<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Vel heppnuð menningarnótt

Helgin var öll æðisleg. Á laugardaginn fór ég út að borða með Ósk, Gígju, Sigurhirti, Guðný Láru og einhverjum vinkonum Guðnýjar Láru á austur Indía fjelaginu. Var svo með afmælispartý um kvöldið og fór svo á Gus Gus á Nasa. Þetta var allt svo yndislegt. Maturinn var geðveikur, partýið frábært í alla staði og Gus Gus alveg geðveikir.

Við skáluðum í Bollinger í partýinu og þar voru sögð mjög svo falleg orð og horfðum svo á flugeldasýninguna af svölunum. Ég á svo dásamlega vini að ég á ekki til orð yfir það :o) Á Gus Gus dönsuðum við svo af okkur fæturna. Ekki var svo verri sunnudagurinn þar sem þá fékk ég restina af húsgögnunum mínum og svo þegar var búið að koma þeim fyrir þá fengum við okkur síðbúinn brunch við nýja borðstofuborðið.

Er svo búin að eyða kvöldinu í að gera brauðrétt og baka kryddbrauð. Fékk reyndar aðstoð þar sem Ósk var í heimsókn. Hún getur náttúrulega aldrei bara setið auðum höndum hehehe ;o) Kræsingarnar verða svo bornar fram niðrí vinnu á morgun.

Ég er búin að fá fullt af pökkum, svooo flottum pökkum. Takk öll fyrir það :o)

Atli og Unnsteinn fengu afhent í kvöld þannig að planið er að hjálpa þeim á morgun. Ætla nú samt fyrst að fá mér eitthvað gott að borða.

Takk enn og aftur allir yndislegu vinir mínir fyrir frábært kvöld og fyrir að vera til :o)

Kveðja frá einni hamingjusamri...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com