fimmtudagur, nóvember 26, 2009
Hið margslungna ljón...
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Þú veist hvað þú sættir þig við, hvað er rétt og hvað þú líður alls ekki. Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en ljónið er margslungið.
Stjörnuspá dagsins á mbl.is. Finnst hún mjög fyndin af því að bara fyrir um það bil viku síðan var ég að tala við Ósk um hvernig það virðist oft vera erfitt fyrir fólk sem er búið að þekkja mann lengi, að átta sig á því ef maður breytist. Það er gert ráð fyrir að gamlir vanar breytist ekki, og að ákveðnar skoðanir breytist aldrei. Ég held að við föllum öll í þessa gryfju, og þá ekkert síður ég en aðrir. Ég held þó að við höfum öll gott af breytingum, eða eins og máltækið segir; Batnandi mönnum er best að lifa...
Vona að þið eigið öll góðan dag og leyfið ykkur að njóta lífsins!
Kveðja,
Helga
|
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Þú veist hvað þú sættir þig við, hvað er rétt og hvað þú líður alls ekki. Fólk venst því að sjá þig í einu hlutverki og eiga samskipti við þig þannig, en ljónið er margslungið.
Stjörnuspá dagsins á mbl.is. Finnst hún mjög fyndin af því að bara fyrir um það bil viku síðan var ég að tala við Ósk um hvernig það virðist oft vera erfitt fyrir fólk sem er búið að þekkja mann lengi, að átta sig á því ef maður breytist. Það er gert ráð fyrir að gamlir vanar breytist ekki, og að ákveðnar skoðanir breytist aldrei. Ég held að við föllum öll í þessa gryfju, og þá ekkert síður ég en aðrir. Ég held þó að við höfum öll gott af breytingum, eða eins og máltækið segir; Batnandi mönnum er best að lifa...
Vona að þið eigið öll góðan dag og leyfið ykkur að njóta lífsins!
Kveðja,
Helga