<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 25, 2004

Jæja, nóg að gera hjá mér. Rosa fínt að vera byrjuð að vinna og þéna smá peninga fyrir spánarferðina :o) Í dag fékk ég frí í vinnunni til að fara í dekurdag í Baðhúsinu. Þetta var sjúklega gott og mæli ég með þessu fyrir alla, dekurfíkla eða ekki dekurfíkla. Ég var mætt þarna klukkan 9 í morgun og var til 4! Fyrsta klukkutímann var ég í heitapottinum og gufunni. Klukkan 10 fór ég í nudd, 50 mínútur af himneskri slökun. Verð að viðurkenna að mér fannst dáldið skrýtið að vera nudduð af bláókunnugum karlmanni á innanverðum lærum og rasskinnum :o) Klukkan 11 fór ég á snyrtistofuna og var þar til 4. Fyrst fékk ég lúxusandlitsbað (og steinsofnaði), litun á augnhárum og augabrúnum og vax á augabrúnir. Svo fór ég í handsnyrtingu, fótsnyrtingu og vax að hnjám, sem var btw alls ekki jafn vont og ég hafði ímyndað mér.

Þegar ég kom út úr Baðhúsinu biðu mín skilaboð á talhólfinu um að ég væri boðuð í atvinnuviðtal hjá Skjá 1 á mánudaginn! Þetta starf snýst semsagt um að horfa á og skrá allt efni sem kemur í hús hjá Skjá 1, ekki slæmt það ;o) Allavegana, wish me luck :o)

Á morgun fer ég svo að versla mér skó í vinnuna og svo er það útskriftarveislan hjá Erlu, já og ekki má gleyma forsetakosningunum :o)

Sjáumst, Tíkin :o)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com