sunnudagur, júlí 22, 2007
Rjúpnafell
Ég held að það sé með sanni óhætt að segja að við Ósk höfum sigrast á sjálfum okkur í gær. Við vorum semsagt um helgina í Þórsmörk með Vodafone fólki og fórum í 8 klst göngu í gær. Þar af fóru 3 klst í að ganga á Rjúpnafellið sjálft. Fjallið var vel bratt og mikið af stígum þar sem voru klettar og lausamöl. Við vorum það hræddar við brattann og lausamölina að við vorum alveg að guggna á að klára gönguna. Sem betur fer talaði Sverrir okkur í gegnum hræðsluna og við kláruðum gönguna á toppinn. Þvílík fegurð, þvílíkt útsýni, þvílík gleði..! Held að þessari tilfinningu verði ekki með orðum lýst.
Ég fann í smá tíma í dag fyrir smá strengjum í lærum, en það er farið aftur. Aðeins smá blöðrur að hrjá mann og dálítil þreyta. Skil ekkert í að vera ekki laskaðri en þetta :)
Það er enn eitt búið að bætast á eftirvæntingar listann og það er hönnunarsýning í Mílanó í apríl með Guðný Láru. Jesús hvað þetta á eftir að vera skemmtilegur vetur. Ég kemst bara ekki yfir það þessa dagana hvað lífið er yndislegt, hvað ég á frábæra vini og er í frábærri vinnu. Ég held bara að lífið verði ekki mikið betra. La vita est bella... :)
Planið framundan er:
Næsta helgi - vinnuhelgi, jafnvel byrja aðeins á flutningum ef hægt verður.
Helgi 2 - verslunarmannahelgi. Ofur grillpartý með DJ og alles.
Helgi 3 - Gay pride.
Helgi 4 - Menningarnótt og hugsanlega afmælispartý. Gus Gus á Nasa. Sólveig kemur heim.
Helgi 5 - Hugsanlega afmælispartý.
Helgi 6 - Ættarmót.
Var einhver að tala um að vera busy..? hehe ;o)
P.S. Myndirnar eru komnar á myndasíðuna mína.
Au revoir mon beaux amis, Helga.
|
Ég held að það sé með sanni óhætt að segja að við Ósk höfum sigrast á sjálfum okkur í gær. Við vorum semsagt um helgina í Þórsmörk með Vodafone fólki og fórum í 8 klst göngu í gær. Þar af fóru 3 klst í að ganga á Rjúpnafellið sjálft. Fjallið var vel bratt og mikið af stígum þar sem voru klettar og lausamöl. Við vorum það hræddar við brattann og lausamölina að við vorum alveg að guggna á að klára gönguna. Sem betur fer talaði Sverrir okkur í gegnum hræðsluna og við kláruðum gönguna á toppinn. Þvílík fegurð, þvílíkt útsýni, þvílík gleði..! Held að þessari tilfinningu verði ekki með orðum lýst.
Ég fann í smá tíma í dag fyrir smá strengjum í lærum, en það er farið aftur. Aðeins smá blöðrur að hrjá mann og dálítil þreyta. Skil ekkert í að vera ekki laskaðri en þetta :)
Það er enn eitt búið að bætast á eftirvæntingar listann og það er hönnunarsýning í Mílanó í apríl með Guðný Láru. Jesús hvað þetta á eftir að vera skemmtilegur vetur. Ég kemst bara ekki yfir það þessa dagana hvað lífið er yndislegt, hvað ég á frábæra vini og er í frábærri vinnu. Ég held bara að lífið verði ekki mikið betra. La vita est bella... :)
Planið framundan er:
Næsta helgi - vinnuhelgi, jafnvel byrja aðeins á flutningum ef hægt verður.
Helgi 2 - verslunarmannahelgi. Ofur grillpartý með DJ og alles.
Helgi 3 - Gay pride.
Helgi 4 - Menningarnótt og hugsanlega afmælispartý. Gus Gus á Nasa. Sólveig kemur heim.
Helgi 5 - Hugsanlega afmælispartý.
Helgi 6 - Ættarmót.
Var einhver að tala um að vera busy..? hehe ;o)
P.S. Myndirnar eru komnar á myndasíðuna mína.
Au revoir mon beaux amis, Helga.