<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 04, 2007

Löngu komin heim.

Jæja, löngu komin heim og búið að vera nóg að gera. Við Ósk vorum með matarboð og stelpupartý í gær. Ósk töfraði að sjálfsögðu fram þvílíkt yndislegan mat með fordrykkjum og öllu tilheyrandi. Ég fékk þann heiður að gera dessertinn :) Þetta var í heildina yndislegt kvöld, yndislegur matur og yndislegt fólk. Takk öll fyrir komuna og skemmtunina :) Ekki að það hafi neinn verið skemmtilegri en annar en mér fannst æðislegt að Erla og Thelma komu :D

Frakkland var æði. Skoðuðum helling, versluðum, drukkum Monaco og borðuðum Crepur, vorum nánast alltaf í veislumat hjá afa og ömmu, margréttað með rauðvíni og fordrykkjum. Ljúfa líf... ;) Ég talaði frönsku alveg hægri, vinstri. Ætla ekkert að tala um gæði frönskunnar minnar, hehe, en ég allavegana reddaði mér. Átti satt að segja ekki von á að geta bjargað mér svona mikið. Helvíti ánægð með þetta :) Við mamma gerðum tilraun til að fara á djammið en fórum á einhverja hálf leim staði og vorum því komnar ansi snemma heim hehe.

Er búin að ákveða að reyna að komast í byrjun júlí til Sólveigar. Þarf því að fara að leita mér að flugi núna, reyna að fá ódýrt flug. Hlakka ekkert smá til.

Ég nenni ekki að setja myndir inn alveg strax né nánari ferðasögur. Dunda mér kannski við það næstu daga.

Jæja, er búin að sofa allt, allt of lítið síðustu 3 nætur. Best að ganga aðeins meira frá frammi og fara að koma sér svo í háttinn.

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com