<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 23, 2007

Djammarinn mikli. Eða hvað...?

Komst að því í gær að það er greinilega ekki búist við neinu öðru af mér en djammi um helgar. Það streymdu inn sms-in í nótt í stríðum straumum að kanna hvar ég væri. Svo var hlegið að mér þegar ég reyndi að vera agalega saklaus hehe ;o)

Var reyndar eitthvað tussuleg í gær þannig að ég ætlaði bara að fara snemma að sofa. Held ég hafi verið sofnuð milli átta og níu í gærkvöldi en vaknaði aftur um 12 leytið og náði þá ekki að sofna aftur fyrr en um þrjú leytið. Er alltaf að sjá það betur og betur að ég bara kann ekki að fara snemma að sofa!

Varð agalega glöð yfir að vera ekkert að þvælast í Hveró þegar ég sá þessa frétt á mbl í gær:

Samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi

Mikil umferð er nú á Suðurlandsvegi og er samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi. Bílstjóri sem staddur var á Kambabrún kvaðst vera búinn að aka á 10 km hraða frá Rauðavatni og þegar hann horfði yfir Ölfusið sá hann samfellda röð bíla alla leið á Selfoss.

Annar bílstjóri hringdi og bað um að komið væri með nesti til sín en sá var staddur við Rauðavatn og sjá bara endalausa bílaröð og var búinn að frétta af bílalestinni.

„Ég held að ég komist ekki heim fyrr en á sunnudag; þú verður að koma með nesti,“ sagði hann. Greinilegt er að mikil ferðahelgi er hafin á Suðurlandi enda spáir góðu veðri um helgina.


Helga Dögg hringdi einmitt í mig í gær og þau voru þá búin að vera 15 mín frá hringtorginu inn á Selfoss að brúnni. Ég hef ekki þolinmæði í svona umferð. Thank God I stayed home ;o) hehe

En jæja, enn ein vinnu-sólarhelgin. Hver vill hanga með mér úti í sólinni eftir vinnu?

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com