<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Looking through a keyhole...

Takk Björg fyrir að benda mér á þetta lag, Through A Keyhole, með Walter Meego. Ég er ástfangin...

Ok, er búin að komast að því að ég, af öllum manneskjum, elska það að búa niðrí bæ. Á laugardeginum fyrir rúmri viku rölti ég á Prikið og hitti Kötu. Við röltum svo á sýningar í ráðhúsinu og þjóðminjasafninu, loved it. Fór svo um kvöldið á konukvöld á Kaffi Reykjavík, sem var æði by the way, röltum svo á bar 11 og svo á Dillon. Rölti svo heim og kom við á Devito's. Þetta er bara snilld. Ég er alveg að fíla mig hérna. Frekar spes þar sem ég hélt alltaf að ég vildi vera aðeins fyrir utan miðbæinn, en nei, I'm loving it :o)

Var í vaktafríi á fimmtudag og föstudag og var bara að chilla í Hveragerði. Hafði það ekkert smá fínt. Alltaf nice að skreppa í Hveró ;o)

Var svo boðið á laugardaginn í mat til Palla og Dísu. Fékk grillkjöt í brjáluðu veðri, hehe. Palli er greinilega grillsjúkur eins og ég :o) Að sjálfsögðu var maturinn algjört sælgæti, þarf ekki að taka það fram þegar farið er í mat til þeirra ;o)

Matthías er að verða sláni, hehe. Fannst það frekar fyndið. Bara orðin ótrúlega stór töffari sem langar að læra á saxófón. Styð þá hugmynd fullkomnlega.

Fór svo heim úr vinnunni veik í gær og er bara búin að vera í einhverju móki síðan þá, alveg þangað til í kvöld. Loksins er ég að fá einhverja smá orku. Eins gott líka þar sem ég má eiginlega ekkert vera að því að vera veik á morgun. Loksins komið að tímanum mínum hjá lækninum mínum og svo eru mamma og pabbi og afi og amma að koma heim frá Kanada á morgun. Vona innilega að þau hafi keypt eitthvað skemmtilegt, víí... Vona að sjálfsögðu fyrst og fremst að þau hafi átt gott frí, hehe ;o)

Miðbæjarrottan kveður að sinni ;o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com