þriðjudagur, júní 26, 2007
Komin í frí.
Þá er ég komin í sumarfrí. Slökun er ekki enn hafin en það er alveg að koma að því :)
Fór í gær á niðjamót M&M fólksins. Þetta var mjög skemmtilegt en þetta var dáldið mikið af fólki þannig að það tók allt frekar langan tíma. Mér skilst að það hafi mætt 320 manns! Fannst mjög fyndið þegar ein var að lýsa forvitninni sem einkennir þessa ætt. Ég mun örugglega tileinka mér setninguna hennar, ef maður er ekki forvitinn, þá lærir maður ekki neitt. ;o)
Tók stóra ákvörðun í dag sem þýðir að það eru breytingar framundan. Samdi í leiðinni um að geta farið í mánuð til Thailands með Ósk eftir áramót.
Sit núna fyrir utan Óliver að chilla með Monaco og eplaköku með ís í góða veðrinu. Ætlaði að klára ferlaverkefnið en kemst ekki inná vinnunetið þannig að það verður enn og aftur að bíða aðeins.
Jæja, kakan var að koma og Ella á leiðinni hingað.
Heyrumst, Helga.
|
Þá er ég komin í sumarfrí. Slökun er ekki enn hafin en það er alveg að koma að því :)
Fór í gær á niðjamót M&M fólksins. Þetta var mjög skemmtilegt en þetta var dáldið mikið af fólki þannig að það tók allt frekar langan tíma. Mér skilst að það hafi mætt 320 manns! Fannst mjög fyndið þegar ein var að lýsa forvitninni sem einkennir þessa ætt. Ég mun örugglega tileinka mér setninguna hennar, ef maður er ekki forvitinn, þá lærir maður ekki neitt. ;o)
Tók stóra ákvörðun í dag sem þýðir að það eru breytingar framundan. Samdi í leiðinni um að geta farið í mánuð til Thailands með Ósk eftir áramót.
Sit núna fyrir utan Óliver að chilla með Monaco og eplaköku með ís í góða veðrinu. Ætlaði að klára ferlaverkefnið en kemst ekki inná vinnunetið þannig að það verður enn og aftur að bíða aðeins.
Jæja, kakan var að koma og Ella á leiðinni hingað.
Heyrumst, Helga.