<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 22, 2007

Rjúpnafell


Ég held að það sé með sanni óhætt að segja að við Ósk höfum sigrast á sjálfum okkur í gær. Við vorum semsagt um helgina í Þórsmörk með Vodafone fólki og fórum í 8 klst göngu í gær. Þar af fóru 3 klst í að ganga á Rjúpnafellið sjálft. Fjallið var vel bratt og mikið af stígum þar sem voru klettar og lausamöl. Við vorum það hræddar við brattann og lausamölina að við vorum alveg að guggna á að klára gönguna. Sem betur fer talaði Sverrir okkur í gegnum hræðsluna og við kláruðum gönguna á toppinn. Þvílík fegurð, þvílíkt útsýni, þvílík gleði..! Held að þessari tilfinningu verði ekki með orðum lýst.

Ég fann í smá tíma í dag fyrir smá strengjum í lærum, en það er farið aftur. Aðeins smá blöðrur að hrjá mann og dálítil þreyta. Skil ekkert í að vera ekki laskaðri en þetta :)

Það er enn eitt búið að bætast á eftirvæntingar listann og það er hönnunarsýning í Mílanó í apríl með Guðný Láru. Jesús hvað þetta á eftir að vera skemmtilegur vetur. Ég kemst bara ekki yfir það þessa dagana hvað lífið er yndislegt, hvað ég á frábæra vini og er í frábærri vinnu. Ég held bara að lífið verði ekki mikið betra. La vita est bella... :)

Planið framundan er:
Næsta helgi - vinnuhelgi, jafnvel byrja aðeins á flutningum ef hægt verður.
Helgi 2 - verslunarmannahelgi. Ofur grillpartý með DJ og alles.
Helgi 3 - Gay pride.
Helgi 4 - Menningarnótt og hugsanlega afmælispartý. Gus Gus á Nasa. Sólveig kemur heim.
Helgi 5 - Hugsanlega afmælispartý.
Helgi 6 - Ættarmót.

Var einhver að tala um að vera busy..? hehe ;o)

P.S. Myndirnar eru komnar á myndasíðuna mína.

Au revoir mon beaux amis, Helga.

|

föstudagur, júlí 20, 2007


Eftirvænting...

Get ekki beðið
...eftir að yfirtaka íbúðina
...eftir að ganga á Rjúpnafell
...eftir að fara til Thailands
...eftir vetrinum (ótrúlegt en satt) þar sem þetta mun örugglega verða einn skemmtilegasti vetur sem um hefur getið með allt þetta hressa lið sem nágranna
...eftir að spila Super Mario og Duck Hunt
...eftir ofurpartýjum á Hverfisgötunni í ágúst
...eftir að fá lánað grillið hjá Hirti. Eeelska að grilla :o)

Sjáumst í 101, Helga.

|

mánudagur, júlí 16, 2007

Bingódólgarnir

Já það eru aldeilis búnir að vera skemmtilegir síðustu dagar sumarfrísins. Á miðvikudaginn fórum við gellurnar í bingóklúbbnum Bingódólgarnir út að borða á Ruby Tuesday og svo í bingó í vinabæ. Eftir það var svo farið á Grand Rokk að fá sér eins og einn eða tvo öl til að halda uppá þetta ;)


Á fimmtudaginn fór ég svo á bjórkvöld sem endaði í partýi hjá Steina og Nóra, samstarfsfélögum og nágrönnum.

Á föstudaginn var svo bresk stemmning og farið beint eftir vinnu á pöbbinn. Byrðuðum á Sólon og fengum okkur þar að borða. Sátum svo í garðinum hjá Sirkus fram á nótt og drógum svo gaura frá Suður-Afríku með okkur á Kaffibarinn og Barinn. Þar var dansað fram á morgun. Enduðum svo í pizzu heima hjá Ósk. Var svo dauð kl 7 um morguninn að ég meikaði ekki að labba heim (nánast bara yfir götuna) þannig að ég gisti bara hjá Ósk hehe.

