<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 31, 2006

Hvað er málið?

Hvernig stendur á því að ég þarf að þrífa gleraugun mín á tveggja til þriggja tíma fresti? Er það nema von að ég nenni yfirleitt ekki að nota gleraugun, alltof mikil vinna fyrir svona letihaug eins og mig ;o)

|

miðvikudagur, mars 29, 2006

Vorboðinn

Lítill fugl settist á grein,
rétt fyrir utan gluggann minn.
Ég gekk til móts við vorboðann ljúfa.
Hann kallaði til mín og sagðist hafa sögu að segja mér.
Hann hafði ferðast yfir höfin og fallegar strendur.
Hann sagðist koma frá Paradís,
nú væri hann kominn með hluta hennar til mín.

Ég skildi ekki hvernig hann ætlaði að færa mér Paradís.
Hann sagði að Paradís væri staður í hjörtum okkar allra,
það þyrfti bara stundum að sýna okkur leiðina.
Þrátt fyrir að veturinn gæti verið harður,
þá kæmi vorið alltaf aftur.

|

fimmtudagur, mars 23, 2006

Líkamsrækt að mínu skapi ;o)

Var að horfa á Oprah í gær. Hún var með þátt um fólk sem fór óhefðbundnar leiðir í baráttunni við aukakílóin. Þessi missti 10 kg með því að stunda kynlíf 6-8 sinnum í viku. Ekki slæmt það ;o)

|

föstudagur, mars 17, 2006

Myndablogg 

TRIFADAGUR OG VODAFONE!
Myndina sendi Ég


|

mánudagur, mars 13, 2006

Var það bíla-Helga eða bilaða-Helga?

Ég get bilast þegar ég sé svokallaðar Jeppa-Kellingar. Held að þetta sé stofn sem mætti alveg útrýma. Þið vitið alveg hvaða týpu ég er að tala um. Ég fór um helgina og keypti mér sjoppufæði í bílalúginni á Aktu Taktu. Á meðan ég var að bíða eftir matnum mínum þá labbar kona út úr markaði Senu og áður en hún sest upp í jeppann sinn, þá lítur hún á mig og ég vissi um leið að þetta væri Jeppa-Kelling. Viti menn, nánast um leið og hún er búin að starta, þá botnar hún bensíngjöfina þannig að ég flauta á hana og hún rétt náði að stoppa svona 5 cm frá bílnum mínum. Hún keyrir aftur inn í stæðið og bakkar svo nákvæmlega eins út aftur, aftur inní stæðið og aftur eins út og endurtók þetta nokkrum sinnum, þrátt fyrir að það væri nóg pláss sitthvoru megin við hana til að leggja nógu mikið á og þrátt fyrir að ég var búin að bakka frá lúgunni svo hún kæmist! Ég sá það að hún myndi aldrei hafa þetta af hvort sem ég væri við lúguna eða ekki, þannig að ég fór aftur að lúgunni og hún hafði þetta ekki af fyrr en ég var farin. Ég segi það og skrifa að þessi stofn mætti alveg deyja út mín vegna, þeim hefði allavegana fækkað um eina ef hún hefði bakkað á mig. Urrr....

Annars uppgötvaði ég það þegar ég hékk veik heima að ég hef ótrúlega gaman að bíla- og mótorhjólaþáttum og þá sérstaklega ef það er verið að smíða slíka gripi eða verið að gera upp. Ég hef reyndar alltaf haft gaman að mótorhjólum (og mun taka mótorhjólaprófið einn góðan veðurdag) en var frekar hissa að átta mig á því að ég hefði áhuga á bílum líka. Kannski ætti ég ekkert að vera hissa, ég hef stundum fengið stór augu þegar ég hef talað um að það hafi þurft að setja nýja spindilkúlu og fleira í þeim dúr. Þegar ég hugsa um það, þá hef ég á mínum yngri árum unnið stráka í spyrnu og svo hef ég kennt fólki að losa bílinn sinn úr snjóskafli og fleira. Þannig að... já, kannski hef ég líka verið með smá vott af bíladellu líka, even though I hate to admit it.

