<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 28, 2007

Göngugarpur?

Í dag (miðvikudag) gengum við Ósk á Esjuna. Erum farnar að hita upp fyrir Rjúpnafell. Sáum það að við þurfum á æfingunni að halda (allavegana ég hehe) og því er stefnan tekin á göngu nr. 2 á föstudaginn. Þetta er svoo gaman. Við erum að pæla í hvort við getum ekki tekið fleiri göngur í sumar og þá jafnvel gert útilegu úr því. Það gæti verið gaman að ganga nálægt Rvk eða Hveragerði. Ég veit t.d. um nokkrar leiðir nálægt Hveró sem mig hefur lengi langað að fara.

Á morgun er planið að rífa Guðnýju frá vinnu kl 12 til að fara á línuskauta. Ég er ss búin að skipa henni að hætta kl 12 þar sem hún á að vera í vaktafríi hehe ;o) Svo er stefnan tekin á strandpartý og svo þjónustuvers hitting um kvöldið á Hressó.

Þarf svo eiginlega að nýta einhvern af þessum sólardögum á pallinum hjá pabba og mömmu. Má eiginlega ekki sleppa því, það er svo nice að vera þar í góðu veðri.

Finnst tíminn allt of fljótur að líða og ætlaði helst að vera búin að ansi mörgu fyrir helgina svo síðustu 2 vikurnar í fríinu yrðu bara slökun, en ég á ennþá svo mikið eftir. Næ aldrei að klára þetta allt. En þá er bara að taka lífinu með ró og vera ekkert að stressa sig yfir þessu :)

Ein pæling. Sat á Hressó um daginn að fá mér að borða. Var að glugga í Nýtt líf í leiðinni og rak þar augun í dálk þar sem lesendur eru greinilega að senda inn kynlífstengdar spurningar og biðja um ráð. Greinilegt var að yfirleitt er það kvenkynið sem sendir inn spurningarnar en í þessu blaði var karlmaður að senda inn spurningu. Hann var að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að skrifa um mismunandi fullnægingar karlmanna þar sem svo oft væri rætt um mismunandi fullnægingar kvenna. Greyið maðurinn fékk bara einhverja tölfræði í svarinu þegar ég er alveg viss um að hann var ekkert að pæla í hver væri meðal tími fullnægingar karla í sekúndum. Mig langaði mest að skrifa blaðinu og benda á svörin sem hann var að leitast eftir hehehe. Svona er maður bilaður. Ekki bara fyrir að vera með á hreinu hver svörin ættu að vera heldur fyrir að actually langa til að hjálpa manninum hahaha ;o) Kannski þetta sé samviskusami þjónustufulltrúinn...?

Chiao, Helga.

|

þriðjudagur, júní 26, 2007

Komin í frí.

Þá er ég komin í sumarfrí. Slökun er ekki enn hafin en það er alveg að koma að því :)

Fór í gær á niðjamót M&M fólksins. Þetta var mjög skemmtilegt en þetta var dáldið mikið af fólki þannig að það tók allt frekar langan tíma. Mér skilst að það hafi mætt 320 manns! Fannst mjög fyndið þegar ein var að lýsa forvitninni sem einkennir þessa ætt. Ég mun örugglega tileinka mér setninguna hennar, ef maður er ekki forvitinn, þá lærir maður ekki neitt. ;o)

Tók stóra ákvörðun í dag sem þýðir að það eru breytingar framundan. Samdi í leiðinni um að geta farið í mánuð til Thailands með Ósk eftir áramót.

Sit núna fyrir utan Óliver að chilla með Monaco og eplaköku með ís í góða veðrinu. Ætlaði að klára ferlaverkefnið en kemst ekki inná vinnunetið þannig að það verður enn og aftur að bíða aðeins.

Jæja, kakan var að koma og Ella á leiðinni hingað.

Heyrumst, Helga.

|

laugardagur, júní 23, 2007

Djammarinn mikli. Eða hvað...?

Komst að því í gær að það er greinilega ekki búist við neinu öðru af mér en djammi um helgar. Það streymdu inn sms-in í nótt í stríðum straumum að kanna hvar ég væri. Svo var hlegið að mér þegar ég reyndi að vera agalega saklaus hehe ;o)

Var reyndar eitthvað tussuleg í gær þannig að ég ætlaði bara að fara snemma að sofa. Held ég hafi verið sofnuð milli átta og níu í gærkvöldi en vaknaði aftur um 12 leytið og náði þá ekki að sofna aftur fyrr en um þrjú leytið. Er alltaf að sjá það betur og betur að ég bara kann ekki að fara snemma að sofa!

Varð agalega glöð yfir að vera ekkert að þvælast í Hveró þegar ég sá þessa frétt á mbl í gær:

Samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi

Mikil umferð er nú á Suðurlandsvegi og er samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi. Bílstjóri sem staddur var á Kambabrún kvaðst vera búinn að aka á 10 km hraða frá Rauðavatni og þegar hann horfði yfir Ölfusið sá hann samfellda röð bíla alla leið á Selfoss.

