<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 30, 2005

Komin með íbúð!

Jibbí! Komin með íbúð og fæ hana afhenta í næstu viku. Eins gott að fara að vera duglegri að pakka, ég er rétt byrjuð ;o)

Meira síðar,

Heyrumst!

|

föstudagur, maí 27, 2005

Jibbí...

Ég er að fara að skoða íbúð á morgun sem er 99,99% öruggt að ég sé að fara að leigja. Hún er rétt hjá vinnunni minni þannig að ég get labbað í vinnuna í sumar :o) Þessi 0.01% eru að við þurfum að vera alveg 100% á að það verði líka pláss fyrir Hjalta næsta vetur og að við meigum vera með Skottu þarna. Miðað við upplýsingarnar sem ég er búin að fá ætti þetta alveg að ganga upp. ÉG ER ÓGEÐSLEGA SPENNT!!! Þetta kemst samt allt á hreint á morgun.

Reyni að setja inn á morgun hvernig þetta fer ;o)

|

sunnudagur, maí 22, 2005


Meira singstar

Myndina sendi Ég


|


Myndina sendi Ég


|

Erla a Snulla

Myndina sendi Ég


|

Singstar party hja Thelmu a eurovision kvöldi

Myndina sendi Ég


|

sunnudagur, maí 15, 2005

Talandi um fáránleika...

Ég er algjör sökker fyrir allskonar "prófum" á netinu og tek öll próf sem ég rekst á. Þetta er oft einhver algjör steypa en ég held að þetta slái öll met;

You scored as Pamela Anderson. You would look most like Pamela Anderson (this means you have similar features... youre not identical)

Michael Jackson

50%

Pamela Anderson

50%

Lindsay Lohan

50%

Ashlee Simpson

44%

Paris Hilton

31%

What Celebrity Could Be Your Twin!? (Awesome!!)
created with QuizFarm.com


Eða hvað finnst ykkur? ;o)

|

laugardagur, maí 14, 2005

SELD!!!

Talandi um fasteignasala. Hver þarf fasteignasala þegar hann hefur mig?

Íbúðin hans Hjartar er semsagt búin að vera á sölu síðan í desember og það eru 3 fasteignasalar búnir að vera að sýna íbúðina síðan þá. Svo kom maður að skoða íbúðina núna í vikunni og fasteignasalinn komst ekki til að sýna íbúðina, þannig að ég sýndi íbúðina. Haldiði ekki bara að ég hafi selt íbúðina :-) Eini gallinn er að afhending er 15. júní. En það reddast ;o)

Skotta mín byrjaði líka að breima í vikunni, í fyrsta skipti, og þó svo það sé ljótt, þá gat ég ekki annað en hlegið að henni. Hún gekk um vælandi með rassinn sperrtan út í loftið. En svo var hún líka rosa elskuleg og vildi endalaust kúra hjá okkur og nudda trýninu í andlitið á okkur. Ég var með smá áhyggjur að hún myndi halda fyrir okkur vöku á næturnar. Þvert á móti svaf hún eins og steinn, örugglega dauðuppgefin af því að vera með rassinn sperrtan allan daginn :-D

Á mánudaginn er ég að spá í að skreppa í Hveró og kíkja jafnvel aðeins í Eden. Það er víst löngu kominn tími á að kíkja á Eden fjölskylduna.

Heyrumst :-)

|

mánudagur, maí 02, 2005

Enn eitt vinnudjammið, og definetly ekki það síðasta ;o)

Á föstudagskvöldið fór ég á Ædol keppni sOg (starfsmannafélag Og Vodafone)á Iðnó. Verð eiginlega að segja að eftirá að hyggja sá ég dáldið eftir því að hafa ekki tekið þátt. Það nefnilega voru ekki bara fyrstu þrjú sætin sem fengu verðlaun, heldur voru ýmis aukaverðlaun í boði eins og t.d. fyrir þann sem þurfti "mest á æfingunni að halda". Ég hefði semsagt alveg getað unnið eitthvað þó svo ég hefði ekki unnið flugmiða.

Eftir Iðnó var svo þrammað um bæinn og mest megnis af nóttinni eytt á Hverfis. Mér tókst meira að segja að hafa úthald fram undir morgun, ég var ekki komin heim fyrr en um 7-leytið og það er nú bara met hjá mér. Allavegana man ég ekki lengur hvað er eiginlega langt síðan ég hafði síðast úthald lengur en til 3!

Á laugardeginum skrapp ég svo í Hveró. Var reyndar komin seinna en ég hafði ætlað mér þar sem ég þurfti að sækja bílinn uppí vinnu á laugardaginn. Sunnudagurinn var svo ekta Helgu og Thelmu sunnudagur, þ.e. við byrjuðum daginn á að fara í bakaríið og fengum okkur, ja, við skulum bara kalla það brunch, og keyptum líka gúmmelaði til að eiga í kaffinu. Kíktum svo í heimsókn til ömmu Siggu, sem er alltaf jafn ótrúlega hress. Hún tilkynnti okkur það að hún ætli sko helst að vera komin með styrk til að ganga við staf í sumar :o) Hún er svo mikið ofurkvendi að einhvernveginn yrði ég ekki mjög hissa að sjá hana vera komna á ról í sumar.

Restin af deginum fór svo í chill, spjall og sætindaát hjá Thelmu. Svo fór ég um kvöldmatarleytið í bæinn aftur og tók Sólveigu með. Áttaði mig þá á því að ég mundi ekki einu sinni hvar hún ætti heima :-/ Verð að fara drulla mér í einhverjar heimsóknir, ég er ekki búin að vera að standa mig. Svo endaði ég kvöldið á hamborgaraáti og góðu sjónvarpsglápi. Þannig að ef þið vissuð það ekki áður, þá er þetta uppskriftin að fullkomnum sunnudegi ;o)

Verð reyndar að viðurkenna að ég ætlaði að þrífa bílinn um helgina, hann er orðinn ansi skítugur, en kom mér einhvernveginn ekki í það.

Svo er ég að bíða eftir að heyra frá Palla um hvort ég eigi að passa fyrir þau næstu helgi eða ekki. Það yrði nú fjör, ég, Skotta, Matthías og Pétur. Ég sé þetta alveg fyrir mér, Skotta hlaupandi út um allt, Pétur hlaupandi á eftir henni, Matthías á einhverjum "öruggum" stað og ég að reyna að ná control á ástandinu... Nei, nei. Þetta yrði ekkert svona, eða hvað?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com