<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 13, 2009

Bitra Helga, eða Bitra Ísland..?

Af hverju á ég svona auðvelt með að verða reið og bitur þegar ég er á Íslandi? Verð ég of meðvirk af umhverfinu, eða er einfaldlega erfitt fyrir mig að "fitta inn" hérna..? Er ég á villigötum, eða eru Íslendingar almennt í ruglinu? Hvað varð um að vera Shanti og Zen..? Það ergir mig að finna ekki minn rythma hér. Minn rythma á ég að finna hvar sem ég er í heiminum, af því að það er alltaf á mínu valdi að skapa mínar eigin aðstæður. Ég er ringluð og skil ekki hvað ég þarf að gera til að finna jafnvægið... Er ég ekki Íslendingur? Er eitthvað erfiðara að lifa hér en annarsstaðar? Erum við orðin of samstillt til að það megi vera öðruvísi? Þurfa allir að hafa sömu skoðun og falla í sama rammann?

Æi, þvílík vitleysa... Held ég sé alltof "djúp" þessa dagana...

Over and out,
Helga

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com