<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 09, 2007

Helgarfrí!

Aaahhh... komin í frí. Verður reyndar ekki svo mikið frí um helgina, en samt. Var í bíó áðan með Atla á Ocean's 13. Átti ekki von á miklu en myndin kom mér á óvart. Mér fannst hún bara nokkuð góð.

Búin að fá bæði góðar og slæmar fréttir í vikunni og þannig er nú bara það. Merkilegt hvað ég átta mig alltaf á hvað ég er í rauninni ekki með nein framtíðarplön, að verða 26 ára, þegar ég fæ slæmar fréttir. Mér virðist bara vera algjörlega fyrirmunað að gera einhver plön önnur en "Líklega geri ég þetta og kannski þetta. Læt það ráðast...". Svona eru plönin mín. Get einhvernveginn ekki komið mér úr þessari "enjoying the moment - lifa fyrir daginn í dag" pælingu. Það er kannski ekki heldur slæmt en held það sé nauðsynlegt að geta gert einhver plön.

Var að ræða leigumálin við Atla áðan. Hann og Unnsteinn eru að spá í að kaupa. Kannski ég ætti að leigja hjá þeim...? Ég verð bráðum komin með svo marga valkosti að ég á ekki eftir að geta ákveðið mig :p

Stefnan er tekin á Hveró á morgun. Grill hjá mömmu og pabba. Væri alveg til í djamm, en held ég hafi gott af chilli. Allavegana, planið nær ekki lengra en þetta enn sem komið er hahahaha... ;o)

Góða nótt,
Miss óákveðin

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com