þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Flutt
Ég er flutt á Hverfisgötuna. Reyndar fæ ég ekki rúm fyrr en á morgun-fimmtudag en Helga Dögg reddaði mér bedda þannig að það reddast. En þar sem ég er snillingur og búin að vera aðeins utan við mig þá fattaði ég áðan að ég gleymdi stólnum mínum og sænginni og koddanum. Þannig að núna sit ég á gólfinu með lappann á beddanum og er að fara að sofa með sæng sem er búin að vera niðrí geymslu í nokkra mánuði, ss skítug, og nota handklæði fyrir kodda. Já, klárlega snillingur hehe ;o)
Byrjaði í dag í crosstraining yfir í nethjálp þannig að fljótlega get ég svarað fyrir símaver Vodafone, 365 og nethjálp. Held að það sé bara nokkuð kúl. Enda er ég í þjálfun hjá Steina, sem er bara snillingur og hress gaur :o)
Er ekki alveg búin að koma mér fyrir þannig að það er ennþá smá bið í myndir.
En jæja. Kannski maður fari bráðum að reyna að sofa. Held ég þurfi að reyna að vakna snemma á morgun, ss um tíu leytið hehe ;o)
Au revoir, Helga.
|
Ég er flutt á Hverfisgötuna. Reyndar fæ ég ekki rúm fyrr en á morgun-fimmtudag en Helga Dögg reddaði mér bedda þannig að það reddast. En þar sem ég er snillingur og búin að vera aðeins utan við mig þá fattaði ég áðan að ég gleymdi stólnum mínum og sænginni og koddanum. Þannig að núna sit ég á gólfinu með lappann á beddanum og er að fara að sofa með sæng sem er búin að vera niðrí geymslu í nokkra mánuði, ss skítug, og nota handklæði fyrir kodda. Já, klárlega snillingur hehe ;o)
Byrjaði í dag í crosstraining yfir í nethjálp þannig að fljótlega get ég svarað fyrir símaver Vodafone, 365 og nethjálp. Held að það sé bara nokkuð kúl. Enda er ég í þjálfun hjá Steina, sem er bara snillingur og hress gaur :o)
Er ekki alveg búin að koma mér fyrir þannig að það er ennþá smá bið í myndir.
En jæja. Kannski maður fari bráðum að reyna að sofa. Held ég þurfi að reyna að vakna snemma á morgun, ss um tíu leytið hehe ;o)
Au revoir, Helga.