<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 09, 2004

Þá er komið að því að hún Thelma mín fari í brjóstastækkun. Eftir hádegi á morgun (miðvikudag) verður Thelma orðin ms. boobylicyous. Eftir aðgerðina ætla ég að sækja hana og fara með hana í Hveró og hjúkra henni í nokkra daga. Ég held að við eigum eftir að hafa það mjög gott bara við vinkonurnar að chilla. Það gæti verið að Skuggi komi með mér í Hveró þar sem það er möguleiki á að Jónki byrji að vinna í Kárahnjúkum á fimmtudag. Ef svo verður, getum við Skuggi kíkt á Sigrúnu frænku sem ætlar að vera varamamma hans í ágúst þegar við Jónki förum til Spánar.

Ef að einhverjum finnst linkurinn á bloggið mitt vera of óþjáll, þá er núna hægt að skoða bloggið mitt á www.kjaftatik.tk .

Ég var loksins að koma inn í tölvuna myndunum sem Jónki tók í Búdapest. Það er eitthvað #$%/%$##"$%# í gangi í tölvunni minni þannig að ég þurfti að setja þær inn í gömlu tölvunni og flytja þær svo yfir í hina tölvuna!!!?! Ég var líka að flytja myndir úr 70ugs afmælinu hans afa Sigga úr gömlu yfir í hina. Ég mun fljótlega setja þær á netið og link á þær hérna, svo keep posted :o)

Annars er ég ekki ennþá komin með vinnu og ef ég fæ einhverjar atvinnuleysisbætur, þá verður það í fyrsta lagi eftir 3 vikur :o( Reyndar var Jónki að segja mér að það er verið að fara bæta manneskju á skrifstofuna hjá Suðurverk og ég ætla að kynna mér það aðeins betur. Það væri ekki slæmt að fá 9-5 starf hérna í hafnarfirðinum. Wish me luck ;o)

Tíkin kveður.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com