fimmtudagur, júní 28, 2007
Göngugarpur?
Í dag (miðvikudag) gengum við Ósk á Esjuna. Erum farnar að hita upp fyrir Rjúpnafell. Sáum það að við þurfum á æfingunni að halda (allavegana ég hehe) og því er stefnan tekin á göngu nr. 2 á föstudaginn. Þetta er svoo gaman. Við erum að pæla í hvort við getum ekki tekið fleiri göngur í sumar og þá jafnvel gert útilegu úr því. Það gæti verið gaman að ganga nálægt Rvk eða Hveragerði. Ég veit t.d. um nokkrar leiðir nálægt Hveró sem mig hefur lengi langað að fara.
Á morgun er planið að rífa Guðnýju frá vinnu kl 12 til að fara á línuskauta. Ég er ss búin að skipa henni að hætta kl 12 þar sem hún á að vera í vaktafríi hehe ;o) Svo er stefnan tekin á strandpartý og svo þjónustuvers hitting um kvöldið á Hressó.
Þarf svo eiginlega að nýta einhvern af þessum sólardögum á pallinum hjá pabba og mömmu. Má eiginlega ekki sleppa því, það er svo nice að vera þar í góðu veðri.
Finnst tíminn allt of fljótur að líða og ætlaði helst að vera búin að ansi mörgu fyrir helgina svo síðustu 2 vikurnar í fríinu yrðu bara slökun, en ég á ennþá svo mikið eftir. Næ aldrei að klára þetta allt. En þá er bara að taka lífinu með ró og vera ekkert að stressa sig yfir þessu :)
Ein pæling. Sat á Hressó um daginn að fá mér að borða. Var að glugga í Nýtt líf í leiðinni og rak þar augun í dálk þar sem lesendur eru greinilega að senda inn kynlífstengdar spurningar og biðja um ráð. Greinilegt var að yfirleitt er það kvenkynið sem sendir inn spurningarnar en í þessu blaði var karlmaður að senda inn spurningu. Hann var að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að skrifa um mismunandi fullnægingar karlmanna þar sem svo oft væri rætt um mismunandi fullnægingar kvenna. Greyið maðurinn fékk bara einhverja tölfræði í svarinu þegar ég er alveg viss um að hann var ekkert að pæla í hver væri meðal tími fullnægingar karla í sekúndum. Mig langaði mest að skrifa blaðinu og benda á svörin sem hann var að leitast eftir hehehe. Svona er maður bilaður. Ekki bara fyrir að vera með á hreinu hver svörin ættu að vera heldur fyrir að actually langa til að hjálpa manninum hahaha ;o) Kannski þetta sé samviskusami þjónustufulltrúinn...?
Chiao, Helga.
|
Í dag (miðvikudag) gengum við Ósk á Esjuna. Erum farnar að hita upp fyrir Rjúpnafell. Sáum það að við þurfum á æfingunni að halda (allavegana ég hehe) og því er stefnan tekin á göngu nr. 2 á föstudaginn. Þetta er svoo gaman. Við erum að pæla í hvort við getum ekki tekið fleiri göngur í sumar og þá jafnvel gert útilegu úr því. Það gæti verið gaman að ganga nálægt Rvk eða Hveragerði. Ég veit t.d. um nokkrar leiðir nálægt Hveró sem mig hefur lengi langað að fara.
Á morgun er planið að rífa Guðnýju frá vinnu kl 12 til að fara á línuskauta. Ég er ss búin að skipa henni að hætta kl 12 þar sem hún á að vera í vaktafríi hehe ;o) Svo er stefnan tekin á strandpartý og svo þjónustuvers hitting um kvöldið á Hressó.
Þarf svo eiginlega að nýta einhvern af þessum sólardögum á pallinum hjá pabba og mömmu. Má eiginlega ekki sleppa því, það er svo nice að vera þar í góðu veðri.
Finnst tíminn allt of fljótur að líða og ætlaði helst að vera búin að ansi mörgu fyrir helgina svo síðustu 2 vikurnar í fríinu yrðu bara slökun, en ég á ennþá svo mikið eftir. Næ aldrei að klára þetta allt. En þá er bara að taka lífinu með ró og vera ekkert að stressa sig yfir þessu :)
Ein pæling. Sat á Hressó um daginn að fá mér að borða. Var að glugga í Nýtt líf í leiðinni og rak þar augun í dálk þar sem lesendur eru greinilega að senda inn kynlífstengdar spurningar og biðja um ráð. Greinilegt var að yfirleitt er það kvenkynið sem sendir inn spurningarnar en í þessu blaði var karlmaður að senda inn spurningu. Hann var að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að skrifa um mismunandi fullnægingar karlmanna þar sem svo oft væri rætt um mismunandi fullnægingar kvenna. Greyið maðurinn fékk bara einhverja tölfræði í svarinu þegar ég er alveg viss um að hann var ekkert að pæla í hver væri meðal tími fullnægingar karla í sekúndum. Mig langaði mest að skrifa blaðinu og benda á svörin sem hann var að leitast eftir hehehe. Svona er maður bilaður. Ekki bara fyrir að vera með á hreinu hver svörin ættu að vera heldur fyrir að actually langa til að hjálpa manninum hahaha ;o) Kannski þetta sé samviskusami þjónustufulltrúinn...?
Chiao, Helga.