Vöknuðum svo á laugardaginn um 2 leytið, hentumst í sturtu og fórum svo til Daða í bjór. Vorum búin að sitja þar í einhvern tíma þegar við heyrðum í tónlist út á götu. Sáum skrúðgöngu koma niður Snorrabrautina en lögguna koma svo brunandi að og stöðva þau. Það þarf víst leyfi fyrir íslensku tjáningarfrelsi og þau voru ekki með tilskilin leyfi fyrir mótmælunum.

Þetta voru afar friðsæl mótmæli og þegar þau voru stöðvuð, þá héldu þau bara áfram að dansa svo á Snorrabrautinni. Það var ekki fyrr en lögreglan braut rúðuna í bílnum þeirra og klippti á vírana fyrir græjurnar sem einhverjir fóru að vera með læti og verð ég að segja að mér finnst það bara nákvæmlega ekkert skrýtið.

Það sem mér finnst hinsvegar afar skrýtið er hversu litaður allur fréttaflutningur af þessu er. Fyrir utan það að ég hef einungis séð birta hlið lögreglunnar á þessu máli. Ég er ekki manneskja sem tek endilega þátt í svona mótmælum en hafandi verið þarna á staðnum fyrir tilviljun og verða vitni að þessu "police brutality" þá er ég bara svo hneyksluð og sjokkeruð að ég næ ekki upp í nefið á mér. Einum sem tilheyrði mótmælenda hópnum og var bara að dansa þarna í kringum bílinn sem var með græjurnar, eins og allir hinir, fór greinilega eitthvað aðeins of nálægt einum lögreglumanninum sem hrinti honum þá svo illilega að hann flaug c.a. 5 metra og lenti á mér.

Ég er engan veginn sátt við framkomu lögreglunnar við friðsama mótmælendur. Ef lögreglan hefði bara leyft þeim að halda áfram og dansa niður laugaveginn þá hefði þetta bara endað niðrí bæ og klárast þar. Friðsamlega. Í staðinn þá var komið svona fram við þau og því endaði þetta í að verða mótmæli gegn yfirvaldinu.

Læt fylgja með mynd þar sem er verið að henda einum aftur í lögreglubíl eftir að hafa verið svo harkalega keyrður niðrí jörðina af svona 7-10 lögrelglumönnum að hann hlýtur bara að hafa slasast eitthvað. Takið eftir að hann er handjárnaður aftur fyrir bak og fætur festir saman með svona plast dæmi (man ekki hvað þetta er kallað). Honum var kastað svona inn, gat ss ekki sett fyrir sig hendurnar eða neitt slíkt og hefur því væntanlega lent á andliti og bringu.


Allavegana, þrátt fyrir að hafa orðið ansi reið eftir að verða vitni að þessu, þá var svo haldið í Hafnarfjörðinn í mat hjá Katrínu. Eftir matinn var svo svaka partý þar sem mikið stuð var á liðinu. Ég dróg t.d. Hjört á djammið, sem var bara mjög skemmtilegt :) Síðan var að sjálfsögðu haldið niðrí bæ og tjúttað meira.


Eftir allt þetta var nú orkan eitthvað lítil í gær. Við Ósk urðum því agalega glaðar að fá afganga hjá Katrínu þegar við fórum að sækja bílinn minn og dótið okkar. Fórum síðan heim og tókum þynnku-video á þetta :)

