<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 06, 2006

Fimleikaæfingar og marblettir.

Þar síðustu helgi fór ég á sjávarréttadag með mömmu, Dísu, ömmu Rúrý og Steinku. Þetta var mjög svo mikið fjör og ég held að Jónki hafi verið frekar hissa þegar ég hálf rúllaði inn um dyrnar heima, skellihlæjandi, kl. 7.

Við erum sko ekki að tala um 7 um morguninn, nei, nei... kl. 19, um kvöldið!!!

Núna um helgina fór ég svo í sumarbústað í Munaðarnesi með starfsfólki í þjónustuverinu. Ó, það var drukkið ...og vakað ...og drukkið meira ;o) Ég tók mína venjulegu útilegu-drykkjutakta og grillaði, flaug á hausinn og hélt smá fimleika sýningu. Svo má ekki gleyma smile-i allan hringinn og non-stop-talking. Svo vaknaði ég að sjálfsögðu með sprungna æð í auganu og þrjá myndarlega marbletti. Maður verður að sjálfsögðu að taka þetta með stæl :þ

Ákvað að skella inn link á nokkrar myndir sem Hafdís tók í bústaðnum.

Já, ég má ekki gleyma... Það er skyldumæting á Nasa 18. mars. Drifskaft mun halda uppi fjörinu og Í Svörtum Fötum munu hita upp ;o)



Jæja, held að þetta sé orðið gott af bloggi í bili. Sé það að ég verð að vera duglegri að skrifa.

Heyrumst, Helga.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com