fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Lífið er appelsína...
Það er ekki jafn hamingjusöm stúlka sem bloggar í dag og síðast.
Undanfarin ein og hálf vika hefur ekki verið auðveld. Afi Siggi kvaddi okkur á mánudaginn. Hann greindist með krabbamein í brisi í maí. Það var þá strax vitað að ekki yrði mikið hægt að gera en aldrei datt manni í hug að þetta tæki svona fljótt af. Afi þurfti þó að minnsta kosti ekki að kveljast lengi. Hann hefur fengið friðinn og vona ég að hann sé á betri stað núna.
Í dag eiga mamma og amma Rúrý afmæli. Ég óska ykkur innilega til hamingju með afmælið þrátt fyrir að það sé kannski ekki auðvelt að gleðjast akkúrat núna.
Í öllu þessu er ég samt svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eyða aðeins meiri tíma en venjulega með afa og ömmu undir lokin. Ég er líka óendanlega þakklát fyrir að við fengum yndislega kvöldstund hjá afa á sunnudagskvöldið þar sem sjúkrahúspresturinn kom og spjallaði við okkur og fór með kvöldbæn. Einnig var allt starfsfólkið á krabbameinsdeildinni svo yndislegt og það var svo fallega búið um afa eftir að hann fór og áttum við þá aftur yndislega stund með afa og prestinum.
Á laugardagskvöldið fór ég í grill heima hjá pabba og mömmu. Það voru samtals 25 manns í mat. Við fórum svo öll í brekkusönginn á blómstrandi dögum. Ég var nú ekki í miklu partýstuði þannig að ég hélt nú bara heim á leið eftir það. Það er samt alltaf jafn gaman að kíkja á brennuna og hitta allt fólkið sem maður sér einmitt bara einu sinni á ári.
Á morgun er síðasti dagurinn minn í þjónustuverinu. Ég er enn ekki að ná þessu og veit svei mér ekki hvort ég á að vera meira kvíðin eða spennt. Síðustu daga hef ég mest megnis verið að semja leiðbeiningar og aðstoða og kenna nýjum vaktstjórum. Vildi þó óska þess að ég hefði meiri tíma, gæti gert þetta betur. En svona er lífið. Ég get líka huggað mig við það að það er frábært fólk sem er að taka við og ég veit að þau ráða öll við að vera kastað út í djúpu laugina.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Er agalega tóm þessa dagana. Get þó allavegana sagt frá því að mér og Guðnýju tókst í gær að klára Super Mario 1. Og já, ég er svo heppin með vini og meðleigjendur. Veit ekki hvernig síðustu dagar hefðu verið án þeirra. Þegar ég er agalega miður mín, þá er bara tekinn smá Mario, nú eða saminn Super Mario drykkjuleikurinn, kíkt á kaffihús og bara allskonar skemmtileg vitleysa framkvæmd :) Takk yndin mín, þið eruð algjörir Life Savers.
Kveðja, Helga.
|
Það er ekki jafn hamingjusöm stúlka sem bloggar í dag og síðast.
Undanfarin ein og hálf vika hefur ekki verið auðveld. Afi Siggi kvaddi okkur á mánudaginn. Hann greindist með krabbamein í brisi í maí. Það var þá strax vitað að ekki yrði mikið hægt að gera en aldrei datt manni í hug að þetta tæki svona fljótt af. Afi þurfti þó að minnsta kosti ekki að kveljast lengi. Hann hefur fengið friðinn og vona ég að hann sé á betri stað núna.
Í dag eiga mamma og amma Rúrý afmæli. Ég óska ykkur innilega til hamingju með afmælið þrátt fyrir að það sé kannski ekki auðvelt að gleðjast akkúrat núna.
Í öllu þessu er ég samt svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eyða aðeins meiri tíma en venjulega með afa og ömmu undir lokin. Ég er líka óendanlega þakklát fyrir að við fengum yndislega kvöldstund hjá afa á sunnudagskvöldið þar sem sjúkrahúspresturinn kom og spjallaði við okkur og fór með kvöldbæn. Einnig var allt starfsfólkið á krabbameinsdeildinni svo yndislegt og það var svo fallega búið um afa eftir að hann fór og áttum við þá aftur yndislega stund með afa og prestinum.
Á laugardagskvöldið fór ég í grill heima hjá pabba og mömmu. Það voru samtals 25 manns í mat. Við fórum svo öll í brekkusönginn á blómstrandi dögum. Ég var nú ekki í miklu partýstuði þannig að ég hélt nú bara heim á leið eftir það. Það er samt alltaf jafn gaman að kíkja á brennuna og hitta allt fólkið sem maður sér einmitt bara einu sinni á ári.
Á morgun er síðasti dagurinn minn í þjónustuverinu. Ég er enn ekki að ná þessu og veit svei mér ekki hvort ég á að vera meira kvíðin eða spennt. Síðustu daga hef ég mest megnis verið að semja leiðbeiningar og aðstoða og kenna nýjum vaktstjórum. Vildi þó óska þess að ég hefði meiri tíma, gæti gert þetta betur. En svona er lífið. Ég get líka huggað mig við það að það er frábært fólk sem er að taka við og ég veit að þau ráða öll við að vera kastað út í djúpu laugina.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Er agalega tóm þessa dagana. Get þó allavegana sagt frá því að mér og Guðnýju tókst í gær að klára Super Mario 1. Og já, ég er svo heppin með vini og meðleigjendur. Veit ekki hvernig síðustu dagar hefðu verið án þeirra. Þegar ég er agalega miður mín, þá er bara tekinn smá Mario, nú eða saminn Super Mario drykkjuleikurinn, kíkt á kaffihús og bara allskonar skemmtileg vitleysa framkvæmd :) Takk yndin mín, þið eruð algjörir Life Savers.
Kveðja, Helga.