst það bara snilld. Aðgangurinn verður virkur á morgun þannig að það fara alveg að koma myndir :o)

Fór annars á jólahlaðborð Vodafone á laugardaginn í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þetta var æðislega gaman og mig er farið að hlakka mikið til að borða jólamatinn, mmm...

Annars mun ég því miður missa af laufabrauðsgerð fjölskyldunnar í ár þar sem ég verð í Danmörku, vúhú! Er að fara út í næstu viku. Vá, hvað tíminn líður hratt.

Hef ekkert merkilegt að segja, varð bara að monta mig af síðunni minni, hehe ;o)

Kveðja, Helga.

|

laugardagur, nóvember 25, 2006

Jólahlaðborð á morgun.

Er að fara á jólahlaðborð í Skíðaskálanum í Hveradölum á morgun með Vodafone. Að sjálfsögðu klikkum við Ósk ekki með djammpleisið og bjóðum uppá fyrirpartý fyrir skvísurnar í þjónustuverinu kl 17 á morgun ;o)

Þar sem ég var að setja myndir í tölvuna (á eftir að setja á netið og nenni ekki núna) ákvað ég að henda inn mynd af mér og Hjalta sem pabbi tók af okkur í afmælinu hans Matthíasar. Held það séu ekki til neitt allt of margar myndir af okkur tveim saman.



Og svo ein fyndin af mér og Gunna úr eftirpartýi sem var hjá okkur Ósk eftir starfsdag VÁM og deildarstjóra ;o)



Kveðja, Helga.

|

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

1 question

Á Myspace er búið að vera að ganga svona 1 question dæmi. Þá máttu senda á viðkomandi myspace vin 1 spurningu. Það má vera hvað sem er, en bara 1 spurning. Ég þarf alltaf að vera erfið og sendi á alla "Hver er x?" (t.d. hver er Guðný?). Þetta er spurning sem er ótrúlega erfitt að svara þannig að ég vissi alveg að ég væri dáldið kvikindi, hehe ;o)

Þetta minnti mig samt á Olgu. Olga spurði alltaf: "Ertu hamingjusöm?". Þegar maður fær svona spurningar fer maður í flækju og veit ekkert hvernig maður á að svara. Getur því verið frekar fyndið að skella svona spurningum upp úr þurru á fólk, allavegana ef maður er kvikindi og ég veit að ég get stundum verið dáldið kvikindi ;o) hehe.

Sorry about switching to English but this is specially for you Lana babe ;o)

I was just talking to Hafný on msn. She told me she's working with a girl called Sonja. This Sonja was looking for her Russian friend so she decided to Google her name. One of the results was my blog. She was looking for you as well Lana :o) I told Hafný that I could post here a message from her to you. Hafný's going to let her know. So it seems like I have started something here. There is obviously more people that have been thinking of you than me :o)

I know it's been too long since I wrote you an e-mail. I promise I'll write soon. Hope you're doing well.

Love, Helga.

|
My departure...

Helga Sveins: At age 48 while showing your work at a major art gallery, you will be accosted and later slain by PETA activists.

Hahahahahaha... Fyrir þá sem ekki vita útskrifaðist ég af myndlistarbraut hehehehe...

Tékkaðu á þinni "spá"...

|
Stína símalína...

Við Thelma getum verið dáldið geðveikar þegar við förum á flug... Var að enda við að spjalla við Thelmu, aðeins í 1 klst og 28 mín :-P

Samt erum við að fara að eyða nánast öllum fimmtudeginum saman, hehe...

|

mánudagur, nóvember 20, 2006

Námskeiðahaldarinn mikli

Í síðustu viku hélt ég námsskeið í vinnunni mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Einn hópur á mánudag og þrír hópar á þriðjudag og fimmtudag :o) Mér fannst þetta ekkert smá gaman og vona bara að ég fái tækifæri til að halda fleiri námsskeið í framtíðinni.

Ég er líka komin í vinnuhóp sem er að vinna að innleiðingu nýs kerfis í vinnunni. Fór á fyrsta fundinn í dag og fannst bara mjög gaman. Sérstaklega skemmtilegt að fá að hafa svona mikil áhrif á hvernig starfsumhverfi okkar verður. Þ.e. varðandi tölvukerfið sem við munum koma til með að nota í framtíðinni.

Annars fór ég í Hveragerði um helgina, það var meiriháttar. Elska að eiga svona yndislega helgi í Hveró. Vildi stundum óska þess að ég myndi nenna að keyra á milli. Það eru allir í Hveró og það er bara geðveikt næs að vera þar.