Verð nú að tjá mig aðeins meira um íslenska blaðamennsku. Hvernig stendur á því að DV birtir grein um gæði sjónvarpsefnis yfir ADSL og ljósleiðara og vísar í fólk sem talað var við hjá RÚV, Seltjarnarnessbæ og Símanum en segir svo bara að t.d. þjónustuver Vodafone vísi á 365 og að 365 vísi á Vodafone. Verð nú bara að segja að þetta eru ansi margir starfsmenn sem er verið að "vitna í". Fyrir utan það að þjónustuverið svarar aldrei fyrirspurnum blaðamanna. Það er af góðri ástæðu sem stærri fyrirtæki eins og t.d. Vodafone hafa almannatengsla fulltrúa. Ef DV sér ekki sóma sinn í að leita til réttra aðila eftir upplýsingunum, þá finnst mér þeir vera að gera lítið úr sjálfum sér og ómerkja eigin fréttir. Fyrirgefið, en ég get ekki skilið svona vinnubrögð eins og hjá þessum Trausta Hafsteinssyni, þeim sem skrifar fréttina.

Er nú samt bara eiturhress, þrátt fyrir smá mánudags tuð hehe ;o) Ég meina, hvernig er annað hægt þegar við Guðný Lára erum búnar að plana tölvuleikja-/sjónvarpshorn, ég fer alveg að fá nýja nettengingu heim, Vodafone tengingu ;o), Hjörtur ætlar að lána mér grill þangað til hann flytur og strax plönuð tvö partý í ágúst. Fyrra um versló og seinna verður afmælispartý :D Já, alveg rétt. Væri alveg til í kassagítar í afmælisgjöf. Reyndar væru peningar eða eitthvað sem nýtist í Thailandsför ekki leiðinlegt heldur. Bara svona af því að ég veit að þið ætlið öll að gefa mér afmælisgjöf hehehe ;o) Allavegana getur þú, mamma, ekki kvartað núna undan að ég segist aldrei vilja neitt í afmælisgjöf haha :D

Adios amigos, Helga.

|

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Leiga - check!

Skrifa undir leigusamning á morgun fyrir íbúðina á Hverfisgötunni. Þarf því ekki að flytja lengra en á milli herbergja :) Krimmarnir sem ætla að leigja með mér eru þessir:

Guðný Lára


Harðkjarna kvenndi, handrukkarar óttast hana, enda þekkt fyrir dólgslæti.

Hún vinnur í þjónustuveri 365 og terrorisar saklausa Stöðvar 2 áskrifendur. Enginn kemst upp með einhverja stæla eins og að fá lagaða áskriftina eða aðstoð með bilaðan myndlykil. Reyndu ekki einu sinni að biðja um yfirmann. Hún étur þig lifandi.

Guðný er fyrsta flokks, enda á hún ættingja í Hveragerði. Hver man ekki eftir Pamelu, stjórnandi skrifstofu skólans með harðri hendi. Nú eða í kennslu í tölvu-pikki, öðru nafni ritvinnslu.

Gættu þín að mæta henni ekki á hjóli í einhverju dimmu sundi...


Sigurhjörtur


Ofur tölvunörd með meiru. Eins gott að gleyma ekki að læsa tölvunni nálægt svona gaurum, aldrei að vita hvaða terrorismi verður unnin á tölvunni. Eins gott að þykjast ekki vera klár á einhver kerfi eða forrit nálægt honum, hann gæti talað þig í kaf. Hver veit nema hann loki á úthringingar, óvirki vinanúmer eða jafnvel loki endanlega á þjónustur þínar í CRM ef honum líkar ekki vel við þig...!

Sigurhjörtur er líka ofur djammari. Endist lengur en djöfullinn sjálfur. Er líklegur til að mæta þér og vera haldandi heim á leið þegar þú ert að fara út í kvöldmat daginn eftir. Svo drekkur hann þrjá þrefalda Cuba Libre í morgunmat...!

Sigurhjörtur vinnur í þjónustuveri 1414 þar sem hann kæfir aðrar deildir með ábendingum á því sem má betur fara. Að sjálfsögðu alltaf tæknilegar ábendingar á þau kerfi sem við vinnum með.


Þetta ofur Vodafone teymi er ss að fara að leigja saman á Hverfisgötunni frá og með 1. ágúst. Strax eru uppi hugmyndir um grillpartý um verslunarmannahelgina. Að sjálfsögðu verður leiðindaskörfum og fýlupúkum hent á grillið!

