<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 24, 2007


Já, já, ég er á lífi.

Langt síðan síðast og allt það. Ef ég ætti að skrifa um allt sem ég er búin að vera að gera undanfarið, þá held ég að það yrði svona 7 blaðsíðna ritgerð. Ætla því að taka bara út smá lista:

Skipulagsnefnd fyrir bústaðarferð
Skemmtinefnd fyrir milljónasta símtalið
Aukavinna í nethjálp
Fór til London í staðinn fyrir bústað
Airvawes
Nokkrir aðrir tónleikar
Afmæli
Karla- og konukvöld
Meiri aukavinna
Og eitthvað fullt meira sem ég man ekki akkúrat núna...

Fer ekki á neitt jólahlaðborð í ár. Það verður mjög skrýtið. Er búin að fara á jólahlaðborð árlega í, vá, hvað, c.a. 8 ár +/-. Það verður þó jólagleði sem verður eflaust mjög skemmtileg. Jólahlaðborðið hefur bara einhvernveginn verið upphafið að jólastemmningunni undandfarin ár þannig að já, þetta verður skrýtið og skemmtilegt :)

Er að fara á morgun að höndla skotvopn. Leirdúfur verða skotmörkin. Hver veit nema þetta verði til þess að maður plati pabba í að fara með mig að skjóta, eitthvað sem átti víst að gerast þegar ég var, já, töluvert yngri :) Sumir eru nú þegar með miklar sigur yfirlýsingar. Enda nokkrir í hópnum töluvert vanari en aðrir.

Búið er að ákveða að það verði áramótapartý á Hverfisgötunni. Grímuþema er algjörlega málið. Fancy fólk með fancy grímur og fancy kokkteila. Enda búið að bæta töluvert í kokkteiluppskriftasafnið. Einhvernveginn bættist t.d. kokkteila-menu af flottum stað í London í safnið. Hmmm... hvernig skyldi það hafa gerst...?

Ég lét á endanum undan þrýstingi og stofnaði "síðu" á facebook. Þegar Helga Dögg var farin að pressa á mig, þá gat ég ekki lengur sagt nei :D

Mamma var eitthvað að hræða mig með vondri veðurspá fyrir sunnudaginn, sem væri nú eftir öllu. Mig langar svo í Hveró. Alltof langt síðan ég hef haft tíma til að stoppa almennilega í Hveró. Maður er bara farinn að sakna Hvergerðinganna sinna. Alltaf einhver stutt stopp í gangi. Voða leiðinlegt.

Þetta er voða asnalegt blogg eitthvað. Held að ég sé ekki með nógu mikilli rænu í augnablikinu til að skrifa eitthvað af viti eða í einhverju samhengi. Er bara of þreytt. Þarf líka að vakna snemma á morgun. Þannig að...

koss og knúsar til ykkar allra :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com