<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Leiga - check!

Skrifa undir leigusamning á morgun fyrir íbúðina á Hverfisgötunni. Þarf því ekki að flytja lengra en á milli herbergja :) Krimmarnir sem ætla að leigja með mér eru þessir:

Guðný Lára


Harðkjarna kvenndi, handrukkarar óttast hana, enda þekkt fyrir dólgslæti.

Hún vinnur í þjónustuveri 365 og terrorisar saklausa Stöðvar 2 áskrifendur. Enginn kemst upp með einhverja stæla eins og að fá lagaða áskriftina eða aðstoð með bilaðan myndlykil. Reyndu ekki einu sinni að biðja um yfirmann. Hún étur þig lifandi.

Guðný er fyrsta flokks, enda á hún ættingja í Hveragerði. Hver man ekki eftir Pamelu, stjórnandi skrifstofu skólans með harðri hendi. Nú eða í kennslu í tölvu-pikki, öðru nafni ritvinnslu.

Gættu þín að mæta henni ekki á hjóli í einhverju dimmu sundi...


Sigurhjörtur


Ofur tölvunörd með meiru. Eins gott að gleyma ekki að læsa tölvunni nálægt svona gaurum, aldrei að vita hvaða terrorismi verður unnin á tölvunni. Eins gott að þykjast ekki vera klár á einhver kerfi eða forrit nálægt honum, hann gæti talað þig í kaf. Hver veit nema hann loki á úthringingar, óvirki vinanúmer eða jafnvel loki endanlega á þjónustur þínar í CRM ef honum líkar ekki vel við þig...!

Sigurhjörtur er líka ofur djammari. Endist lengur en djöfullinn sjálfur. Er líklegur til að mæta þér og vera haldandi heim á leið þegar þú ert að fara út í kvöldmat daginn eftir. Svo drekkur hann þrjá þrefalda Cuba Libre í morgunmat...!

Sigurhjörtur vinnur í þjónustuveri 1414 þar sem hann kæfir aðrar deildir með ábendingum á því sem má betur fara. Að sjálfsögðu alltaf tæknilegar ábendingar á þau kerfi sem við vinnum með.


Þetta ofur Vodafone teymi er ss að fara að leigja saman á Hverfisgötunni frá og með 1. ágúst. Strax eru uppi hugmyndir um grillpartý um verslunarmannahelgina. Að sjálfsögðu verður leiðindaskörfum og fýlupúkum hent á grillið!

Endilega kíkið í heimsókn, ef þið þorið...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com