<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 12, 2007


Ferðalangur snýr aftur.

Komin heim frá London. London var æði. Æðislegt að hitta Sólveigu og djamma, borða góðan mat og svo að sjálfsögðu að versla smá. Fyndið frá því að segja að ég hitti einmitt Sirrý frænku í Topshop.

Tók eitthvað af myndum og ætla að gera enn eina tilraun til að henda myndum á netið.

Nú styttist í að sumarfrí verði búið en enn er nóg eftir að gera. Pabbi var þó svo æðislegur að spara mér hellings tíma (og vesen) og lagaði ljósin á bílnum mínum, fór aftur með hann í skoðun og bónaði hann. Ég ek því um á nýskoðaðri glæsikerru í dag :)

Nú er víst óhætt að segja frá því að ég er að fara á tækniborð hjá Vodafone í haust. Þó ég eigi eftir að kveðja vaktstjórastöðuna með miklum trega í hjarta, þá held ég að þetta sé tímabær breyting og verði bara skemmtilegt.

Er á fullu núna að redda leigumálum og hlutirnir bara strax farnir að líta nokkuð vel út. Veit þó ekkert með vissu fyrr en á morgun. Þá er bara að krossa fingur og vona að þetta gangi allt eftir ;o)

Annars fóru ég, Ósk, Hanna, Heiða, Guðný Lára og Gígja á bingó í vinabæ í kvöld. Þetta var nú bara helvíti skemmtilegt og spennandi, eða eins og Guðný sagði; hver þarf fallhlífastökk þegar hann hefur bingó? Hehehe...

Góða nótt, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com