Annar bílstjóri hringdi og bað um að komið væri með nesti til sín en sá var staddur við Rauðavatn og sjá bara endalausa bílaröð og var búinn að frétta af bílalestinni.

„Ég held að ég komist ekki heim fyrr en á sunnudag; þú verður að koma með nesti,“ sagði hann. Greinilegt er að mikil ferðahelgi er hafin á Suðurlandi enda spáir góðu veðri um helgina.


Helga Dögg hringdi einmitt í mig í gær og þau voru þá búin að vera 15 mín frá hringtorginu inn á Selfoss að brúnni. Ég hef ekki þolinmæði í svona umferð. Thank God I stayed home ;o) hehe

En jæja, enn ein vinnu-sólarhelgin. Hver vill hanga með mér úti í sólinni eftir vinnu?

Heyrumst, Helga.

|

miðvikudagur, júní 20, 2007

Valkvíði, enn og aftur.

Já það er sko ansi margt í gangi hjá mér þessa dagana. Endalaus utanlandsferðaplön ásamt svo mörgu öðru. Er t.d. að íhuga tilboð sem ég fékk á mánudaginn sem ég er ekki alveg að geta ákveðið mig með. Þjáist því af valkvíða á háu stigi þessa dagana.

Fór á mánudaginn til ömmu og borðaði með henni og Hlíf. Sátum svo frameftir að kjafta. Agalega nice eitthvað :) Tók að sjálfsögðu að mér smá verkefni (ekki við öðru að búast af mér, hehe) og gisti svo hjá ömmu. Verð bara að segja að það var agalega huggulegt og krúttlegt að gista uppí hjá ömmu og heyra aftur "Guð gefi þér góða nótt". Fékk rosa flashback frá öllum helgunum sem maður gisti hjá afa og ömmu sem krakki. Fékk þá yfirleitt sögu fyrir svefninn og í lok uppáhaldssögunar söng amma líka ljóð tengt sögunni og endaði svo alltaf á að segja "Guð gefi þér góða nótt". Mjög ljúfar æskuminningar sem rifjuðust þarna upp. :)

Verkefnið sem ég tók að mér er nú ekki stórt, ekki í þetta skiptið hehe ;o) Ég er semsagt að skrá family-una fyrir ættarmót M&M fólksins sem verður 25. júní. Er reyndar líka búin að bjóða mig fram í að mæta snemma og dúkka upp borð eða eitthvað slíkt. Komst þá að því að það verður einnig ættarmót í september hjá Arndal ættinni. Nóg að gera í ættarmótum :)

Fór svo á Air í gærkvöldi. Þeir eru svo æðislegir... Ég var samt ekkert brjálæðislega hrifin af norsku stelpunni sem var að hita upp. Held að ég þyrfti að melta aðeins betur hennar tónlist áður en ég gæti sagt eitthvað um hana, en var sem sagt ekkert agalega spennt yfir henni. Svo stigu Air á svið og ég hvarf í mitt "comfort zone". Fór síðan eftir tónleikana niðrí bæ með Atla og endaði óvart á hálfgerðu djammi. Við Atli sátum frameftir að drekka bjór og svo kom Ósk til okkar. Var allavegana komin seint heim þannig að dagurinn í dag varð engan veginn jafn productive eins og hann átti að vera, hehe ;o)

Er á morgun að fara að halda námskeið í vinnunni. Ótrúlegt hvað mér finnst þetta skemmtilegt en gæti samt aldrei hugsað mér að verða kennari. Fékk á mánudaginn 2 frímiða í Smárabíó í lúxussal fyrir framlag mitt til kennslustarfa hjá Vodafone. Fannst það ekkert smá skemmtilegt. Bréfið með byrjaði á orðunum; Kæri "kennari". :D Ég elska þetta fyrirtæki. Það eru allir svo frábærir og yndislegir sem ég vinn með að það er ekki eðlilegt.

Jæja, held að það sé komið nóg af hamingjubloggi í bili hehe. Vona samt að ég nái að smita út frá mér gleðinni :D

Heyrumst,
Helga.

|

sunnudagur, júní 17, 2007

17. júní.

Til hamingju með afmælið Hjörtur!

Ég nenni hreinlega ekki í Hveró í dag. Held ég hangi bara í Rvk. Er svo líkamlega þreytt en andlega full af orku. Held ég sé bara hreinlega high on life þessa dagana. Enda ekki annað hægt þegar svona margt skemmtilegt er í gangi.

Nú styttist óðum í sumarfrí og fyrir utan að fara til London að heimsækja Sólveigu, þá ætla ég bara að hanga og gera sem minnst :)

Fór niðrí bæ og hitti fullt af fólki sem ég sé mjög sjaldan. Enda var bærinn troðinn, ekki við öðru að búast 16. júní.

Ég hef svo innilega ekkert merkilegt að segja. Agalega skemmtilegt blogg eitthvað, hehe :p



Chao, Helga.

|

föstudagur, júní 15, 2007

London baby!

Var að kaupa miða til London, vúhú :D Sólveig, ég keypti miða seinni helgina sem við vorum að tala um ;o)

Átti svo ótrúlega skemmtilegt kvöld hjá Ósk í gærkvöldi. Núna eru í farvatninu Thailandsferð og ferð til San Francisco. Algjörlega living it hehe...

