<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 26, 2007


Langt síðan síðast

Ansi langt síðan ég hef bloggað. Margt búið að gerast. Er byrjuð í sjúkraþjálfun, fór á reunion, fór á Ho Down (hlöðuball) á föstudaginn (tækniborð vann bikar fyrir best klæddu deildina), vorum með matarboð á laugardaginn, erum að fá uppþvottavél, búin að kaupa miða til Thailands...

Fer 14. febrúar til Thailands. Hitti Ósk og Hörpu í Bangkok og svo höldum við suður á leið. Kem svo aftur heim 14. mars. Er orðin fáránlega spennt fyrir þessari ferð :)

Um helgina ætla ég svo loksins að klára þjálfunina í nethjálp. Ætla að taka aukavinnu hjá nethjálpinni í vetur til að safna fyrir Thailands ferðinni. Verð orðin gegnsýrður lúði þegar ég er farin að vinna á tækniborði og í nethjálp hehehe.

Er líka búin að kaupa mér nýjan bíl þar sem minn var úrskurðaður látinn eftir bílslysið :( Nýji bíllinn er samt æði. Keypti mér Subaru Legacy, 2005 árg. sjálfskiptan.

Við erum búin að panta bústaði í Úthlíð aðra helgina í nóv þannig að það styttist í fjórðu bústaðarferð þjónustuversins.

Það er búið að vera nóg að gera þannig að ég er engan veginn búin að hitta Sólveigu jafn mikið og ég hafði vonast til að gera, en hún fer aftur út á sunnudaginn.

Nenni ekki að fara nánar út neitt núna. Búin að taka fullt af myndum en er að vinna í myndasíðunni. Get vonandi sett mjög fljótlega inn allar myndirnar.

Eigum við að ræða'etta..?

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com