sunnudagur, mars 18, 2007
Og svo daglega lífið :)
Nóg að gera í vinnunni, búin að bóka sal fyrir reunion þannig að nú er að senda út boð á fólkið, bóka DJ og setja saman dagskrá, vinkonuhittingur verður vonandi í apríl ásamt árshátíð í Köben og hver veit nema ég endi uppí Biskupstungum um páskana. Já nóg búið að vera að gera og nóg framundan.
Í gær elduðu strákarnir fyrir okkur rosa góðan mat. Við fengum tómata með mozarella og basilliku í forrétt, pastarétt, salat og hvítlauksbrauð í aðalrétt og súkkulaðiköku og ís í dessert. Fengum svo rosa gott kaffi lagað af Unnsteini, sem er kaffibarþjónn :) Ég sem drekk venjulega ekki kaffi, hehe ;)
Fór síðan aðeins niðrí bæ með Berglindi og Írisi eftir þetta en var nú ekkert allt of lengi. Fór síðan með pabba og mömmu til afa og ömmu í dag í dýrindis pönnukökur og eplaköku. Mmmm... Náði síðan aðeins að taka til og meira að segja að steinsofna í alltof langann tíma og svo kíkti Ósk til mín rétt áðan í smá spjall. Mjög chillaður dagur sem sagt.
Á fimmtudaginn fór ég á sviðsfund hjá einstaklings- og þjónustusviði hjá Vodafone. Þar var boðið uppá bjór, rautt og hvítt þannig að eftir fundinn kíkti ég á Dillon með Atla, Steina, Danna og Gunna. Annað skipti á stuttum tíma sem ég fer bara með strákum út og ég verð að segja að umræðurnar geta orðið skemmtilega áhugaverðar, haha :)
Já, ekki má svo gleyma því fyndnasta. Tók leigubíl í gær og þegar ég var að bíða eftir leigubíl þá kemur hr. Kongó labbandi og hann actually þekkti mig án '80s looksins! Damn. En allavegana, ég sagði honum bara að ég væri að hitta annan og losaði mig þannig við hann hehe ;)
Jæja, nenni ekki meira bulli. Ætla að glápa á eitthvað eða lesa og reyna að sofna. Er víst að fara í fermingarveislu á morgun.
Góða nótt, Helga.
|
Nóg að gera í vinnunni, búin að bóka sal fyrir reunion þannig að nú er að senda út boð á fólkið, bóka DJ og setja saman dagskrá, vinkonuhittingur verður vonandi í apríl ásamt árshátíð í Köben og hver veit nema ég endi uppí Biskupstungum um páskana. Já nóg búið að vera að gera og nóg framundan.
Í gær elduðu strákarnir fyrir okkur rosa góðan mat. Við fengum tómata með mozarella og basilliku í forrétt, pastarétt, salat og hvítlauksbrauð í aðalrétt og súkkulaðiköku og ís í dessert. Fengum svo rosa gott kaffi lagað af Unnsteini, sem er kaffibarþjónn :) Ég sem drekk venjulega ekki kaffi, hehe ;)
Fór síðan aðeins niðrí bæ með Berglindi og Írisi eftir þetta en var nú ekkert allt of lengi. Fór síðan með pabba og mömmu til afa og ömmu í dag í dýrindis pönnukökur og eplaköku. Mmmm... Náði síðan aðeins að taka til og meira að segja að steinsofna í alltof langann tíma og svo kíkti Ósk til mín rétt áðan í smá spjall. Mjög chillaður dagur sem sagt.
Á fimmtudaginn fór ég á sviðsfund hjá einstaklings- og þjónustusviði hjá Vodafone. Þar var boðið uppá bjór, rautt og hvítt þannig að eftir fundinn kíkti ég á Dillon með Atla, Steina, Danna og Gunna. Annað skipti á stuttum tíma sem ég fer bara með strákum út og ég verð að segja að umræðurnar geta orðið skemmtilega áhugaverðar, haha :)
Já, ekki má svo gleyma því fyndnasta. Tók leigubíl í gær og þegar ég var að bíða eftir leigubíl þá kemur hr. Kongó labbandi og hann actually þekkti mig án '80s looksins! Damn. En allavegana, ég sagði honum bara að ég væri að hitta annan og losaði mig þannig við hann hehe ;)
Jæja, nenni ekki meira bulli. Ætla að glápa á eitthvað eða lesa og reyna að sofna. Er víst að fara í fermingarveislu á morgun.
Góða nótt, Helga.