Endilega kíkið í heimsókn, ef þið þorið...

|

Ferðalangur snýr aftur.

Komin heim frá London. London var æði. Æðislegt að hitta Sólveigu og djamma, borða góðan mat og svo að sjálfsögðu að versla smá. Fyndið frá því að segja að ég hitti einmitt Sirrý frænku í Topshop.

Tók eitthvað af myndum og ætla að gera enn eina tilraun til að henda myndum á netið.

Nú styttist í að sumarfrí verði búið en enn er nóg eftir að gera. Pabbi var þó svo æðislegur að spara mér hellings tíma (og vesen) og lagaði ljósin á bílnum mínum, fór aftur með hann í skoðun og bónaði hann. Ég ek því um á nýskoðaðri glæsikerru í dag :)

Nú er víst óhætt að segja frá því að ég er að fara á tækniborð hjá Vodafone í haust. Þó ég eigi eftir að kveðja vaktstjórastöðuna með miklum trega í hjarta, þá held ég að þetta sé tímabær breyting og verði bara skemmtilegt.

Er á fullu núna að redda leigumálum og hlutirnir bara strax farnir að líta nokkuð vel út. Veit þó ekkert með vissu fyrr en á morgun. Þá er bara að krossa fingur og vona að þetta gangi allt eftir ;o)

Annars fóru ég, Ósk, Hanna, Heiða, Guðný Lára og Gígja á bingó í vinabæ í kvöld. Þetta var nú bara helvíti skemmtilegt og spennandi, eða eins og Guðný sagði; hver þarf fallhlífastökk þegar hann hefur bingó? Hehehe...

Góða nótt, Helga.

|

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Styttist í London...

Jæja, þá styttist í London. Hef aldrei áður farið til London og hlakka þvi mikið til. Get ekki ímyndað mér annað en það verði mikið stuð á okkur Sólveigu :)

Í dag, 3. júlí, eiga Palli bróðir og Kristinn Berg (Thelmu og Adda) afmæli. Til hamingju með daginn!

Helgin var æðisleg. Við Ósk gengum aftur á Esjuna á föstudaginn. Mættum svo sveittar og skítugar beint eftir gönguna í grill og pottapartý hjá Atla og Unnsteini :p Og já, Unnsteinn gerir besta Cappucino sem ég hef smakkað. Er farin að drekka stundum kaffi eftir að smakka kaffið hans Unnsteins, sjæse. Átti ekki von á að ég myndi nokkurntímann í lífinu drekka kaffi hehe ;o)

Á laugardaginn var SVO (starfsmannafélag Vodafone) með innipúkann upp í Heiðmörk. Þar var farið í leiki, grillað og svo mætti trúbador á svæðið. Eftir þetta var haldið í partý og svo var að sjálfsögðu djammað fram undir morgun :) Ósk kom svo og náði í mig uppúr hádegi í gær og dró mig niðrí bæ í góða veðrið. Byrjuðum á að sitja í garðinum hjá Hressó en færðum okkur svo á Austurvöll. Þar safnaðist saman fullt af fólki. Þarf að henda inn myndum við tækifæri. Og þá meina ég þegar ég get notað netið í borðtölvunni. Get bara bloggað í lappanum af því að ég er á vinnunetinu. En jæja, nenni ekki að tuða meira yfir þessari Hive tengingu, það styttist víst hvort eð er í flutninga...

En já, í góða veðrinu náði ég mér í gott hill-billy tan. Er ss með hálsmál og ermar. Ég man bara aldrei áður eftir að hafa fengið svona tan, þetta er alveg hrikalega fyndið hehe.

Klúðraði svo deginum í dag með því að gjörsamlega sofa hann af mér. Rétt náði þó að panta tíma í klippingu, loksins hehe.

Bæti myndum við þetta á eftir ef ég get. Er með snilldar myndir frá helginni :)

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com