Það blundar alltaf í mér að flytja aftur þangað og ég á örugglega einhverntímann eftir að enda aftur þar (Thelma, róaðu þig. Ég er ekki að fara að flytja í Hveró alveg á morgun sko! ;o) Á sama tíma er ég að fíla mig geðveikt hérna í miðbænum. Æ, það kemur alltaf öðru hvoru upp í manni þessi Hveragerðis þrá. Ekki hlusta á þetta röfl í mér, veit ekkert hvað ég er að bulla ;o)

Annars er ég að fara með Thelmu í verslunarleiðangur á fimmtudaginn þar sem hún er að fara að versla jólagjafir. Ég versla ekki fyrr en helgina 6.-11. des, en þá verð ég í Köben beibí :o) Jebbs, ætla að skella mér með Atla. Hlakka fáránlega mikið til ;o) Annars er alltof langt síðan við Thelma höfum átt svona dag saman þannig að ég hlakka líka til fimmtudagsins :o)

Sýnist að bloggin mín séu alltaf að verða lengri og lengri, ætla því að enda þetta núna ;o)

Kveðja, Helga.

|

laugardagur, nóvember 11, 2006

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

Pabbi og mamma komu heim með fullt af skemmtilegu dóti :o) vei. Fékk rosa flotta peysu, brjóstahaldara, 2 boli, armband fyrir iPodinn minn og headphona :o):o)

Atli er að reyna að fá mig með sér í jólagjafaverslunarferð til Köben fyrstu eða aðra helgina í desember. Vá hvað það er freistandi. Lofaði að svara honum á mánudaginn þannig að það er eins gott að fara að reikna um helgina ;o)

Ætla að henda hérna inn skemmtilegum "leik" sem ég stal frá Sólveigu ;o)

So, here's how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...

Þetta er mitt soundtrack

Opening Credits: Speed Of Sound - Coldplay

Waking Up: Resolve - Foo Fighters

First day at school: Drain You - Nirvana

Falling in Love: Alone In The Office - Mugison (hahaha, þetta er bara fyndið)

Fight Song: Ég fer í nótt - Vilhjálmur Vilhjálmsson, flutt af Helga Björns (hehe, kannski full rólegt til að vera fight song ;o)

Breaking Up: Kvikindi - Ný Dönsk

Getting Back Together: Horse With No Name - America (what!?)

Wedding: I could Have Lied - Red Hot Chili Peppers (jahérnahér)

Birth of Child: Slow Down Baby - Christina Aguilera (hahahhahahahhaha)

Final Battle: Move On Man (Out - take) - Mugison

Death Scene: All I Wanna - Trúbrot

Funeral Song: We're All The Way - Eric Clapton

End Credits: Starlight - Trúbrot

Jahá... Verð bara að segja að soundtrack-ið mitt er frekar mikið spes, hehe ;o) Get ekki sagt að ég hefði valið þetta svona sjálf :-þ

En jæja, er að fara að kaupa afmælisgjöf handa Matthíasi og fara í Hveró þannig að það er eins gott að fara að koma sér á fætur ;o)

Heyrumst, Helga.

|

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Vei...

Þau eru lent :o) Get ekki beðið eftir að vita hvort þau versluðu eða hvað þau gerðu (pabbi, mamma, afi og amma)... oh, þoli ekki að vera alltaf svona spennt, forvitin og óþolinmóð...

|

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Looking through a keyhole...

Takk Björg fyrir að benda mér á þetta lag, Through A Keyhole, með Walter Meego. Ég er ástfangin...

Ok, er búin að komast að því að ég, af öllum manneskjum, elska það að búa niðrí bæ. Á laugardeginum fyrir rúmri viku rölti ég á Prikið og hitti Kötu. Við röltum svo á sýningar í ráðhúsinu og þjóðminjasafninu, loved it. Fór svo um kvöldið á konukvöld á Kaffi Reykjavík, sem var æði by the way, röltum svo á bar 11 og svo á Dillon. Rölti svo heim og kom við á Devito's. Þetta er bara snilld. Ég er alveg að fíla mig hérna. Frekar spes þar sem ég hélt alltaf að ég vildi vera aðeins fyrir utan miðbæinn, en nei, I'm loving it :o)

Var í vaktafríi á fimmtudag og föstudag og var bara að chilla í Hveragerði. Hafði það ekkert smá fínt. Alltaf nice að skreppa í Hveró ;o)

Var svo boðið á laugardaginn í mat til Palla og Dísu. Fékk grillkjöt í brjáluðu veðri, hehe. Palli er greinilega grillsjúkur eins og ég :o) Að sjálfsögðu var maturinn algjört sælgæti, þarf ekki að taka það fram þegar farið er í mat til þeirra ;o)

Matthías er að verða sláni, hehe. Fannst það frekar fyndið. Bara orðin ótrúlega stór töffari sem langar að læra á saxófón. Styð þá hugmynd fullkomnlega.

Fór svo heim úr vinnunni veik í gær og er bara búin að vera í einhverju móki síðan þá, alveg þangað til í kvöld. Loksins er ég að fá einhverja smá orku. Eins gott líka þar sem ég má eiginlega ekkert vera að því að vera veik á morgun. Loksins komið að tímanum mínum hjá lækninum mínum og svo eru mamma og pabbi og afi og amma að koma heim frá Kanada á morgun. Vona innilega að þau hafi keypt eitthvað skemmtilegt, víí... Vona að sjálfsögðu fyrst og fremst að þau hafi átt gott frí, hehe ;o)

Miðbæjarrottan kveður að sinni ;o)

|

laugardagur, nóvember 04, 2006

Skyldi þetta virka..?

Er búin að vera í vandræðum með bloggið mitt þannig að þetta er eiginlega bara smá test blogg.

Er annars að fara í mat til Palla og Dísu. Mmmmm...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com