<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 20, 2006

Námskeiðahaldarinn mikli

Í síðustu viku hélt ég námsskeið í vinnunni mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Einn hópur á mánudag og þrír hópar á þriðjudag og fimmtudag :o) Mér fannst þetta ekkert smá gaman og vona bara að ég fái tækifæri til að halda fleiri námsskeið í framtíðinni.

Ég er líka komin í vinnuhóp sem er að vinna að innleiðingu nýs kerfis í vinnunni. Fór á fyrsta fundinn í dag og fannst bara mjög gaman. Sérstaklega skemmtilegt að fá að hafa svona mikil áhrif á hvernig starfsumhverfi okkar verður. Þ.e. varðandi tölvukerfið sem við munum koma til með að nota í framtíðinni.

Annars fór ég í Hveragerði um helgina, það var meiriháttar. Elska að eiga svona yndislega helgi í Hveró. Vildi stundum óska þess að ég myndi nenna að keyra á milli. Það eru allir í Hveró og það er bara geðveikt næs að vera þar.

Það blundar alltaf í mér að flytja aftur þangað og ég á örugglega einhverntímann eftir að enda aftur þar (Thelma, róaðu þig. Ég er ekki að fara að flytja í Hveró alveg á morgun sko! ;o) Á sama tíma er ég að fíla mig geðveikt hérna í miðbænum. Æ, það kemur alltaf öðru hvoru upp í manni þessi Hveragerðis þrá. Ekki hlusta á þetta röfl í mér, veit ekkert hvað ég er að bulla ;o)

Annars er ég að fara með Thelmu í verslunarleiðangur á fimmtudaginn þar sem hún er að fara að versla jólagjafir. Ég versla ekki fyrr en helgina 6.-11. des, en þá verð ég í Köben beibí :o) Jebbs, ætla að skella mér með Atla. Hlakka fáránlega mikið til ;o) Annars er alltof langt síðan við Thelma höfum átt svona dag saman þannig að ég hlakka líka til fimmtudagsins :o)

Sýnist að bloggin mín séu alltaf að verða lengri og lengri, ætla því að enda þetta núna ;o)

Kveðja, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com