<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 06, 2007

Mikið að gera.

Já, síðasta helgi var ansi cosy. Útlit er fyrir að sú næsta verði strembnari. Strax planað út að borða með hinum yfirmönnunum í símaverinu á fimmtudaginn, yfirmenn nethjálpar bjóða yfirmönnum símavers í mat á föstudaginn þar sem við unnum þá í QCC keppni (gæðamat símtala) og á laugardaginn er kveðjupartý hjá starfsmanni úr símaverinu og innflutningspartý hjá öðrum. Og þetta allt á vinnuhelginni minni, sjæse.

Man af einhverri ástæðu alltaf svona seint að ég ætlaði að vera búin að hringja í pabba. Hann er víst búinn að kaupa fyrir mig miða á Deep Purple, vúhú :o)

Annars er það helsta í fréttum að ég og Bára erum byrjaðar að skipuleggja reunion fyrir '81 árganginn úr Hveró. Planið er að hafa þetta um miðjan maí. Ég er að vinna í að óska eftir tilboðum og Bára er að vinna í að senda boð á liðið. Erum að pæla í hvort það væri ekki sniðugt að hitta gömlu kennarana niðrí skóla fyrr um daginn og jafnvel bjóða þeim að vera með um kvöldið, allavegana hitta þau um daginn. Fá síðan einhvern DJ til að halda uppi góðri 90's stemmningu um kvöldið. Líst ykkur ekki bara vel á þetta?

Hvernig væri nú að fá einhver comment á þessa færslu...? Slatti af fólki sem skoðar bloggið en alltaf sömu fáu sem commenta ;o)

Ciao, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com