<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Styttist í London...

Jæja, þá styttist í London. Hef aldrei áður farið til London og hlakka þvi mikið til. Get ekki ímyndað mér annað en það verði mikið stuð á okkur Sólveigu :)

Í dag, 3. júlí, eiga Palli bróðir og Kristinn Berg (Thelmu og Adda) afmæli. Til hamingju með daginn!

Helgin var æðisleg. Við Ósk gengum aftur á Esjuna á föstudaginn. Mættum svo sveittar og skítugar beint eftir gönguna í grill og pottapartý hjá Atla og Unnsteini :p Og já, Unnsteinn gerir besta Cappucino sem ég hef smakkað. Er farin að drekka stundum kaffi eftir að smakka kaffið hans Unnsteins, sjæse. Átti ekki von á að ég myndi nokkurntímann í lífinu drekka kaffi hehe ;o)

Á laugardaginn var SVO (starfsmannafélag Vodafone) með innipúkann upp í Heiðmörk. Þar var farið í leiki, grillað og svo mætti trúbador á svæðið. Eftir þetta var haldið í partý og svo var að sjálfsögðu djammað fram undir morgun :) Ósk kom svo og náði í mig uppúr hádegi í gær og dró mig niðrí bæ í góða veðrið. Byrjuðum á að sitja í garðinum hjá Hressó en færðum okkur svo á Austurvöll. Þar safnaðist saman fullt af fólki. Þarf að henda inn myndum við tækifæri. Og þá meina ég þegar ég get notað netið í borðtölvunni. Get bara bloggað í lappanum af því að ég er á vinnunetinu. En jæja, nenni ekki að tuða meira yfir þessari Hive tengingu, það styttist víst hvort eð er í flutninga...

En já, í góða veðrinu náði ég mér í gott hill-billy tan. Er ss með hálsmál og ermar. Ég man bara aldrei áður eftir að hafa fengið svona tan, þetta er alveg hrikalega fyndið hehe.

Klúðraði svo deginum í dag með því að gjörsamlega sofa hann af mér. Rétt náði þó að panta tíma í klippingu, loksins hehe.

Bæti myndum við þetta á eftir ef ég get. Er með snilldar myndir frá helginni :)

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com