miðvikudagur, mars 29, 2006
Vorboðinn
Lítill fugl settist á grein,
rétt fyrir utan gluggann minn.
Ég gekk til móts við vorboðann ljúfa.
Hann kallaði til mín og sagðist hafa sögu að segja mér.
Hann hafði ferðast yfir höfin og fallegar strendur.
Hann sagðist koma frá Paradís,
nú væri hann kominn með hluta hennar til mín.
Ég skildi ekki hvernig hann ætlaði að færa mér Paradís.
Hann sagði að Paradís væri staður í hjörtum okkar allra,
það þyrfti bara stundum að sýna okkur leiðina.
Þrátt fyrir að veturinn gæti verið harður,
þá kæmi vorið alltaf aftur.
|
Lítill fugl settist á grein,
rétt fyrir utan gluggann minn.
Ég gekk til móts við vorboðann ljúfa.
Hann kallaði til mín og sagðist hafa sögu að segja mér.
Hann hafði ferðast yfir höfin og fallegar strendur.
Hann sagðist koma frá Paradís,
nú væri hann kominn með hluta hennar til mín.
Ég skildi ekki hvernig hann ætlaði að færa mér Paradís.
Hann sagði að Paradís væri staður í hjörtum okkar allra,
það þyrfti bara stundum að sýna okkur leiðina.
Þrátt fyrir að veturinn gæti verið harður,
þá kæmi vorið alltaf aftur.