Annars er ég farin að sjá það að ef maður vinnur vinnu þar sem maður situr á rassgatinu allann daginn, þá er ekki nóg að laga mataræðið og fara í ræktina. Allavegana er ekkert að ganga að verða super-fit fyrir sumarið eins og planað var. Þannig að hér með óska ég eftir göngu-, hjóla- eða línuskautafélaga. Vona að smá viðbótarhreyfing sé það eina sem vantar uppá. Annars er ég að hugsa um að gerast fæðu-fasisti og taka mataræðið enn frekar í gegn. Er byrjuð að sanka að mér uppskriftum og þó svo ég hafi minnkað til muna brauðát, þá er ég að hugsa um að minnka það enn frekar (veit að ég mun aldrei geta algjörlega hætt að borða brauð) og hætta að borða hvít hrísgrjón og hvítan sykur. Þar sem ég er samt frekar nísk, ætla ég nú samt að klára pakkann sem er til heima af hvítum hrísgrjónum ;o)

Heyrumst, Helga.

|

mánudagur, mars 06, 2006

Æ, já... Ég var víst búin að lofa þessu:

4. Vinnur: Og Vodafone, Eden, Hans Petersen og Domino's.
4 bíómyndir: Arg, ég og nöfn. Ok here goes, La Vita est Bella, Domino, Monty Python - Life of Brian, La huitieme rue og margar, margar fleiri.
4 staðir sem ég hef búið á: Ok, er búin að tapa tölunni en síðast þegar ég taldi var ég komin upp í 25 staði, þannig að ég segi bara; Hveragerði, Hafnarfjörður, Grafarvogur og smáíbúðarhverfið.
4 sjónvarpsþættir sem ég horfi mikið á: Grey's Anatomy, Desperate Houswifes, Six Feet Under, Queer Eye For The Straight Guy og fleiri.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Krít, Benidorm, Torrevieja og Scarborough.
4 síður sem ég skoða á hverjum degi: Ég er nánast hætt að nenna að surfa netið, tek því venjulega blogg rúntinn, kíki kannski á mbl.is, nota reglulega google.com og að sjálfsögðu nota ég ogvodafone.is daglega.
4 matarkyns sem ég held mikið upp á: Kjúklinga Burritos, svínakótilettur, lambahryggur hjá pabba og mömmu og eggjanúðlur með kjúkling.
4. staðir sem ég myndi vilja vera á núna: San Francisco, Mallorca (get ekki beðið eftir að fara þangað), London (langar mjög svo í heimsókn til Sólveigar) og Flórída í verslunar- og skemmtiferð :o)
4 sem ég ætla að klukka eru: Damn, ætli það sé ekki nú þegar búið að klukka alla í þessum leik :s Ætli ég klukki ekki bara Hjört og láti það gott heita.

|
Fimleikaæfingar og marblettir.

Þar síðustu helgi fór ég á sjávarréttadag með mömmu, Dísu, ömmu Rúrý og Steinku. Þetta var mjög svo mikið fjör og ég held að Jónki hafi verið frekar hissa þegar ég hálf rúllaði inn um dyrnar heima, skellihlæjandi, kl. 7.

Við erum sko ekki að tala um 7 um morguninn, nei, nei... kl. 19, um kvöldið!!!

Núna um helgina fór ég svo í sumarbústað í Munaðarnesi með starfsfólki í þjónustuverinu. Ó, það var drukkið ...og vakað ...og drukkið meira ;o) Ég tók mína venjulegu útilegu-drykkjutakta og grillaði, flaug á hausinn og hélt smá fimleika sýningu. Svo má ekki gleyma smile-i allan hringinn og non-stop-talking. Svo vaknaði ég að sjálfsögðu með sprungna æð í auganu og þrjá myndarlega marbletti. Maður verður að sjálfsögðu að taka þetta með stæl :þ

Ákvað að skella inn link á nokkrar myndir sem Hafdís tók í bústaðnum.

Já, ég má ekki gleyma... Það er skyldumæting á Nasa 18. mars. Drifskaft mun halda uppi fjörinu og Í Svörtum Fötum munu hita upp ;o)



Jæja, held að þetta sé orðið gott af bloggi í bili. Sé það að ég verð að vera duglegri að skrifa.

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com