miðvikudagur, júní 20, 2007
Valkvíði, enn og aftur.
Já það er sko ansi margt í gangi hjá mér þessa dagana. Endalaus utanlandsferðaplön ásamt svo mörgu öðru. Er t.d. að íhuga tilboð sem ég fékk á mánudaginn sem ég er ekki alveg að geta ákveðið mig með. Þjáist því af valkvíða á háu stigi þessa dagana.
Fór á mánudaginn til ömmu og borðaði með henni og Hlíf. Sátum svo frameftir að kjafta. Agalega nice eitthvað :) Tók að sjálfsögðu að mér smá verkefni (ekki við öðru að búast af mér, hehe) og gisti svo hjá ömmu. Verð bara að segja að það var agalega huggulegt og krúttlegt að gista uppí hjá ömmu og heyra aftur "Guð gefi þér góða nótt". Fékk rosa flashback frá öllum helgunum sem maður gisti hjá afa og ömmu sem krakki. Fékk þá yfirleitt sögu fyrir svefninn og í lok uppáhaldssögunar söng amma líka ljóð tengt sögunni og endaði svo alltaf á að segja "Guð gefi þér góða nótt". Mjög ljúfar æskuminningar sem rifjuðust þarna upp. :)
Verkefnið sem ég tók að mér er nú ekki stórt, ekki í þetta skiptið hehe ;o) Ég er semsagt að skrá family-una fyrir ættarmót M&M fólksins sem verður 25. júní. Er reyndar líka búin að bjóða mig fram í að mæta snemma og dúkka upp borð eða eitthvað slíkt. Komst þá að því að það verður einnig ættarmót í september hjá Arndal ættinni. Nóg að gera í ættarmótum :)
Fór svo á Air í gærkvöldi. Þeir eru svo æðislegir... Ég var samt ekkert brjálæðislega hrifin af norsku stelpunni sem var að hita upp. Held að ég þyrfti að melta aðeins betur hennar tónlist áður en ég gæti sagt eitthvað um hana, en var sem sagt ekkert agalega spennt yfir henni. Svo stigu Air á svið og ég hvarf í mitt "comfort zone". Fór síðan eftir tónleikana niðrí bæ með Atla og endaði óvart á hálfgerðu djammi. Við Atli sátum frameftir að drekka bjór og svo kom Ósk til okkar. Var allavegana komin seint heim þannig að dagurinn í dag varð engan veginn jafn productive eins og hann átti að vera, hehe ;o)
Er á morgun að fara að halda námskeið í vinnunni. Ótrúlegt hvað mér finnst þetta skemmtilegt en gæti samt aldrei hugsað mér að verða kennari. Fékk á mánudaginn 2 frímiða í Smárabíó í lúxussal fyrir framlag mitt til kennslustarfa hjá Vodafone. Fannst það ekkert smá skemmtilegt. Bréfið með byrjaði á orðunum; Kæri "kennari". :D Ég elska þetta fyrirtæki. Það eru allir svo frábærir og yndislegir sem ég vinn með að það er ekki eðlilegt.
Jæja, held að það sé komið nóg af hamingjubloggi í bili hehe. Vona samt að ég nái að smita út frá mér gleðinni :D
Heyrumst,
Helga.
|
Já það er sko ansi margt í gangi hjá mér þessa dagana. Endalaus utanlandsferðaplön ásamt svo mörgu öðru. Er t.d. að íhuga tilboð sem ég fékk á mánudaginn sem ég er ekki alveg að geta ákveðið mig með. Þjáist því af valkvíða á háu stigi þessa dagana.
Fór á mánudaginn til ömmu og borðaði með henni og Hlíf. Sátum svo frameftir að kjafta. Agalega nice eitthvað :) Tók að sjálfsögðu að mér smá verkefni (ekki við öðru að búast af mér, hehe) og gisti svo hjá ömmu. Verð bara að segja að það var agalega huggulegt og krúttlegt að gista uppí hjá ömmu og heyra aftur "Guð gefi þér góða nótt". Fékk rosa flashback frá öllum helgunum sem maður gisti hjá afa og ömmu sem krakki. Fékk þá yfirleitt sögu fyrir svefninn og í lok uppáhaldssögunar söng amma líka ljóð tengt sögunni og endaði svo alltaf á að segja "Guð gefi þér góða nótt". Mjög ljúfar æskuminningar sem rifjuðust þarna upp. :)
Verkefnið sem ég tók að mér er nú ekki stórt, ekki í þetta skiptið hehe ;o) Ég er semsagt að skrá family-una fyrir ættarmót M&M fólksins sem verður 25. júní. Er reyndar líka búin að bjóða mig fram í að mæta snemma og dúkka upp borð eða eitthvað slíkt. Komst þá að því að það verður einnig ættarmót í september hjá Arndal ættinni. Nóg að gera í ættarmótum :)
Fór svo á Air í gærkvöldi. Þeir eru svo æðislegir... Ég var samt ekkert brjálæðislega hrifin af norsku stelpunni sem var að hita upp. Held að ég þyrfti að melta aðeins betur hennar tónlist áður en ég gæti sagt eitthvað um hana, en var sem sagt ekkert agalega spennt yfir henni. Svo stigu Air á svið og ég hvarf í mitt "comfort zone". Fór síðan eftir tónleikana niðrí bæ með Atla og endaði óvart á hálfgerðu djammi. Við Atli sátum frameftir að drekka bjór og svo kom Ósk til okkar. Var allavegana komin seint heim þannig að dagurinn í dag varð engan veginn jafn productive eins og hann átti að vera, hehe ;o)
Er á morgun að fara að halda námskeið í vinnunni. Ótrúlegt hvað mér finnst þetta skemmtilegt en gæti samt aldrei hugsað mér að verða kennari. Fékk á mánudaginn 2 frímiða í Smárabíó í lúxussal fyrir framlag mitt til kennslustarfa hjá Vodafone. Fannst það ekkert smá skemmtilegt. Bréfið með byrjaði á orðunum; Kæri "kennari". :D Ég elska þetta fyrirtæki. Það eru allir svo frábærir og yndislegir sem ég vinn með að það er ekki eðlilegt.
Jæja, held að það sé komið nóg af hamingjubloggi í bili hehe. Vona samt að ég nái að smita út frá mér gleðinni :D
Heyrumst,
Helga.