<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Lífið er appelsína...

Það er ekki jafn hamingjusöm stúlka sem bloggar í dag og síðast.

Undanfarin ein og hálf vika hefur ekki verið auðveld. Afi Siggi kvaddi okkur á mánudaginn. Hann greindist með krabbamein í brisi í maí. Það var þá strax vitað að ekki yrði mikið hægt að gera en aldrei datt manni í hug að þetta tæki svona fljótt af. Afi þurfti þó að minnsta kosti ekki að kveljast lengi. Hann hefur fengið friðinn og vona ég að hann sé á betri stað núna.

Í dag eiga mamma og amma Rúrý afmæli. Ég óska ykkur innilega til hamingju með afmælið þrátt fyrir að það sé kannski ekki auðvelt að gleðjast akkúrat núna.

Í öllu þessu er ég samt svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eyða aðeins meiri tíma en venjulega með afa og ömmu undir lokin. Ég er líka óendanlega þakklát fyrir að við fengum yndislega kvöldstund hjá afa á sunnudagskvöldið þar sem sjúkrahúspresturinn kom og spjallaði við okkur og fór með kvöldbæn. Einnig var allt starfsfólkið á krabbameinsdeildinni svo yndislegt og það var svo fallega búið um afa eftir að hann fór og áttum við þá aftur yndislega stund með afa og prestinum.

Á laugardagskvöldið fór ég í grill heima hjá pabba og mömmu. Það voru samtals 25 manns í mat. Við fórum svo öll í brekkusönginn á blómstrandi dögum. Ég var nú ekki í miklu partýstuði þannig að ég hélt nú bara heim á leið eftir það. Það er samt alltaf jafn gaman að kíkja á brennuna og hitta allt fólkið sem maður sér einmitt bara einu sinni á ári.

Á morgun er síðasti dagurinn minn í þjónustuverinu. Ég er enn ekki að ná þessu og veit svei mér ekki hvort ég á að vera meira kvíðin eða spennt. Síðustu daga hef ég mest megnis verið að semja leiðbeiningar og aðstoða og kenna nýjum vaktstjórum. Vildi þó óska þess að ég hefði meiri tíma, gæti gert þetta betur. En svona er lífið. Ég get líka huggað mig við það að það er frábært fólk sem er að taka við og ég veit að þau ráða öll við að vera kastað út í djúpu laugina.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Er agalega tóm þessa dagana. Get þó allavegana sagt frá því að mér og Guðnýju tókst í gær að klára Super Mario 1. Og já, ég er svo heppin með vini og meðleigjendur. Veit ekki hvernig síðustu dagar hefðu verið án þeirra. Þegar ég er agalega miður mín, þá er bara tekinn smá Mario, nú eða saminn Super Mario drykkjuleikurinn, kíkt á kaffihús og bara allskonar skemmtileg vitleysa framkvæmd :) Takk yndin mín, þið eruð algjörir Life Savers.

Kveðja, Helga.

|

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Vel heppnuð menningarnótt

Helgin var öll æðisleg. Á laugardaginn fór ég út að borða með Ósk, Gígju, Sigurhirti, Guðný Láru og einhverjum vinkonum Guðnýjar Láru á austur Indía fjelaginu. Var svo með afmælispartý um kvöldið og fór svo á Gus Gus á Nasa. Þetta var allt svo yndislegt. Maturinn var geðveikur, partýið frábært í alla staði og Gus Gus alveg geðveikir.

Við skáluðum í Bollinger í partýinu og þar voru sögð mjög svo falleg orð og horfðum svo á flugeldasýninguna af svölunum. Ég á svo dásamlega vini að ég á ekki til orð yfir það :o) Á Gus Gus dönsuðum við svo af okkur fæturna. Ekki var svo verri sunnudagurinn þar sem þá fékk ég restina af húsgögnunum mínum og svo þegar var búið að koma þeim fyrir þá fengum við okkur síðbúinn brunch við nýja borðstofuborðið.

