miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Deep Purple
Ok, er að spá í að leyfa mér að fara á Deep Purple tónleikana í maí. Er reyndar alltaf að reyna að spara og það er að ganga svona misvel en allavegana, er búin að hugsa mikið um þetta og ég held ég verði bara að fara.
Fattaði áðan að ég gleymdi alveg að minnast á að ég held ég eigi bestu pabba og mömmu í heimi. Ekki nóg með að þau hjálpi mér alltaf að flytja (fyrir þá sem ekki vita þá er ég alltaf að flytja hehe) og hjálpuðu mér líka núna á sunnudaginn, þá veittu þau mér bara svo ómetanlega aðstoð í alla staði. Takk pabbi og mamma fyrir að vera til :o)
Er annars alltaf að muna seint á kvöldin eftir einhverju sem ég hef gleymt að gera. Gleymdi t.d. púðunum mínum. Þeir fóru í Hveró. Gleymdi græna stólnum. Var næstum búin að gleyma aftur sænginni minni í kvöld, munaði ekki miklu. Gleymi alltaf að panta mér tíma í nudd. Veit að ég á eftir að þurfa að redda outfitti fyrir föstudaginn á síðustu stundu af því að ég gleymi alltaf að tékka á legghlífum, leggings, grifflum, víðum bol og breiðu mittisbelti á skynsamlegum tíma. S.s. þegar annað fólk er vakandi, hehe ;o)
Það er s.s. þrifadagur í vinnunni á föstudaginn með tilheyrandi skemmtilegheitum og djammi. Allar deildir koma sér saman um eitthvað ákveðið look og allir þurfa að mæta þannig í vinnuna.
Verð svona að lokum að óska Guðný minni til hamingju með afmælið. Hún átti afmæli í dag (20. feb). Læt fylgja mynd af afmælisbarninu :o)
Ciao bella.
|
Ok, er að spá í að leyfa mér að fara á Deep Purple tónleikana í maí. Er reyndar alltaf að reyna að spara og það er að ganga svona misvel en allavegana, er búin að hugsa mikið um þetta og ég held ég verði bara að fara.
Fattaði áðan að ég gleymdi alveg að minnast á að ég held ég eigi bestu pabba og mömmu í heimi. Ekki nóg með að þau hjálpi mér alltaf að flytja (fyrir þá sem ekki vita þá er ég alltaf að flytja hehe) og hjálpuðu mér líka núna á sunnudaginn, þá veittu þau mér bara svo ómetanlega aðstoð í alla staði. Takk pabbi og mamma fyrir að vera til :o)
Er annars alltaf að muna seint á kvöldin eftir einhverju sem ég hef gleymt að gera. Gleymdi t.d. púðunum mínum. Þeir fóru í Hveró. Gleymdi græna stólnum. Var næstum búin að gleyma aftur sænginni minni í kvöld, munaði ekki miklu. Gleymi alltaf að panta mér tíma í nudd. Veit að ég á eftir að þurfa að redda outfitti fyrir föstudaginn á síðustu stundu af því að ég gleymi alltaf að tékka á legghlífum, leggings, grifflum, víðum bol og breiðu mittisbelti á skynsamlegum tíma. S.s. þegar annað fólk er vakandi, hehe ;o)
Það er s.s. þrifadagur í vinnunni á föstudaginn með tilheyrandi skemmtilegheitum og djammi. Allar deildir koma sér saman um eitthvað ákveðið look og allir þurfa að mæta þannig í vinnuna.
Verð svona að lokum að óska Guðný minni til hamingju með afmælið. Hún átti afmæli í dag (20. feb). Læt fylgja mynd af afmælisbarninu :o)
Ciao bella.