mánudagur, febrúar 26, 2007
>10.000!
Stórum áfanga náð í dag. Búið að lesa bloggið mitt oftar en 10.000 sinnum! Vó. Er reyndar líka búin að blogga í 3 ár núna, sjæse.
Síðasta bloggfærsla meikaði örugglega ekkert sens fyrir þá sem ekki vissu hvað ég var að gera á föstudaginn. Það var ss þrifadagur hjá Vodafone með 80's þema. Þjónustuverið var svo með spandex-/íþrótta- 80's þema. Að sjálfsögðu var svo tekið vel á því á djamminu um kvöldið. Var ekki alveg sátt samt við að vera komin svona snemma heim, ennþá eiturhress og ákvað því að skella inn smá bloggi, hehe.
Fékk svo á laugardaginn símtal frá mr. Kongó. Sagðist bara vera alltof busy til að hitta hann (alltaf að reyna að vera svo kurteis) og er allavegana ekki búin að heyra aftur í honum. Vona innilega að ég muni ekki heyra meira í honum, hehe.
Ósk hringdi svo í mig á laugardaginn, já laugarDAGINN, einhverntímann milli kl 6 og 7, ss fyrir kvöldmat og bauð mér í partý til sín og Hörpu. Ákvað að skella mér þangað. Þar var svo dælt í mann skotum og gini svo ég myndi nú ná þeim þar sem þau voru víst byrjuð í skotunum um 6 leytið! hehe... Þetta var mjög skemmtilegt kvöld, hitti Daða þarna, fór svo í afmælispartý til Guðnýjar Láru og já. Við Ósk gáfum henni afar skemmtilega afmælisgjöf; Plast staup, sinnep, latex hanska, smokkapakka og banana. Settum bananann í smokk og skildum rifna smokkabréfið eftir, ásamt leiðbeiningunum, í skrjáfupokonaum sem við gáfum henni þetta í :o)
Fór svo aftur aðeins heim til Óskar, fannst Ósk og Harpa eitthvað slappar og fór því ein niðrí bæ að hitta Óla, vin Óskar og Hörpu. Ákvað svo reyndar að koma mér heim þegar var orðið full súrt að sitja í litlu herbergi á Dillon með 10 drukknum karlmönnum, hehe.
Fannst þetta samt enn vera full stutt djamm. Kom því við á einhverjum 3 stöðum á leiðinni niðrí bæ til að tékka hvort ég þekkti einhvern á djamminu, en nei, það var enginn. Það var því tekinn Hlölli á þetta annað kvöldið í röð.
Ósk, við ræðum ekkert hér hvað klukkan var hehe ;o)
Held ég hafi staðið mig nokkuð vel bæði kvöldin í að skemmta Jogga á næturvaktinni. Allavegana hlógum við helvíti mikið. Var sko oft búin að lofa að hringja í hann á næturvaktinni þegar ég væri að djamma. Stóð loksins við það og hringdi meira að segja bæði kvöldin.
Var svo vöknuð eiturhress milli 10 og 11 í gærmorgun þannig að við Ósk skelltum okkur á Vegamót í lúxus brunch. Úfff hvað það var gott. Mæli algjörlega með lúxus brunchinum, nammmm..... Sátum þar dáldinn tíma og kjöftuðum. Restin af deginum fór svo í leti, hanga við tölvuna og glápa á dvd. Afrekaði reyndar að setja í eina þvottavél en það var líka allt og sumt hehe :o)
Þessa dagana er nokkuð tight scheduele hjá mér þar sem ég er á 8-16 vakt, er að kenna á CRM í þessari viku og ætla að reyna að taka meira af crosstraining í nethjálpinni. Þetta er samt alveg allt í góðu af því að þetta er allt svo skemmtilegt, væri ekki að meika þetta ef þetta væri ekki skemmtilegt :o)
En jæja, held að þetta sé orðin ágætis langloka hehe.
Ciao, Helga.