Er að fara í afmælis-/útskriftarpartý hjá Dísu í kvöld og svo verður eflaust kíkt á lífið annað kvöld.

Best að fara að koma sér í föstudagsreddingarnar :)

Heyrumst,
Helga.

|

laugardagur, júní 09, 2007

Helgarfrí!

Aaahhh... komin í frí. Verður reyndar ekki svo mikið frí um helgina, en samt. Var í bíó áðan með Atla á Ocean's 13. Átti ekki von á miklu en myndin kom mér á óvart. Mér fannst hún bara nokkuð góð.

Búin að fá bæði góðar og slæmar fréttir í vikunni og þannig er nú bara það. Merkilegt hvað ég átta mig alltaf á hvað ég er í rauninni ekki með nein framtíðarplön, að verða 26 ára, þegar ég fæ slæmar fréttir. Mér virðist bara vera algjörlega fyrirmunað að gera einhver plön önnur en "Líklega geri ég þetta og kannski þetta. Læt það ráðast...". Svona eru plönin mín. Get einhvernveginn ekki komið mér úr þessari "enjoying the moment - lifa fyrir daginn í dag" pælingu. Það er kannski ekki heldur slæmt en held það sé nauðsynlegt að geta gert einhver plön.

Var að ræða leigumálin við Atla áðan. Hann og Unnsteinn eru að spá í að kaupa. Kannski ég ætti að leigja hjá þeim...? Ég verð bráðum komin með svo marga valkosti að ég á ekki eftir að geta ákveðið mig :p

Stefnan er tekin á Hveró á morgun. Grill hjá mömmu og pabba. Væri alveg til í djamm, en held ég hafi gott af chilli. Allavegana, planið nær ekki lengra en þetta enn sem komið er hahahaha... ;o)

Góða nótt,
Miss óákveðin

|

miðvikudagur, júní 06, 2007


Skál!

Ég var að kaupa miða á Air! Vei :)

|
Leigumál

Jæja, þá er það komið á hreint. Siggi er búinn að segja upp leigunni frá og með 1. ágúst. Hann ætlar að kanna fyrir mig möguleikann á að ég fái að taka við leigunni. Ef það er hægt, þá vantar mig 2 meðleigjendur frá og með 1. ágúst. Ef ekki, þá þarf ég að finna einhvern sem er að leita sér að meðleigjanda.

Vona eiginlega að ég nái að halda þessari íbúð og fá meðleigjendur þar sem ég er að leigja hérna svo ódýrt. Kemur vonandi í ljós fljótlega og hvort ég nái þá að leigja hana áfram svona ódýrt. Núna er bara 100 þús á mán fyrir íbúðina þannig að það væri þá 33 þús á mán á haus. Ekki leiðinlegt það ;o)

Nú þigg ég afskaplega vel að fá comment ef þið eruð að leita eða vitið um einhvern sem er að leita. Allar ábendingar um leigulistann afþakkaðar ;o)

|

mánudagur, júní 04, 2007

Air

Alveg rétt. Gleymdi að segja að Air eru að spila á klakanum 19. júní og gmg hvað mig langar að fara. Held að ég spari samt peninginn fyrst ég er að fara út :-/

Hver vill bjóða mér...? hehe ;o)


|
Löngu komin heim.

Jæja, löngu komin heim og búið að vera nóg að gera. Við Ósk vorum með matarboð og stelpupartý í gær. Ósk töfraði að sjálfsögðu fram þvílíkt yndislegan mat með fordrykkjum og öllu tilheyrandi. Ég fékk þann heiður að gera dessertinn :) Þetta var í heildina yndislegt kvöld, yndislegur matur og yndislegt fólk. Takk öll fyrir komuna og skemmtunina :) Ekki að það hafi neinn verið skemmtilegri en annar en mér fannst æðislegt að Erla og Thelma komu :D

Frakkland var æði. Skoðuðum helling, versluðum, drukkum Monaco og borðuðum Crepur, vorum nánast alltaf í veislumat hjá afa og ömmu, margréttað með rauðvíni og fordrykkjum. Ljúfa líf... ;) Ég talaði frönsku alveg hægri, vinstri. Ætla ekkert að tala um gæði frönskunnar minnar, hehe, en ég allavegana reddaði mér. Átti satt að segja ekki von á að geta bjargað mér svona mikið. Helvíti ánægð með þetta :) Við mamma gerðum tilraun til að fara á djammið en fórum á einhverja hálf leim staði og vorum því komnar ansi snemma heim hehe.

Er búin að ákveða að reyna að komast í byrjun júlí til Sólveigar. Þarf því að fara að leita mér að flugi núna, reyna að fá ódýrt flug. Hlakka ekkert smá til.

Ég nenni ekki að setja myndir inn alveg strax né nánari ferðasögur. Dunda mér kannski við það næstu daga.

Jæja, er búin að sofa allt, allt of lítið síðustu 3 nætur. Best að ganga aðeins meira frá frammi og fara að koma sér svo í háttinn.

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com