Er svo búin að eyða kvöldinu í að gera brauðrétt og baka kryddbrauð. Fékk reyndar aðstoð þar sem Ósk var í heimsókn. Hún getur náttúrulega aldrei bara setið auðum höndum hehehe ;o) Kræsingarnar verða svo bornar fram niðrí vinnu á morgun.

Ég er búin að fá fullt af pökkum, svooo flottum pökkum. Takk öll fyrir það :o)

Atli og Unnsteinn fengu afhent í kvöld þannig að planið er að hjálpa þeim á morgun. Ætla nú samt fyrst að fá mér eitthvað gott að borða.

Takk enn og aftur allir yndislegu vinir mínir fyrir frábært kvöld og fyrir að vera til :o)

Kveðja frá einni hamingjusamri...

|

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Gus Gus og menningarnótt

Gus Gus og menningarnótt á laugardaginn, víí... :o) Einnig smá afmælisteiti hjá mér. Nánar um það síðar.

Var að koma af Death Proof. Shit hvað þetta er crazy góð mynd. Tarantino klikkar ekki frekar en fyrri daginn :o)

Ég, Ósk og Guðný grilluðum veislumat í kvöld og fórum svo í bíó. Þegar við komum heim var Sigurhjörtur kominn í síðasta borðið í Super Mario 3. Mario var kláraður í kvöld. Mario-þonið er þó ekki búið. Nú er bara að byrja upp á nýtt, hehe ;o)

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Au revoir, Helga.

|

mánudagur, ágúst 06, 2007


Helga - Yfirbarþjónn

Ansi góð helgi búin. Byrjaði á að passa Matthías og Pétur á föstudaginn. Fórum í Nexus, pöntuðum pizzu og horfðum á video. Eða réttara sagt horfðu strákarnir á video og ég var hálf rænulaus í sófanum.

Á laugardaginn grilluðum við og sátum hér í partýi fram eftir kvöldi. Ég stóð mest allt kvöldið við "barinn" (eyjuna) og hristi kokkteila. Er búin að komast að því að það er dáldið hætttulegt að leyfa mér að vera við stjórn á barnum. Það þýðir að það er alltaf nóg í mínu glasi, sem þýðir Helga = drukkin, jafnvel of drukkin. Hringdi t.d. í Palla og las eitthvað bull inná talhólfið hans þar sem mér fannst svo agalega fyndið að Stebbi Magg væri í partýinu mínu, sendi aulahúmors sms og já, var almennt afar hress hehe ;o)

Endurtók svo leikinn í gærkvöldi. Drakk alltof marga kokkteila og var aftur svona eiturhress og enn og aftur sendi ég aula sms, lenti í ansi vandræðalegu mómenti þar sem ákveðin eiturhress manneskja var að improvise-a bull tengdu mér við annan aðila, dansaði uppá barstólum og ég veit ekki hvað og hvað...

Held að við þurfum að ráða nýjan barþjón hingað á Hverfisgötuna hehehe...

Annars voru allir svona eiturhressir eftir kokkteilana. Það er búið að taka búðarkerru race á Laugaveginum, kraftgöngu keppni og ég veit ekki hvað og hvað.

Já, fyrir utan að öll kvöldin eru búin að byrja á Super Mario spilun. Ég er búin að vera æst í Mario alla helgina hahaha. Bara snilld :o)

Verð að láta fylgja með mynd af Transformers Mr. Potato Head. Finnst hann eitursvalur. Það væri ekki leiðinlegt að eiga einn slíkan...

Heyrumst, Helga.

|

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Da Voda B & B

Þá er bingódólgurinn flutt inn og dómarinn flytur inn á morgun. Komnar með sófasett, leikjatölvur og allt að verða ready :)

Á laugardaginn verður svo innflutnings geimið. Ætlum að hafa þetta grillpartý þannig að þetta verður snemmkvölds partý. Ef þú ert cool, þá er boðskort á leiðinni til þín. Ef þú ert cool en færð ekki boðskort fyrir laugardaginn, þá ertu bara ekkert cool...! hehehe ;o)

Jæja, er ekkert að nenna þessu núna. Algjörlega dauð eftir daginn. Byrjaði á Boot Camp kl 6:30 og er svo búin að vera í flutningum í dag!

Ciao, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com