<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Þá er komið að prófum! Næstu dagar verða mjög strembnir hjá mér en þetta hlýtur allt að hafast. Vonandi án þess þó að vaka í rúmlega 40 tíma, eins og síðast.

Skuggi týndist á miðvikudaginn. Þegar við vorum nokkru sinnum búin að kalla á hann inn um kvöldið án árangurs og komin nótt, ákvað ég að fara að leita. Þar sem við Jónki vorum bæði búin að hátta, skelltum við okkur í joggingbuxur og klossa og þræddum allar götur og göngustíga í hverfinu. Þegar Skuggi fannst ekki fórum við aftur heim og ákváðum að ekki væri hægt að gera meira í bili. Um morguninn var ég semsagt komin með tvöfaldan rembihnút í magann, yfir prófunum og Skugga. Jónki ákvað að koma heim í hádeginu að hjálpa mér að leita betur. Jónki fór að kalla og allt í einu heyrðist sárt mjálm úr bílskúrnum hjá Jóni Páli og Björk! Sem betur fer var skúrinn ekki læstur og varð því björgunarleiðangurinn fullkomnaður. Skuggi greyið var nú reyndar dáldið fúll yfir því hvað við vorum lengi að finna hann. Mikið skil ég hann vel. Allavegana, allt er gott sem endar vel =)

Mér skilst að það sé ekki hægt að setja comment á síðuna mína, það verður bara að bíða að ég lagi það þangað til eftir próf :l

Ég er búin að vera svo ótrúlega dugleg í morgun, best að halda því áfram. :o)

Kjaftatíkin kveður.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com