<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 06, 2007


Helga - Yfirbarþjónn

Ansi góð helgi búin. Byrjaði á að passa Matthías og Pétur á föstudaginn. Fórum í Nexus, pöntuðum pizzu og horfðum á video. Eða réttara sagt horfðu strákarnir á video og ég var hálf rænulaus í sófanum.

Á laugardaginn grilluðum við og sátum hér í partýi fram eftir kvöldi. Ég stóð mest allt kvöldið við "barinn" (eyjuna) og hristi kokkteila. Er búin að komast að því að það er dáldið hætttulegt að leyfa mér að vera við stjórn á barnum. Það þýðir að það er alltaf nóg í mínu glasi, sem þýðir Helga = drukkin, jafnvel of drukkin. Hringdi t.d. í Palla og las eitthvað bull inná talhólfið hans þar sem mér fannst svo agalega fyndið að Stebbi Magg væri í partýinu mínu, sendi aulahúmors sms og já, var almennt afar hress hehe ;o)

Endurtók svo leikinn í gærkvöldi. Drakk alltof marga kokkteila og var aftur svona eiturhress og enn og aftur sendi ég aula sms, lenti í ansi vandræðalegu mómenti þar sem ákveðin eiturhress manneskja var að improvise-a bull tengdu mér við annan aðila, dansaði uppá barstólum og ég veit ekki hvað og hvað...

Held að við þurfum að ráða nýjan barþjón hingað á Hverfisgötuna hehehe...

Annars voru allir svona eiturhressir eftir kokkteilana. Það er búið að taka búðarkerru race á Laugaveginum, kraftgöngu keppni og ég veit ekki hvað og hvað.

Já, fyrir utan að öll kvöldin eru búin að byrja á Super Mario spilun. Ég er búin að vera æst í Mario alla helgina hahaha. Bara snilld :o)

Verð að láta fylgja með mynd af Transformers Mr. Potato Head. Finnst hann eitursvalur. Það væri ekki leiðinlegt að eiga einn slíkan...

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com